Hún birtist mér í draumi - óboðinn gestur í draumi saklauss manns.

Ég ætlaði að leggja bloggið á hilluna. Var alveg sáttur við það enda skrifað nokkra pistla á liðnu ári. Ekki alla málefnalega eða skemmtilega líkt og gengur - en skrifaði þá samt og birti undir nafni.

Og svo gerist það. Í draumi birtist hjá mér eldri kona. Allsendis viss um að ég væri að gera rangt með þessu - að hætta að blogga. Mér auðvitað dauðbrá enda ekkert þægilegt þegar fólk er að troða sér inn í annarra manna drauma. Gagnrýnisvert. Ég sofandi í mínu rúmi á mínu heimili og gömul kerling að þvælast um í huga mínum og húsi.

Ég auðvitað vaknaði sem var jú eina leiðin til að losna við kellu sem sat við sinn keip - "byrjaðu að blogga" - sagð'ún í sífellu.

Kannski eru þetta eftirmálar lesturs á nýju bók Einars Más "rimlar hugans" - en þar treður hann sér eftirminnilega inn í sögu annars fólks.

Hvað veit ég? - en ég þori bara ekki öðru en að fara að "skipun" konunnar og guð hjálpi mér ef hún reynist vera "minn innri maður".

Gleðilegt ár.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Já, það er von að ÞÚ spyrjir.... en nei hún gerði það ekki. En ég get þó sagt að hún var "EDRÚ"...

Þorleifur Ágústsson, 5.1.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Tolli. Var að uppgötva þig hér í bloggheimum og sá þá að þú varst að tilkynna uppgjöf. Hlýddu kerlingu og stattu vaktina  . Mbk.

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.1.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála Gulla.

Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Elsku vinur ekki hætta að blogga. Farðu að ráðum þessarar nafnlausu edrú konu í draumalandinu þínu.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 6.1.2008 kl. 00:41

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sú gamla er samviska Moggabloggarans og kemur okkur öllum við.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2008 kl. 11:42

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Var að reakst á bloggið þitt, og sú gamla fer ekki með neitt fleipur...."byrjaðu að blogga".

  Gleðilegt ár.

Sigríður Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 11:52

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Varstu þá semsagt allan tímann kerling inn við beinið?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.1.2008 kl. 17:53

8 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Já Ólína - við erum öll menn. Og ætli ég taki mér ekki bara orð Grasa Guddu í munn þegar ég segi "það er óttalegur kerlingarsvipur á öllu í dag"! Líklegast mætti segja að ég hafi verið óttaleg kerling á fyrstu æfingunni með Feitafélaginu í dag  - þar sem ég reyndar saknaði Sigga þíns.

Þorleifur Ágústsson, 6.1.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband