Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Helvítis englarnir.
Mér finnst hún um margt kómísk - umræðan um Hells Angels og heimsóknartilraunina til Íslands. Ekki það á hér sé ekki um alvarlegt mál að ræða - nei, bara það að þeir skuli vilja koma til Íslands.
Mér finnst það í raun álíka gáfulegt og að 4x4 jeppaklúbburinn stofnaði útibú í Vatíkaninu. Málið er einfalt - það frýs undan þeim þegar þeir þjóta um götur bæja og þorpa íklæddir leðurvestum og berhausaðir. Eða ég geri ráð fyrir að þeir séu mótorhjólagæjar.
En ef markmiðið er að stunda glæpi þá finnst mér það ennþá fáránlegra að koma til Íslands. Ekki ætla þeir að fara "huldu" höfði - merktir í bak og fyrir - með saumaða leppa á skinnvestum sem segja til um hvort þeir hafi drepið mann. Líklegast segja þessir leppar líka til um hvort þeir séu hættir með bleyju - í það minnsta er nóg af miðum á vestunum.
Nú, svo er auðvitað illfært víðast hvar um landið - í það minnsta fyrir Harley Davidsson. Ekki ætla þeir að setjast á Yamaha YZ eða Enduro torfæruhjól til að ræna sjoppuna á Flateyri.....En ef svo væri þá verða þeir auðvitað að velja réttan árstíma til að sitja ekki fastir á Hrafnsfjarðarheiðinni....
Já flott verður líklega íslandsdeildin - í Millet úlpum skreyttir með hrafnsfjöðrum pikkfastir á þorskafjarðarheiðinni.
Athugasemdir
Góður
Jónína Dúadóttir, 7.11.2007 kl. 12:46
Þú ert frábær :)
Hanna, 7.11.2007 kl. 17:26
Efni í bíómynd, svei mér þá...
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2007 kl. 11:23
Þeir yrðu öruggleg pikkfastir á Hrafnsfjarðarheiðinni Tolli enda er hún ekki til, amk ekki hér fyrir vestan. Hins vegar er til fjörður í Jökulfjörðunum sem heitir Hrafnsfjörður en þar er enginn Hrafnsjarðarheiði. Þú ert væntanlega að meina Hrafnseyrarheiðina á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.
Hamar, 10.11.2007 kl. 10:47
Ekki er "hamar" sáttur við að Vítisenglarnir sitji fastir á heiði sem ekki er til - en kunnugur er hann á Vestfjörðum (eða hún). Auðvitað átti ég við Hrafnseyrarheiði - þó ég hafi skrifað annað - og í sjálfusér skiptir það engu máli - því flestar heiðar eru hér ófærar um vetur. En "hamar" minn eða mín - göfugra er að skrifa undir nafni en gutla við þetta fitl undir nafnleysi......því einhver er útrásin sem þú upplifir við skrifin....
Þorleifur Ágústsson, 10.11.2007 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.