Veist þú fyrir hvað nafnið IKEA sendur?

Mér finnst gaman að lesa viðtöl við menn sem, þrátt fyrir að vera heimsins ríkustu, eru ekkert öðruvísi en þeir voru áður - og gleyma ekki uppruna sínum.

Ingvar Kamprad er slíkur maður - en Svíar kalla hann gjarnan "heimsins ríkasta smálending" en það er hann svo sannarlega.

Og til að undirstrika það þá skírði hann fyrirtækið IKEA = Ingvar Kamprad -  Elmtaryd och Agunnaryd en Ingvar stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki og forvera IKEA í Elmtaryd í Agunnaryd sókn.

Já svo keyrir hann allsendis sjálfur í vinnuna og það á gömlum skóda....enginn bílstjóri...enginn BMW af dýrustu.....bara Ingvar sjálfur.

Hvernig væri nú að taka upp þennan sið á Íslandi??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Árnason

Minnir nú að bíllinn hans sé 1984 módelið af Volvo 740.

Jón Árnason, 4.12.2007 kl. 15:52

2 Smámynd: Signý

Er það ekki eins og að vera á gömlum skóda?

Signý, 4.12.2007 kl. 17:38

3 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Síðast þegar ég heirði í sænskum vinum þá var Ingvar farinn að nota bara strætó mest megnis. Ég sel það samt ekki dýrara en ég keypti.

Gunnar Pétur Garðarsson, 4.12.2007 kl. 21:00

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Góður. Ein af ástæðunum fyrir því að mér finnst alls ekket að því að versla í IKEA. Baðst hann ekki líka afsökunar á velgengni IKEA og eigin auðæfum fyrir ekki svo löngu síðan?

Villi Asgeirsson, 5.12.2007 kl. 10:48

5 Smámynd: Inga Rós Antoníusdóttir

Hvað væri að því að hann keyrði um á nýjum BMW með einkabílstjóra? Ekki þénar hann minna þó hann kjósi að verja fjármunum sínum í annað en nýja bíla?

Mikið finnst mér þetta skrýtið viðhorf  í kommentum eins og hjá Villa þar sem er gefið í skyn að það sé ekkert að því að versla í IKEA af því að eigandinn hafi beðist afsökunar á velgengni IKEA og eigin auðæfum. Beðist afsökunar á hverju? Það er lítið mál að halda fyrirtækinu í skefjum ef það er það sem hann vill, en svo virðist augljóslega ekki vera, sem mér finnst mjög eðlilegt.

Þvílík öfund segi ég nú bara!

Inga Rós Antoníusdóttir, 5.12.2007 kl. 11:28

6 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæl öll - ekki var nú ætlun mín að hefja hér umræður af þessu tagi - það sem ég vil þó segja er það sem ég held að Villi sé að reyna að koma til skila - og það er sú auðmýkt sem Ingvar Kamprad er þekktur fyrir -að hann hóf þessa starfsemi af hugmyndafræði og hefur lagt metnað sinn í að styðja við t.d. hönnuði og fleiri sem reyna að koma sínum verkum á framfæri. Ég bjó í ríflega 8 ár í Svíþjóð og get með sanni sagt að slíkri auðmýkt er ekki fyrir að fara hjá íslenskum auðmönnum. Eins er farið með stofnanda og eiganda Indiska verslananna. Þetta var nú allt of sumt. Svo má auðvitað benda fólki á að flest nöfnin á vörum seldum í IKEA eru í raun bæjar-og staðarnöfn í Smálöndum.

Þorleifur Ágústsson, 5.12.2007 kl. 12:18

7 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

svona svipað og ABBA

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 14:59

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er hræddur um að Inga Rós hafi eitthvað misskilið athugasemdina. Ég er ánægður fyrir hans hönd og finn fyrir afskaplega lítilli öfund í hans garð. Mér finnst þægilegt að versla í IKEA, þjónustan er góð (hér í Hollandi allavega) og gæðin betri en í sambærilegum verslunum á sama verði. Það skemmir svo ekki fyrir ef eigandinn er viðkunnanlegur.

Villi Asgeirsson, 5.12.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband