Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Eru tryggingafélögin ríki í ríkinu?
Ég bloggaði fyrir margt löngu fyrst um ljótan árekstur sem ökumaður vöruflutningabíls frá Hólmavík olli með glæfralegum akstri.
Og svo leið og beið. Löggan í Borgarnesi gerði að lokum skýrslu - þó ekki fyrr en hátt í þremur vikum eftir að atburðurinn átti sér stað ef marka má dagsetningar á lögregluskýrslum (árekstur verður 29.06 og skýrsla gerð 17.07). Rætt var við foreldra mína og stúlkuna sem lentu í árekstrinum ásamt vitnum.
Niðurstaða þeirra skýrsla er sem hér segir: "Vitnum og ökumanni A-1316 bera saman um að ökumaður á vörubifreiðinni SA-170 hafi verið valdur af árekstrinum þó svo að hann hafi ekki lent í honum" (Lögregluskýrsla 013-2007-03362).
Og hvað svo. Jú málið dregst á langinn og kemst að lokum í hendur tryggingafélagi foreldra minna sem er Vörður. En þá auðvitað upphefst þóf - enginn vill borga. Á endanum er málið sent til tjónanefndar - sem að virðist vera félagskapur á vegum tryggingafélaganna. Þar hittast menn til skrafs og ráðagerða - og maður hlýtur að spyrja sig: hver er tilgangurinn?
En hvað um það niðurstaðan kom þaðan um hæl - og var þessi: Mál nr. 583/07 VÖRÐUR v/ DE 986 og UI 478, SJÓVÁ v/ SA 170 og TR 216. Tjónsdagur: 29.06.2007
Niðurstaða: Samkvæmt gögnum málsins þykir ósannað að ökumaður SA 170 eigi sök á árekstri TR 216 og DE 986. Verður ökumaður DE 986 því að bera alla sök á árekstrinum.
Já semsagt þeir geta ekki lesið úr niðurstöðu rannsóknarinnar að vörubifreiðastjórinn Kristján Guðmundsson frá Hólmavík hafi á nokkurn hátt valdið þessum árekstri. Maður sem í lögregluskýrslu segist "ekki hafa orðið var við óhappið".... þar sem bíllinn sem hann var að mæta lendir á fellihýsi sem lenti þversum á götunni þar sem hann þvingaði ökumanninn út af veginum - og fellihýsið og bíllinn fóru í tætlur...nei hann varð ekki var við það......Kristján Guðmundsson þú ert aumkunarverður einstaklingur sem ekki átt að vera á vegum landsins. Það eru mín skilaboð.En tjónanefndin.....Já maður spyr sig aftur: hvað fer fram á þessum fundum? Situr þetta fólk og prjónar - fór skýrslan í "prjónanefndina" í stað tjónanefndina? Eða - er staðan sú að tryggingafélögin semji sín á milli um hver ber skaðann hverju sinni? Eru tryggingafélögin yfir almenn lög og reglur hafin? Það er nefnilega svo einkennilegt að í þjóðfélagi þar sem lögboðin skylda er að tryggja ökutæki skuli það vera tryggingafélögin sjálf sem meta hvort og hvernig beri að bæta skaða.Já dæmi nú hver fyrir sig.
Athugasemdir
Ég hvet þetta fólk til að gefast ekki upp. Ég veit um mann sem fékk svona niðurstöðu frá tryggingafélagi. Þar var það vöruflutningabíll sem olli árekstri tveggja annarra bíla með þokuljósum. Maðurinn gafst ekki upp og las sér til í lögunum, sendi bréf eftir bréf og vísaði í greinar hér og greinar þar og hann hafði sigur á endanum.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 00:15
Já Þorleifur, þau eru ríki í ríkinu og þessi úrskurðarnefnd (prjónanefnd - tjónanefnd) er eitt af þeim skýru dæmum (nátttröllum) sem eru leifar af gamla hafta- sérhagsmuna- og miðstýringarkerfi frá miðri síðustu öld.
Það er ótrúlegt að á árinu 2007 sé eitthvað fyrirbæri til að úrskurða í eigin málum. Þetta dæmi eins og ótal önnur kalla á stofnun einfalds, hraðvirks umferðardómstóls. Eina leiðin hjá foreldrum þínum er dómstólaleiðin. Seinleg, fokdýr en kemst þótt hægt fari. Þekki það á eigin skinni.
Sveinn Ingi Lýðsson, 29.8.2007 kl. 08:52
Takk fyrir góð komment. Ég talaði við lögregluna í Borgarnesi og hún benti mér á úrskurðarnefndina og einnig það að venjan er sú að tryggingafélag tjónþola (í þessu tilviki Vörður) eigi að sinna því að biðja um frekari gögn og senda áfram. Ég óskaði eftir því við Vörð en hef ekki fengið svör - getur verið að áhugaleysi Varðar bendi til samráðs....? tja....maður spyr sig - þeir eru jú að borga tjón sem skv. lögregluskýrslum ætti ekki að vera.
Þorleifur Ágústsson, 29.8.2007 kl. 08:59
Fyrsta regla hjá tryggingafélögunum er að borga ekki og ef það þarf að þæfa málið til að komast undan greiðsluskyldunni þá bara gera það.
Önnur regla er að standa saman "öskjuhlíðarsyndrum" um það sem heitir, en bara stundum, samráð.
Við Íslenskir neytendur látum valta yfir okkur af tryggingafélögum, olíufélögum, lífeyrissjóðum, bönkum og svo mætti lengi áfram telja.
Það er svakalegt að þurfa að blanda geranda eins og SA 170 í þessu tilfelli í áreksturinn með öllum tiltækum ráðum í stað þess að gera hvað hægt er að gera til að forða frekara slysi bara til að tjón sem er sjáanlegt að verði verði greitt.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.9.2007 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.