Á skútu með mastrið reist á Roger 300 hundruð kærustur.

Ég hef áhyggjur af ýmsu. Sumt er þess virði að hafa áhyggjur af en á stundum hef ég áhyggjur af því að hafa bara alls ekki áhyggjur. Sum er þess nefnilega bara alls ekki vert að maður sé með áhyggjur af því.

Roger Nilson er kalli í Svíþjóð. Hann er kall í krapinu. Er auðvitað skipstjóri á seglskútum og keppir í svaka keppnum þar sem menn sigla meira að segja hringinn í kringum hnöttinn. Og Roger á auðvitað kærustu í hverri höfn - og elskar þær allar. Hann er nefnilega aðal með aðdráttarafl á við meðalstóra plánetu - dömurnar sogast að kallinum líkt og ló uppí Hoover ryksugu. Ekkert fær stoppað Roger í ástarmálunum. Allir hinir karlarnir náttúrlega að drepast úr öfund yfir kvenhyllinni og Roger brosir út í annað.

En undir niðri líður Roger illa. Hann er nefnilega Svíi og Svíar eru svo meðvitaðir - um sjálfið og siðferðið - svona skandínavísk tilfinning um að vera nú ekki að ota sínum tota út í loftið.

Roger er semsagt sjúkur maður. Hann er haldinn kynlífsfíkn og ástarsýki. Ekki bara það að hann "sigli sinni skútu í allar hafnir með mastrið reist..."  - nei - hann verður yfir sig ástfanginn í leiðinni og nú er staðan orðin svo slæm að hann á 300 kærustur og bara getur ekki meira.

Já ég vorkenni mér fyrir að vorkenna Roger fyrir að vorkenna sjálfum sér. En lífið spyr ekki um hvað sé rétt eða rangt - það bara er.

Og Roger er kominn í meðferð. Búið að kyrrsetja "skútuna og  leggja niður mastrið".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband