Af yndislegum nágrönnum. Styðjum Isabel, Pablo og Alejandra í baráttunni fyrir áhyggjulausu lífi.

Ég sat með tár í augum og horfði á Kastljós. Ég skammaðist mín fyrir að Íslensk stjórnvöld skuli ekki vera búin að koma því svo fyrir að nágrannar mínir fyrrverandi hér á Ísafirði, Pablo og Isabel skuli ekki fá að ættleiða barnabarn sitt hana Alejandra - og þar með veit henni og þeim það öryggi sem krefst til að lifa frjálsu lífi í frjálsu landi. 

Þegar við fjölskyldan fluttum hingað til Ísafjarðar fyrir réttum 3 árum þá tók þessi fjölskylda á móti okkur opnum örmum - með bros á vör hafa þau boðið góðan dag þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum meiri hörmungar en við eigum að venjast í Íslensku þjóðfélagi. Um hver jól hefur Alejandra litla birst í dyragættinni færandi gjöf frá fjölskyldunni - ekki  af því að þau hafa einhverjum skyldum að gegna - nei einfaldlega vegna þess að það þykir sjálfsögð kurteisi á þeirra bæ. Slíkt er nýtt fyrir okkur og því hefur gjörningurinn glatt okkur mjög.

Fyrir fáum dögum fluttu þau í nýtt húsnæði og ekki var að spyrja að því - fallegt bréf og lítil gjöf beið okkar þegar við komum heim úr fríi - með þökk fyrir kynnin og að dyr að heimili þeirra muni standa okkur opin þrátt fyrir að þau flytji í annað hverfi.

Ég skora á Íslensk stjórnvöld að taka á þessu máli og styðja þessa yndislegu fjölskyldu - hjálpar er þörf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa færslu Þorleifur. Þau hafa gengið í gegnum miklar þrengingar að þurfa að flýja heimili sitt og atvinnu.  Fara langt í burtu frá ástvinum og því sem þau þekkja.  Aldrei hefur komið styggðaryrði eða kvörtun frá þeim.  Þau eru glaðlynd og yndisleg.  Þau hafa komið á fót litlu bænasamfélagi, og þau biðja fyrir þeim sem eiga bágt eða eru veikir. 

Ég gæti margt sagt um litlu fjölskylduna mína.  En þau tala fyrir sig sjálf. 

Guð gefi að þau fái að lifa við öryggi og hamingju þau eiga það skilið.  Þau hafa þjáðst nóg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: halkatla

ég gleðst líka yfir þessum pistli, þekki þau ekki neitt en þau virkuðu yndisleg, sérstaklega litla stelpan ég er bjartsýn fyrir þeirra hönd

halkatla, 16.7.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: Albertína Friðbjörg

Heyr, heyr!! 

Albertína Friðbjörg, 16.7.2007 kl. 22:45

4 Smámynd: Halla Rut

Sá þetta ekki, hvað er málið. Hefði nú átt að fylgja blogginu. Af hverju mega þau ekki ættleiða barnið?

Halla Rut , 17.7.2007 kl. 00:51

5 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæl, einfaldast er að kíkja á kastljósið á ruv.is - http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301858/0

þetta er löng raunarsaga sem ætti að enda vel - en því miður virðist kerfið gagnast sumum betur en öðrum. En þetta hlýtur að bjargast allt saman - í það minnsta hef ég ekki áður kynnst eins glaðlyndu fólki eins og þeim - þó okkar samskipti hafi verið mest í með túlkun Alejandra (Alejöndru uppá íslensku). Nú vona ég að einhver ráðamaður með bein í nefinu lesi þetta og taki til sinna ráða!

Þorleifur Ágústsson, 17.7.2007 kl. 01:01

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég thakka fyrir thennann pistill,thetta hlýtur ad vera mjoeg erfitt fyrir thau.Ég vil senda theim nokkur ord í gegnum thig.

Querida familia,lo siento mucho lo que os esta pasando,pero no pierda la esperanza,a final van a conseguir la adoptacion,va a tardar algun timpo y mucho papeleo,pero a final van a poder adoptar su guapa nieta.Disfruten de Islandía.

Fuerte abrazos

María Anna

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.7.2007 kl. 10:19

7 Smámynd: Viðar Eggertsson

Þarf barnið að vera verðandi tengdadóttir ráðherra til að fá ríkisborgarrétt? Hvar er nú velviljaða kerfið, þegar raunverulega þarf að grýpa inní á manneskjulegum nótum?

Kveðja til fjölskyldunnar, með ósk um að allt fari vel sem fyrst.

Viðar Eggertsson, 17.7.2007 kl. 16:46

8 Smámynd: Iceguy

Já það er ekki sama Jón og séra Jón ! Þetta kerfi okkar er arfavitlaust og vinnubrögð útlendingastofnunar engum til sóma,

Iceguy, 17.7.2007 kl. 19:11

9 Smámynd: Viðar Eggertsson

hmmm... það heitir núna: "Það er ekki sama Jón og Jónína", svona bara að vekja athygli á þróunina í íslensku máli og feminisma

Viðar Eggertsson, 18.7.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband