Laugardagur, 29. desember 2007
Skammastu þín Örn Árnason.
Mér varð óglatt af að sjá auglýsingu frá bomba.is - en þar er mynd af forsvarsmanninum Erni Árnasyni að auglýsa flugelda. Ekki ólöglegt en svo innilega siðlaust í ljósi þess að björgunarsveitirnar byggja jú nánast allt sitt á sölu flugelda.
Af hverju er sumum ekkert heilagt? Hvað vakir fyrir þessum manni eiginlega? Ef um er að ræða söluþörf hví í ósköpunum fær hann ekki að standa í sjálfboðavinnu á einhverjum af mörgum sölustöðum björgunarsveitanna.
Eða er það kannski gróðavonin sem liggur að baki.....
Ég ráðlegg fólki að sniðganga þessa kóna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
http://www.fishwelfare.com http://www.codlight-tech.com
- NETHEIMAR Á ÍSAFIRÐI Þar sem þjónustan er örugg.
- GRUNNAVÍK Í JÖKULFJÖRÐUM
MURR KATTAMATUR
- MURR KATTAMATUR MURR KATTAMATUR
Færsluflokkar
Eldri færslur
2018
2011
2010
2009
2008
2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- olinathorv
- balsve
- godsamskipti
- vikari
- polli
- arnalara
- omarjonsson
- vestfirdir
- vestfirdingurinn
- stebbifr
- prakkarinn
- hannesgi
- hnifurogskeid
- skaftie
- olofyrr
- arnith
- jonatli
- skrifa
- bjarnihardar
- omarragnarsson
- bryndisisfold
- ingisund
- ekg
- ea
- eirikurbergmann
- golli
- svartfugl
- hemba
- telmanuma
- bryndisfridgeirs
- hrannarb
- siggisig
- allib
- loathor
- malacai
- babuska
- bjornbjarnason
- gattin
- einarhardarson
- esterrut
- gretaulfs
- gretarmar
- gudni-is
- gelin
- lucas
- gudr
- gudrunstella
- skulablogg
- hallgrimurg
- holi
- hannamar
- heidistrand
- helgamargret
- hildurhelgas
- himmalingur
- ingabesta
- jonsnae
- jonsve
- judas
- kalli33
- kollajonni
- kikka
- margretsverris
- mariamagg
- markusth
- manisvans
- huldumenn
- ragnar73
- rognvaldurthor
- salvor
- she
- lehamzdr
- possi
- torfijo
- urki
- ylfamist
- steinibriem
- thorsteinnerlingsson
- iceberg
Athugasemdir
Einkar athyglisvert. Já er honum svona umhugað um að þjónusta þá sem ekki fá nægilega góða þjónustu frá björgunarsveitunum.....aha. Ekki er nú að sjá í auglýsingu mannsins að einungis sé um slíka sölu að ræða.....og ég spyr aftur - hvert er markmiðið með þessu. Auðvitað má hann þetta en ég endurtek: SIÐLAUST OG SMEKKLAUST. Þessir ríku hringja væntanlega í Örn þegar ílla stendur á.....
Þorleifur Ágústsson, 29.12.2007 kl. 19:13
Þetta er bara rangt hjá þér Róbert. Í landinu gilda lög um hversu öfluga flugelda má flytja inn. Björgunarsveitirnar flytja inn eins öflugt dót og leyfilegt er. Ef Örn er að selja eitthvað stærra þá er um ólöglega og þar af leiðandi hættulega vöru að ræða.
Ibba Sig., 29.12.2007 kl. 19:38
Hann kann ekki að skammast sín og því miður eru fleiri en hann sem hafa af þessu tekjur. Örn Arnarson var um árabil nánast skattlaus. Skyldi hann gefa upp tekjurnar sem hann hefur af flugeldasölu? Það á að setja lög sem banna þessa fjáröflun einstaklinga.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.12.2007 kl. 22:24
Hvaða hvaða...Örn fer örugglega á fjöll og bjargar fjúkandi jeppum þeirra fjársterku þegar rokið verður hvað mest..eða er það ekki alveg örugglega???
Auðvitað eigum við að styðja við bakið á Björgunarsveitunum...og versla hjá þeim löglegar tertur og flugelda. Sýnum Þakkklæti okkar í verki við þetta fólk sem með ósérhlífni sinni vinnur þessi erfiðu störf í sjálfboðavinnu.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.12.2007 kl. 22:44
Já maður er alveg steinhissa á manninum
Margrét Elín Arnarsdóttir, 29.12.2007 kl. 23:02
Hvað er málið?
Hvernig getur fólk verið að setja útá það að einhverjir aðrir en björgunarsveitirnar séu að selja flugelda mér er bara spurn?? Hvað með öll þau fjölmörgu íþróttafélög sem stunda einnig sölu á þessum varningi, eiga þau að hætta sölu á honum einnig?
Reyndar mikil samkeppni á þessum markaði en það sitja síður en svo allir við sama borð.
Björgunarsveitirnar/Landsbjörg koma fram í hverjum sjónvarps- og útvarpsþættinum á eftir öðrum og lýsa yfir hve allir eru vondir við þá að vera selja þennan varning á móti þeim. Þeir nota einnig tækifærið og segja að þetta sé aðal styrkarleiðin fyrir félagið, gott og vel. En það fá hinir ekki.
Björgunarsveitirnar/Landsbjörg fá auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum á einkar hagstæðum kjörum en það gera hinir ekki.
Björgunarsveitirnar/Landsbjörg fá að setja upp auglýsingaskylti og bíla út um alla borg með upplýsingum um sölurnar sínar, það fá hinir ekki.
Eins og sést þá er samkeppnin ekki sanngjörn, en þrátt fyrir allt þetta þá eru bæði einkaaðilar sem og íþróttafélög að selja sína flugelda á betra verði en Björgunarsveitirnar/Landsbjörg.
Ég hef hinsvegar alltaf keypt hjá Björgunarsveitirnar/Landsbjörg nema í fyrra þá ofbauð mér yfirgangurinn og frekjan í forsvarsmönnum félagsins og ákvað að styrkja FRAM sem sér um íþróttirnar í hverfinu - og íþróttir eru sagðar með betri forvörnum fyrir börnin svo vonandi fór peningurinn í eitthvað gott.
En líklega mun ég nú styrkja Björgunarsveitirnar/Landsbjörg núna þar sem þar er einnig góður málstaður á ferðinni.
En ekki vera setja útá fólk sem er að reynda stunda heiðarlega samkeppni með mis mikil ítök. Málið er einfalt þeir sem vilja versla hjá einstaklingum geri það, þeir sem vilja versla hjá íþróttafélögum geri það og þeir sem vilja versla við Björgunarsveitirnar/Landsbjörg geri það. Með því móti verða allir hamingjusamir á endanum........ vonandi.
Óttarr Makuch, 30.12.2007 kl. 00:28
Ég hvet sjónvarpsáhorfendur til að slökkva á tækjunum þegar Spaugstofan er sýnd í mótmælaskyni við þetta siðleysi hins svokallaða grínista Arnar Árnasonar.
Theódór Norðkvist, 30.12.2007 kl. 09:35
Mig minnir að það hafi komið fram í fréttum fyrir nokkrum árum að Örn sé að fjármagna eigin flugeldaneyslu með þessu.
Hann hefur án efa styrkt hjálparsveitirnar umtalsvert sjálfur á undanförnum árum og gefur eftir því sem ég hef heyrt talsvert af sinni vinnu til að styrkja góð málefni.
Ef þetta er svona mikið hjartans mál, þá væri skoðandi fyrir Hjálparsveitirnar að fara inn inn á önnur svið verslunar þannig að hægt sé að svala enn frekar réttlætiskennd þeirra sem eru á sömu skoðun og lýst er í þessari bloggfærslu.
Gunnar Már, 30.12.2007 kl. 09:57
Ef Örn er að fjármagna hm.. eigin "neyslu" þá held ég að þetta sé orðið vandamál hjá manninum. Ég er mikil kjötæta, enn hef ég þó ekki séð ástæðu til að versla mér kjötbúð.
Mér finnst þetta afpspyrnu léglegt og aumt hjá manninum og sama segi ég um alla hina kverúlantana sem eru að ná sér í peninga í samkeppni við björgunarsveitirnar.
Löglegt en afskaplega siðlaust.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.12.2007 kl. 10:06
Örn Árnason er maður sem á mjög mikið undir almenningsálitinu. Með þessu framferði sínu er hann að sýna áhorfendum sínum mikla vanvirðingu og í raun segja að þeir séu fífl.
Theódór Norðkvist, 30.12.2007 kl. 10:21
Örn Árnason er þekktur skemmtikraftur. Það gerir það að verkum að auglýsendur vilja fá hann til að auglýsa vörur sínar. Ef hann kýs að gera svo þá er það bara hans mál.
Björgunarsveitirnar hafa ekki einkarétt á sölu flugelda. Það að einhver annar aðili reyni að hagnast á slíkri sölu er því auðvitað löglegt og alls ekki siðlaust. Siðleysi er eitthvað allt, allt annað.
Það frábæra starf sem Björgunarsveitirnar vinna er auðvitað ómissandi og ættu þær að fá meira til sín beint frá ríkinu og þ.a.l. beint frá skattgreiðendum.
Því þó að þjóðarsálin (og ég meðtalinn) sé þeim hliðholl um þessar mundir þá er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Það þyrfti ekki annað en eitthvað smá hneyksli í einni deildinni þeirra og þá myndu margir leita eitthvert annað. Svo mikilvægt er þetta starf að það á ekki að þurfa að standa og falla með einhverjum dintum(eða dyntum?) þjóðarinnar.
Um þessi áramót virðist veðrið vera þeirra helsti andstæðingur. Því er spurn:
Er áramótaveðrið löglegt en afskaplega siðlaust?
Bjarni Thor Kristinsson, 30.12.2007 kl. 10:34
Óttar: Finn pistill hjá þér nema hvað nærri allt sem þú heldur fram þarna er bull.
Allir söluaðilar eru með auglýsingaskilti út um allan bæ. Landsbjörg hefur engan einkarétt á að setja upp skilti
Hvað hefurðu fyrir þér með hagstæðu auglýsingakjörin sem Landsbjörg fær en hinir ekki? Ertu með aðgang að bókhaldi allra fjölmiðla á Íslandi? Er það í lögum eða reglugerðum? Ætli fulltrúar frá Landsbjörgu hafi ekki bara samband við auglýsingadeildirnar, eins og aðrir kúnnar þeirra, og reyni að gera sem bestan díl.
Við umræðu í fjölmiðlum er lítið að gera, blaðamenn taka upp tólið og spjalla við þá sem fyrst koma í hugann. Svo er eflaust einhver PR vinna í gangi. Ekkert við því að gera. En gættu að því að mikið af umfjölluninni sem Landsbjörg fær þessa daga er um slysavarnir. Ég sé ekki aðra söluaðila flugelda beita sér þar.
Ibba Sig., 30.12.2007 kl. 10:41
Mér finnst þetta með ólíkindum hvernig fólk talar, Landsbjörg hefur engan einkarétt á flugeldasölu,frekar en ég eða Örn. Ef að þetta er hugsunarhátturinn hjá Landsbjörg þá held ég að ég fari að hugsa minn gang og hætta að styrkja þá.
Talandi um gróðrafísn, þá spyr ég afhverju flugeldar hjá Landsbjörg hækka að meðaltali um 8-10% frá því í fyrra þrátt fyrir sama og lægra innkaupsverð frá fyrra ári, og reyndu ekki að þræta fyrir það þar sem ég hef traustar heimildir fyrir því frá ykkar eigin mönnum. Svo gleymir þú því að þið fáið mikið af gjöfum sem fjármagnaðar eru t.d. með sölu á flugeldum,t.d. frá Kiwanisklúbbum, þannig að þið eruð ekki að fá allt ykkar í gegnum þessa sölu.
Og afhverju er verið að ráðast á einn aðila í þessu samhengi þegar það eru miklu fleiri sem eru að selja sama varning og þið.
Það sem ykkur vantar er að senda þeim vitleysingum sem t.d. eru strandaglópar á Langjökli núna reikning fyrir þeim kostnaði sem af hlýst, það var jú búið að vara við þessum stormi.
Þórður, 30.12.2007 kl. 12:01
Hvað með það þó björgunarsveitirnar njóti sérkjara á auglýsingamarkaði, þeir eiga einfaldlega að hafa einkaleyfi á sölu flugelda. Þetta eru sannar hetjur sem leggja líf sitt og limi í hættu til að bjarga okkur hinum sem oft á tíðum vöðum út í óvissuna án þess að hugsa. KAUPUM EINGÖNGU FLUGELDA AF BJÖRGUNARSVEITUNUM
Bullerbyn, 30.12.2007 kl. 13:30
Sæl og takk fyrir áhugaverða umræðu. Ástæða þess að ég nefni Örn Árnason í þessu er tvíþætt: Hann er þjóðþekkt persóna og Örn Árnason hefur góðan aðgang að fjölmiðlum sem venjulegur jón úti í bæ hefur ekki.
Af þeim sökum er Örn samnefnari allra þeirra sem stinga gróðanum í eigin vasa. Það veit hann og verður að sætta sig við í þessari umræðu.
Og til að undirstrika það sem ég er að leggja áherslu á í umræðunni þá bendi ég fólki á að fylgjast með fjölmiðlum í því vonda veðri sem nú geysar um landið - BJÖRGUNARSVEITIR
Þorleifur Ágústsson, 30.12.2007 kl. 13:58
að vinna óeigingjarnt starf við að hjálpa fólki í hættu - sumum í mikilli hættu. Fyrir slíkt eigum við að þakka og styðja með kaupum á flugeldum.
Líka Örn Árnason og auðmennirnir hans.
Þorleifur Ágústsson, 30.12.2007 kl. 14:00
Brautryðjendur í flugeldasölu á Íslandi munu vera þessar téðu björgunarsveitir. Oft hafa komið í ljós gallar á vörunni sem þeir hafa selt grandalausum og hafa endað með stórslysum þar sem viðkomandi missir hluta úr hönd eða sjón á auga og margt fleira. Sá slasaði og aðstandendur þeirra kunna björgunarsveitunum litlar þakkir fyrir.
Spurningin er kannski hversu mikla þörf við höfum fyrir þessar bombur yfirleitt ? Góð hugmynd hér að ofan er t.d. af hverju er þeim sem er verið að bjarga er ekki sendur reikningurinn, eða tryggingarfélag þeirra ?
Ég tek undir vafasamar aðferðir og harmagrát forsvarsmanna björgunarsveitanna vegna þessa máls alls. Sýnu verri var aðferðin hjá Jóni Gunnarssyni þegar auglýsing um "Hjálparkall" kom á að því er virðist á ótrúlega vel útreiknuðum tímapunkti fyrir prófkjör til Alþingiskosninga sem leiddi til öruggs sætis framkvæmdastjóra Landsbjargar, Jóni Gunnarssyni. Einhvern veginn spyrti fólk saman að Jón væri hjálparkarlinn og holdgerfingur björgunarsveitanna, enda var Jón í stöðugu sviðsljósi bæði auglýsinga um "Hjálparkall" og fréttaflutnings allra fjölmiðla. Er þetta það sem menn eru sáttir við að söfnunarfé björgunarsveitanna er nýtt í ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.12.2007 kl. 14:01
Ætli Örn Árnason sé núna að aðstoða við björgun í þessu veðri sem gengur yfir landið núna, ég held ekki. Ætli hann sé ekki einhverstaðar innanhús, ég er hræddur um það. Ég held að þú Örn Árnason værir meiri maður ef þú leyfðir bara björgunarsveitunum að hafa flugeldasöluna þeir gera miklu meira gagn en þú.
Guðmundur Garðarsson, 30.12.2007 kl. 15:11
Sala á flugeldum á að vera á svipaðan hátt og sala á happadrættismiðum. Það eiga ekki allir að hafa leyfi til að selja flugelda. Happadrætti er vel þekkt aðferð hjá ýmsum félögum sem fjáröflun. Með þessu móti er hægt að útiloka þá sem eru að fjármagna sína neyslu eða eru aðeins að þessu til þess að græða.
Ólafur Guðmundsson, 30.12.2007 kl. 15:14
Þetta er vandi bloggsins. Menn fara af stað með fullyrðingar eða sögur sem eiga alls ekki rétt á sér. Ég þarf varla að minna fólk á mannorðsmorðið sem var framið hér á vettvangi bloggsins í sambandi við ætlað morð á hundinum Lúkasi fyrr á árinu. Þess vegna bið ég fólk að gæta sín þegar menn tala eða skrifa á opinberum vettvangi.
Hefur einhverjum hér dottið í hug að hringja í Örn og spyrja hann hvernig á þessu standi? Hefur einhverjum dottið í hug að rannsaka málið áður en stóru orðin eru birt á netinu? Mér sýnist ekki.
Örn kom fram í sjónvarpi fyrir áramótin í fyrra þar sem hann hafði setið undir þungum ásökunum varðandi flugeldasölu sína. Þar mætti einnig fulltrúi Landsbjargar. Í samtali þeirra kom fram að Landsbjörg setti ekkert út á flugeldasölu Arnar þar sem terturnar sem hann væri með væru hreinlega ekki á boðstólnum hjá þeim. Þetta væri því allt annar markhópur sem Örn væri að sinna. Er þetta siðleysi eða smekkleysi? Hvorugt.
Örn Árnason hefur sjálfsagt styrkt björgunarsveitir meira en margur annar. Hann er náttúrulega sjúklingur. Fíkill í flugelda. Í stað þess svo að eyða gríðarlega miklum peningum úr eigin buddu reynir hann að fjármagna það með heiðarlegum viðskiptum í gegnum þessa sölu sína, meira að segja án athugasemda frá Landsbjörgu. Haldið þið virkilega að hann færi að auglýsa í öllum helstu dagblöðum landsins starfsemi sína, með stórri mynd af sjálfum sér ef hann væri að vinna gegn björgunarsveitum landsins og almenningsálitinu? Hvernig dettur fólki svona lagað í hug?
Athugið málið vandlega áður en þið farið að skamma fólk á opinberum vettvangi. Það er ykkur sjálfum til mestrar minnkunar að gera það ekki.
Hinsvegar er ég sammála því að einkaaðilar og félagasamtök sem eru að einbeita sér að sama markhópi og Landsbjörg séu á rangri hillu. Mér er afar illa við að þeir aðilar séu að troða sér inn á þennan markað sem björgunarsveitirnar sköpuðu á sínum tíma. Þess vegna skulum við styðja sveitirnar okkar með því að kaupa rakettur af þeim einsog enginn sé morgundagurinn J
Stefán Þór Helgason, 30.12.2007 kl. 15:28
Ja ekki er ég að fylgja þessum skrifum. Kanski er það vegna þess að ég sá ekki umrædda auglýsingu og vissi ekki að maðurinn væri í þessum bransa..
Svona ef þessi auglýsing er ekki með svarið afhverju ykkur er svona í nöp við manninn þá skil ég þetta einfaldlega ekki. Endilega segið mér hvað kemur fram í þessarri auglýsingu sem er svona alvarlegt. eða ef ekkerter að auglýsingunni þá segið mér allavega hvað hann er að gera sem er svona alvarlegt.
Stefán Þór Steindórsson, 30.12.2007 kl. 16:53
Er nýtt hundamál í uppsiglingu?
Fólk missir sig í vandlætingunni og mærðinni, "hættið að horfa á Spaugstofuna...." Þið hljótið að vera að grínast.
Á sínum tíma var ég að vinna hjá Ellingsen. Þar voru seldir flugeldar og fyrir hver áramót birtist í Mogganum auglýsing frá fyrirtækinu þar sem voru myndir af vörunni og verð gefin upp.
Þetta varð svo leiðbeinandi verð fyrir Björgunarsveitirnar sem fannst oft á tíðum heldur lítil álagning hjá Ellingsen og gagnrýndu fyrirtækið fyrir að vera að selja vöru sem þeir byggðu sína fjáröflun á.
En einu smáatriði gleymdu menn, Verslun O. Ellingsen hóf fyrst allra innflutning og sölu á þessum vörum.
Áttu þeir þá að hætta sölu á flugeldum bara til að Björgunarsveitirnar gætu fengið meiri pening í sinn rekstur?
Það hljóta allir að sjá, að það er ekki gott ef einhverjir eru einráðir á þessum markaði.
Þannig gætu Björgunasveitirnar krafist að allir aðrir en þeir hættu að selja skötu á Þorláksmessu ef þeir tækju það upp, myndu Bloggarar þá hvetja hvern annann til að hætta að kaupa fisk hjá tilteknum fisksala sem vogaði sér að selja skötu?
Þeir sem vilja styrkja hið ágæta starf Björgunarsveitanna versla við þá, aðrir versla við samkeppnisaðilana, þannig er smá sjens að okrið á þessari vöru fari ekki úr böndum.
Óvissuferðir ehf, 30.12.2007 kl. 16:54
Hvað á það að þýða að vera að ráðast á mann sem hefur atvinnu af því að leika í og sitja fyrir á auglýsingum. Örn hefur ekkert gert af sér. Þetta er bara smáborgaraháttur og væl af verstu gerð.
Ef öllum finnst flugeldasala björgunarsveitanna svona mikilvæg, er um að gera að versla við þá.
Er það svo ekki undir landanum komið að standa undir björgunarsveitum sínum. Það er alveg hægt að styrkja björgunarsveitir án þess á rakettur í staðinn.
Magnús Unnar, 30.12.2007 kl. 18:57
Hér er látið eins og það sé glæpur að kaupa flugelda hjá öðrum en björgunarsveitum. Og eins er látið sem að Örn sé einn fyrir utan björgunarsveitirnar að selja, sem ekki er. Örn er líklega eini flugeldasalinn sem að styrkir góð málefni með því að skemmta á góðgerðasamkomum. Slíkt vill gleymast þegar rétttrúnaðarpakkið fer á flug með hneykslun sinni á þeim sem að gera ekki eins og pakkið vill. Hvað skyldi þurfa að selja margar rakettur til að borga leiðangur upp á Langjökul til að bjarga nokkrum kjánum eins og í dag?
Yngvi Högnason, 30.12.2007 kl. 20:20
Mér finnst nú umræða þessi öll bera keim að mannorðsmorði og öfund. TIl allar lukku hefur ekki verið einkaleyfi til verslana síðan þetta var fellt niður og aðrir en danskir fengu að selja íslendingum það sem til þurfti. Með þessu fylgir svo sá styrkur að maður getur valið hvar maður setur aurinn. Ef Fram er það stóra þá styrkja menn fram, ég persónulega myndi aldrei kaupa annarstaðar að en frá björgunarsveitunum (ef ég kæmist til þess). Ef einhver vill kaupa av öðrum framtaksömum einstaklingum sem vilja og geta þénað þá þessu þá er það þeirra mál. En í guðanna bænun hættið þessu rausi um að Örn eða aðrir sem eru að selja þetta séu óvinir samfélagsins. Notið heldur mátt ykkar sem borgarar í frjálsu landi og veljið med veskinu. STYÐJIÐ BJÖRGUNARSVEITIR LANDSINS
U (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 21:17
Fyrir utan það að Örn veit slatta um þetta enda mikill áhugamaður um þessa skemmtilegu hefð Íslendinga, þá hefur hann fullan rétt til þess að selja svona vörur.
Sumir eru ekki að kaupa til að styrkja eitt né neitt, heldur til að gera flott show, enda eyða sumir mörg hundruð þúsundum í þetta... Efast um að Örn sé að flytja eitthvað dót inn, heldur sé hann að flytja inn flottar sprengjur.
Veit ekki til þess að hann eigi eitthvað að þurfa að skammast sín fyrir þetta né nokkuð annað sem hann hefur gert!
Ég segi, jú auðvitað er best fyrir björgunarsveitirnar að fá eins mikið og hægt er af sölu flugelda, enda veiti ekki af, nóg um að vera hjá þessu frábæra fólki, og ég veit að margir kaupa ekki nema hjá björgunarsveitunum.
Sumir vilja einfaldlega láta banna sölu flugelda, sbr blogg Ólínu Þorvarðar... Hvað verður þá um björgunarsveitirnar?
Ætti hún þá ekki að skammast sín hundraðfalt meira heldur en Örn? Hún vill þá basically (og þeir sem stutt hafa þá tillögu hennar) koma því á að það verður nánast ekkert fjármagn til björgunarsveita? Örn græðir kannski eitthvað á þessu, en ef klippt verður á að fólk fái að gera þetta..... Guð hjálpi þeim sem þurfa á björgunarsveitunum að halda.
ViceRoy, 30.12.2007 kl. 23:16
Það er einmitt útaf svona viðbrögðum frá þér og öðrum sér í lagi björgunarsveitunum sem ég get hreinlega ekki hugsað mér að styrkja þá aftur í ár eins og ég hef alltaf gert, það er búið að sína sig að björgunarsveitirnar eru að selja flugeldana á uppsprengdu verði og þeir hækka verðið ár eftir ár sama hvað og það engar smá hækkanir og þeir gera ekki annað en að eipa við að fá samkeppni?
Af hverju í ósköpunum lækka þeir ekki verðið hjá sér og halda flugeldunum á sæmilega viðráðanlegu verði svo mikið fleiri versli við þá og sleppi því að leita annað?
Í staðina fyrir að láta græðgina stjórna sér og hafa flugeldana á himinháu verði og fæla fleiri og fleiri frá.
Benna, 30.12.2007 kl. 23:38
Hefur einhver hugmynd hvort björgunarsveitirnar njóti stuðnings ríkis og bæja með fjárhagslegum hætti? Ef 90% fjármögnunar þeirra komi með flugeldasölu þá er mér spurn því almannahagsmunaþjónusta sem sveitirnar sinna ætti að sjálfsögðu að vera fjármögnuð af almannafé.
Gunnar Reyr Sigurðsson, 31.12.2007 kl. 00:01
Já og leyfum björgunarsveitunum að verðsetja þetta bara eins hátt og þær vilja, hækka bara um 15-20% árlega enda allt vegna góðs málsstaðar!!!
Benna, 31.12.2007 kl. 00:02
Er ekki allt í lagi með ykkur? Ég fæ á tilfinninguna að hér á Íslandi sé til ótrúlega margtl fólk sem myndi hengja Örn Árnason í næsta tré ef til hans næðist.
íþróttafélög og fleiri hafa haft tekjur af flugeldasölu í gegnum tíðina og öfgakórinn hér er u.þ.b. að koma í veg fyrir að ég hafi nokkra lyst á að kaupa hjá björgunarsveitunum, slík eru lætin og ofsinn. Það verður ekki mörgum ykkar að þakka ef ég versla þar.
Hvar er Örn annars með kökusöluna sína?
Haukur Nikulásson, 31.12.2007 kl. 01:43
Mér finnst frekar sorglegt að björgunarsveitirnar þurfa að treysta á flugeldasölu til að fjármagna starfsemi sína. Fyrir utan alla þá óhófsemi sem fylgir þessu drasli, væri ekki nær að menn takmörkuðu flugeldakaup sín við nokkrar rakettur fyrir börnin og létu peningana frekar renna óskipta til björgunarsveitanna? Ég held óhóf allra landsmanna hafi töluvert meiri áhrif en lögleg sala einkaaðila á flugeldum. Að beina spjótunum að Erni án þess að vita hvort hann hafi raunveruleg áhrif á fjáröflun þeirra er fáránlegt.
Af hverju þarf annars að beita brellum eins og happdrætti og skransölum til að safna peningum fyrir verðug verkefni á borð við björgunarsveitina? Það er augljóst að ef peningarnir færu óskiptir til góðgerða væri hagnaður meiri. Erum við öll siðlaus og heimsk?
Kannski er ég bara klikkaður.
Zaraþústra, 31.12.2007 kl. 02:29
Er hann að auglýsa vöruna eða selja hana? Finnst svolítill munur þar á. Ég er sammála að það er siðlaust að fara í samkeppni við aðal tekjuinnkomu börgunarsveitana en ég er ósammála að ráðast svona persónulega á einstakling.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.12.2007 kl. 10:24
Þessi umræða er alveg á við Lúkasarmálið. Ég hef það eftir björgunarsveitatrmanni að Örn sé alveg sér á parti í sinni flugeldasölu með vörur sem annars væru ekki á boðstólum og ekki mikil ógn við þeirra fjáröflun. Eins og venjulega rýkur fólk upp á afturlappirnar og tekur afstöðu í máli sem það er lítið eða ekki inn í. Ég held að við getum horft á Spaugstofuna með góðri samvisku.
Guðmundur Benediktsson, 31.12.2007 kl. 13:00
meira vælið
Brjánn Guðjónsson, 31.12.2007 kl. 15:41
Þessi þráður er að verða einhver hópsjálfsfróun þeirra sem verja siðleysið.
Þetta snýst ekki um persónu grínistans geðþekka, heldur siðlausa markaðssetningu.
Örn er þjóðþekktur og sýnir slæmt fordæmi meiri óvitum en honum sjálfum (nema hann sé sjálfur óviti) með því að vera með þessa sölu.
Það er aum afsökun að hann sé með eitthvað stærri tertur, sem reyndar Ibba Sig dregur í efa að geti verið satt. Þetta eru flugeldar sem kveikt er í og springa í loftinu, alveg eins og flugeldar Landsbjargar. Ef menn kaupa flugelda af honum er ólíklegt að þeir kaupi líka af björgunarsveitum og íþróttafélögum.
Persónulega finnst mér öll flugeldakaup vera peningasóun, en skárra að góðgerðarfélög hafi þessa sölu með höndum og njóti ágóðans en þeir sem hugsa aðeins um að hlaða undir eigin rass.
Theódór Norðkvist, 31.12.2007 kl. 16:36
Sæl öll. Viðbrögðin hafa sterk og mér sýnist Örn og aðrir sölumenn eiga stuðningsmenn. Kannski er það ekkert skrítið - björgunarsveitirnar hafa jú ekkert einkaleyfi á sölu flugelda. En það sem ég vildi fá fram var einmitt þetta - að fólk hefði skoðun. Ástæða þess að ég nefndi Örn er jú að hann auglýsir - sem kostar mikla peninga - hann er þjóðþekktur og þrífst á því. En hann er án efa hinn vænsti maður enda Hríseyingur líkt og ég.
Gleðilegt ár öll og munið að fara varlega í kvöld með flugelda björgunarsveitanna!!!
Þorleifur Ágústsson, 31.12.2007 kl. 16:55
Ég trúi varla mínum eigin eyrum að fólki finnist í lagi að einkaaðilar sölsi undir sig flugeldasöluna án þess að nokkur fái rönd við reist. Það vita allir hversu mikilvæg fjáröflunarleið flugeldasala er fyrir björgunarsveitir og ýmis félagasamtök sem mörg hver kaupa sína flugelda í heildsölu af SL. Auðvitað ættu björgunarsveitirnar að vera á fjárlögum en þær eru það ekki og svona fjármagna þær tilveru sína.
Að sjá t.d. hvernig einkaaðilar hafa komið sér fyrir með blikkljósum allt í kringum skátana á malarhöfðanum í rvk. er með ólíkindum óheppileg þróun. Ef menn telja að frjáls verlsun eigi að gilda á öllum sviðum samfélagsins vilja þeir þá ekki einkavæða heilbrigðisþjónustuna, lögregluna og slökkviliðið í leiðinni svo fátt eitt sé nefnt? Vill landinn hafa aðgang að 2000 manna sérþjálfuðu björgunarliði eða ekki?
Íslensku björgunarsveitirnar eru einstakt fyrirbæri á heimsvísu, erlendar sjálfboðaliðasveitir eru einungis í flugumynd miðað við það sem við þekkjum hérna heima. Við eigum að standa vörð um þær og sjá til þess að markaðurinn styðji þær en ekki öfugt. Björgunarsveitirnar og félagasamtök/líknarfélög eiga að njóta verndar á þessum markaði, þær eiga það inni hjá okkur og við njótum þess margfalt.
gleðilegt ár!
teiknarinn, 31.12.2007 kl. 18:56
Ég hef alltaf skilið það sem svo að Örn kallinn sé með annan varning, eins og réttilega er bent á hér á nokkrum stöðum ofar. Hinsvegar þá verð ég að segja alveg eins og er, það er skelfilegt að hugsa til þess að björgunarsveitir landsins séu að berjast í bökkunum ef svo má að orði komast, þeir sem koma og selja á móti þeim eru í raun að stela frá þjóðinni, fé sem betur hefði verið nýtt til björgunarstarfsins´. Gleðilegt ár og farið varlega með allt sem springur. Knús
Linda, 31.12.2007 kl. 19:52
Ég ætla bara að vona að björgunarsveitirnar séu ekki uppfullar af aðilum eins og þessum pistlahöfundi. Finnst þessi pistill fyrir neðan allar hellur og til skammar. Einkum og sér í lagi af því að þarna er verið að vega illilega að mannorði eins manns fyrir að reka sölu. Finnst þessi pistill, til minnkunar, því góða fólki sem er að leggja sig fram.
Óskar, 1.1.2008 kl. 23:12
Ég vil halda því til haga að enginn er að tala um að björgunarsveitir fái lögverndaða einokun á flugeldasölu. Ég er ekki hlynntur því, hér á að vera verslunarfrelsi.
Það er nokkuð til sem heitir óskráðar reglur og ég held það eigi við í þessu máli.
Svona gera menn ekki. Þetta sagði Bjarni Benediktsson á sínum tíma og Davíð Oddsson síðar, af minna tilefni en við erum að ræða hér.
Ég held að þau orð eigi ágætlega við þá sem eru að ræna björgunarsveitirnar fjáröflun sinni til að standa undir óeigingjörnu starfi.
Theódór Norðkvist, 2.1.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.