Föstudagur, 27. júlí 2007
Lopinn teigður af VERÐI og SJÓVÁ og textinn "ekki benda á mig" raulaður.
Já þann leik eru tryggingafélögin Vörður á Akureyri og Sjóvá að leika þessa dagana - en ég hef verið að rekja raunasögu foreldra minna í fyrri bloggum sem virðast hafa brotið það af sér að aka með sitt fellihýsi á löglegum hraða í Borgarfirðinum á leið heim af Þingvöllum þegar bjálfi úr Hólmavík reyndi með glæfralegum akstri að drepa þau - já og að tryggja bæði bílinn og fellihýsi hjá íslensku tryggingafélagi - kakótryggja....nú til að vera viss um að vera "vel tryggð" - sem auðvitað virðist ekki vera bleksins á tryggingasmaningnum virði.
Er ekki kominn tími til að gerð sé rannsókn á vinnubrögðum tryggingafélaga í landinu - að skoðað verði í kjölinn hvernig bótagreiðslum er háttað og hvernig stendur á því að tryggingafélög virðast á stundum geta sett sig í dómarasæti - og allt auðvitað á kostnað tjónþola - gefið að virðist vera lítið sem ekkert fyrir lögregluskýrslur og sett af stað ferli sem tekur langan tíma og óljósar niðurstöður - svona "ekki benda á mig..." leik. Allt til þess gert að þurfa nú ekki að standa við gerða samninga við tryggingataka.
Og ekki vantar loforðin og loforðin og gullið og grænuskógana og bla..bla..bla.... Já það er því miður svo. Og auðvitað eru þau öll miklu betri en "hin" tryggingafélögin....eins og konan sem hringdi í mig frá Sjóvá þegar hún las bloggið mitt - nú til þess að segja mér hvað þeir hjá Sjóvá væri miklu betri en liðið hjá Verði.....hræðilega hneiksluð á þjónustinn hjá keppinautunum.....og hvar stendur hnífurinn núna??Nú í Sjóvárbeljunni - á kafi í bullinu.
Þetta er í einu orði sagt ÖMURLEGT.
Það er mín skoðun.
Athugasemdir
Sæll og takk fyrir þetta. Bíllinn þeirra skemmdist ekkert en fellihýsið þegar bíll sem koma á móti þeim lenti á því - sem varð þeim ökumanni til lífs - enda hefðum við ekki þurft að spyrja að leikslokum ef fluttningabíllinn hefði ekki tekið þá ákvörðun að sveigja í veg fyrir foreldra mína. Vörður hefur sagt í um mánaðartíma að skýrslan sé á leiðinni - og vísa nú á Sjóvá þar sem væntanlega lögregluskýrslan gefur til kynna að bílstjóri fluttningabílsins hafi valdið tjóninu - líkt og öll vitni hafa tjáð lögreglu. En auðvitað er SJÓVÁ yfir lög og reglur hafið og dæmir sjálft. Já þetta er hundleiðinlegt fyrir foreldra mína - ellilífeyrisþega sem ætluðu að njóta sumarsins.
Þorleifur Ágústsson, 27.7.2007 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.