Miðvikudagur, 5. desember 2007
Hættulegasti morðingi Finnlands að losna út - lífstíðarfangelsi þýðir ekki lífstíðarfangelsi.
Árið er 1988. Sunnudaginn 3 júlí eru Juha Valjakkala og kærastan Marita Routalammi á ránsferð um Svíþjóð. Þegar þau um tvöleitið um morguninn stela reiðhjóli í Åmsele í Vesturbotni sést til þeirra - sá er þeirra verður var hét Fredrick Nilsson og var 15 ára. Hann og faðir hans, Sten, keyrðu á eftir þeim á bíl fjölskyldunnar. Juha og Marita biðu þeirra í kirkjugarðinum í Åmsele.
Það sem gerist næst er með hrottalegustu morðum sem um getur. Þegar feðgarnir komu í kirkjugarðinn beið Juha með afsagaða haglabyssu og neyddi þá til að biðja um náð og miskunn. Svo skaut hann feðgana. Fyrst skaut hann föðurinn og þegar hann beindi byssunni að drengnum þá grátbændi hann Juha "ekki drepa mig, ég er bara 13 ára" en honum fannst sennilegra líklegra að morðinginn myndi gefa honum grið ef hann væri bara 13 ára. Juha skaut hann líka af stuttu færi. Tók feðgana af lífi.
Skömmu síðar kemur móðirin, Ewa Nilsson, á reiðhjólinu sínu í leit að manni og syni - hún hafði heyrt skothljóð. Þegar hún reyndi að afvopna Juha sem var í óða önn að hlaða haglabyssuna á ný - þá tókst henni næstum því ætlunarverk sitt - en Marita kom í veg fyrir það þegar hún trampaði á fingrum eiginkonunnar þar til þeir brotnuðu hver af öðrum. Þá reyndi Ewa að komast í burtu á hlaupum - en Juha náði henni og skar hana á háls.
Heima á sveitabænum var yngri sonurinn, Anders 11 ára, ásamt félaga sínum - en þeir höfðu tjaldað úti í garði og sváfu - líklega varð það þeim til lífs að þeir sváfu.
Nú er semsagt búið að náða þennan mann. Hæstiréttur í Finnlandi hefur náðað manninn og enginn fær að vita ástæður - en slíkar upplýsingar eru ekki opnar almenningi til skoðunar fyrr en eftir ákveðin tíma. Í tilfelli Juha eru það 60 ár!
Juha varð á svipstundu átrúnaðargoð fjölmargra unglinga í Finnlandi - varð"svört hetja" og stúlkurnar sendu honum bréf í þúsundavís.
Og nú spyr fólk sig - hví er verið að náða þennan mann - sem þó virðist ekki iðrast neins og talar um atburðinn án þess að sýna minnstu merki um slæma samvisku.
Já lífstíðar fangelsi þýðir bara "nokkur" ár í steininum" eða uþb. 6 ár fyrir hvert morðanna þriggja. Ódýrt er mannslífið.
I dag heitir hann Nikita Joakim Fouganthine og við skulum vona að honum verði ekki hleyp inn í landið - ef hann á annað borð óskar eftir því - eða er Ísland öllum opið dæmdum morðingjum og öðrum.....tja það mætti ætla eftir heimsók "líkmannsins" frá Litháen.
Athugasemdir
Óskiljanlegur viðbjóður.
Árni Gunnarsson, 5.12.2007 kl. 22:06
Jú rétt er það - á næsta ári. En til að gera þetta kaldhæðnislegt þá fer hann líklegast út í mars - þremur mánuðum "fyrir tímann" til reynslu!! Hreint með ólíkindum.
Þorleifur Ágústsson, 6.12.2007 kl. 00:45
Ógeðslegt !
Jónína Dúadóttir, 6.12.2007 kl. 08:04
Ógeðslegt. Skandall.
En er ekki allt brjálað í Finnlandi út af þessu?
Mummi Guð, 6.12.2007 kl. 08:49
Hugsa sér að það skuli vera til svona mikil grimmd og illmennska. Svona fólk á auðvitað að loka inni þar sem það getur ekki safnað sér húðflúrum, skeggi og eignast ný sólgleraugu. Og týna lyklinum.
Markús frá Djúpalæk, 6.12.2007 kl. 09:04
Juha var búinn að flyja amk. fjórum sinnum úr fangelsi en það virðist ekki hafa verið til refsihækkunar.
Ég bloggaði einmitt um kvensemi Juha fyrr á þessu ári, en hann er bæði kvæntur og skilinn bak við lás og slá og fær enn fjölda bréfa frá ástsjúkum konum.
http://1962.blog.is/blog/1962/entry/154910/
Víðir Ragnarsson, 6.12.2007 kl. 12:50
En hvað er það sem gerir svona vitleysinga svo eftirsóknarverða sem raun ber vitni í augum sumra kvenna?
Markús frá Djúpalæk, 6.12.2007 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.