Það var þá - þegar menn voru menn, bílar voru bílar og konur voru þakklátar.

Þessi orð hrutu af vörum búðarkalls hér í bæ - sem ku kynþokkafullur í meira lagi og glæsimenni. Og áfram hélt hann líkt og klipptur út úr kennslubók fyrir verðandi húsmæður þar sem senan er "eiginmaður sitjandi í hægindastól að lesa blað, með pípu í munni og eiginkonan með svuntu að færa honum drykk á fati".

Og ég fór að velta fyrir mér hvort þetta ætti við rök að styðjast - hvort að þetta væri svona ennþá? Ég reyndar er engin karlremba og geri margt af sjálfsdáðum þegar konan biður mig um það.

Og áfram hugsaði ég. Það er líklegast fullt af körlum sem bíða eftir að maturinn komi fullbúinn á borðið - rjúkandi heitur og bragðgóður. Karlmenn sem henda sér í sófann þegar heim er komið - grípa í blöðin og hafa kveikt á sjónvarpinu til að missa nú ekki af neinu. Og sussa svo á börnin - sí masandi og truflandi - fyrir þreyttan húsbóndann. Já ég var í þungum þönkum. Sonurinn hafði skellt sér í sund og ég feginn - ómögulegt þegar börnin festast fyrir framan sjónvarpið - ómögulegt.

Það er um margt að hugsa þegar heim er komið. Amstur dagsins hefur bara þessi áhrif. Húsbóndinn þarf jú að bera megnið af áhyggjum heimilisins - það hvílir jú á herðum hans. Hann heldur þessu saman þó svo að ekki megi gera lítið úr hlutverki konunnar - nei ekki aldeilis. Já og talandi um hana - ég var ekki viss um hvort að hún var komin heim. Hafði amk ekki heyrt í henni.

...Ekki fyrr en hún kallaði...."drullastu nú uppúr sófanum - klukkan er að verða níu - slökktu á sjónvarpinu og reyndu að hundskast til að leggja á borð - eða varstu ekki búinn að elda? Guð minn góður - þú yrðir hungurmorða ef færi burtu í nokkra daga....."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.12.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert greinilega æðislegur eiginmaður, þú gerir margt af sjálfdáðum þegar konan þín biður þig um það Þú ert sem sagt húsbóndinn á þínu heimili.... þangað til konan þín kemur heim....

Jónína Dúadóttir, 7.12.2007 kl. 08:06

3 Smámynd: Ester Rut Unnsteinsdóttir

- sé fyrir mér fréttina:

Maður fannst hungurmorða í sófa á Ísafirði í gærkveldi - eiginkonan skrapp í helgarferð til Kaupmannahafnar og hafði láðst að leggja á borð fyrir hann áður en hún fór af landi brott

 

Ester Rut Unnsteinsdóttir, 7.12.2007 kl. 09:18

4 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

hahahahahha

Harpa Oddbjörnsdóttir, 7.12.2007 kl. 13:03

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2007 kl. 15:21

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Mér finnst yfirskrift þessa bloggs það besta sem ég hef heyrt!!!!

Hahahahahah!!!! Manni liði líklega betur, væri maður aðeins þakklátari!

Ylfa Mist Helgadóttir, 7.12.2007 kl. 18:06

7 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ég hef gaman af því að sjá kynjaskiptingu...kommenta

Þorleifur Ágústsson, 7.12.2007 kl. 18:36

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég skal bjarga þér með kynjahlutföllin. 

Ég átti í mörg ár í stökustu vandræðum með tengdamóður mína.  Hún kom nefnilega í mun ríkari mæli færandi hendi eða bauð mér og börnunum í mat, ef konan brá sér af bæ, eins og ég væri gjörsamlega ósjálfbjarga.  Ég var alveg svakalega vondur (hún sagði það aldrei) og tillitslaus, þegar ég afþakkaði og sagðist alveg ráða við þetta sjálfur.  (Þó ég hefði fitnað eitthvað eftir að ég kynntist konunni, þá var það ekki vegna þess að ég hafði borðað nóg áður.  Ég hafði verið grænmetisæta í nokkur ár á undan.)  Ég lagði líka ríka áherslu á að það ætti engu að breyta á heimilinu, þó mamma væri ekki heima.  Nú er þetta ekkert vandamál.

Marinó G. Njálsson, 7.12.2007 kl. 18:53

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta átti náttúrulega að vera "þá var það ekki vegna þess að ég hafði ekki borðað nóg áður."

Marinó G. Njálsson, 7.12.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband