Laugardagur, 4. ágúst 2007
Að vera á bakvakt getur borgað sig - fyrir Vestan.
Nú liggur það ljóst fyrir - Geiri má ekki fara um "frjáls" ferða sinna. Neibb - hann verður að hysja upp um sig og sínar - og þar að auki eru "bakvaktir" stranglega bannaðar. Þetta er auðvitað hið versta mál - stór hluti íslenskra karlmanna hefur heimsótt Geira og notið þar alþjóðlegrar "fræðslu". Meira að segja bæjastjóri í stóru bæjarfélagi fyrir sunnan skrapp á "skyndinámskeið".
Alveg er þetta magnað hvernig gert er upp á milli bæjarfélaga. Alþjóðlegur listaskóli Geira gullputta er stoppaður af á meðan undirbúinn er alþjóðlegur skóli á keflavíkurflugvelli! - hvar er réttlætið.
Og nú þegar framtölin og skattarnir og allt liggur uppi á borðinu fyrir forvitna að skoða kemur í ljós að hæst launuðustu læknar landsins eru auðvitað fyrir Vestan. Nú af því að það hlýtur að vera svo erfitt að lækna þessa Vestfirðinga - þeim er auðvitað ekki við bjargandi. Eða það hefði mátt halda - svona í fyrstu. En auðvitað kemur í ljós að þeir fá svona fín laun af því að þeir eru alltaf á bakvakt. Eru semsagt á vel launaðri bakvakt á meðan stúlkurnar hans Geira var bannað að sýna list sína - já og máttu bara alls ekkert vera á "bakvakt" - og sumar þeirra eru læknar.....reyndar bara ekki íslenskir læknar.
Hlutskipti mannanna er misjafnt - það er mér ljóst af þessari umræðu allri.
Ég segi bara - Geiri skelltu þér í G-strenginn og komdu Vestur - hér er fullkomlega löglegt að vera á bakvakt og hún er í þokkabót vel launuð!
Athugasemdir
Þorleifur minn, við þennan pistil þinn hefur orðið BAKVAKT fengið alveg nýja merkingu í mínum huga svei mér þá
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2007 kl. 02:18
Í kaupstað nokkrum úti á landi bjuggu hjón og ekki er það í frásögur færandi. Nema það að fyrir örfáum árum skildu þau og kenndum margir vergirni konunnar um. Konan fluttist úr plássinu og réði sig til vinnu við Kárahnjúka. Forvitinn spurði fyrrum tengdaföður um hvaða vinnu hefði þarna verið að ræða?
"Veit það nú ekki svo gjörla, en gæti best trúað að hún ynni mest á bakvöktum," svaraði sá aldraði og glotti.
Árni Gunnarsson, 4.8.2007 kl. 12:16
Þetta er æðislegasta orð sem fundið hefur verið upp fyrir ákveðna starfssemi.
kv. Halli
Hallgrímur Guðmundsson, 4.8.2007 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.