Mánudagur, 9. júlí 2007
Getuleysi Byggðastofnunar - orsökin: Fjárhagsleg gelding.
"Hlutverk
Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Stofnunin undirbýr, skipuleggur og fjármagnar verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Byggðastofnun fylgist einnig með þróun byggðar í landinu.Byggðastofnun vinnur að stefnumótandi byggðaáætlun fyrir allt landið í samráði við iðnaðarráðherra. Í áætluninni skal gerð grein fyrir ástandi og horfum í þróun byggðar í landinu og lýsa markmiðum og stefnu ríkisstjórnarinnar í byggðamálum. Í samræmi við hlutverk stofnunarinnar veitir hún lán eða annan fjárhagslegan stuðning í því skyni meðal annars að bæta aðstöðu til búsetu í einstökum byggðarlögum og koma í veg fyrir að óæskileg byggðaröskun eigi sér stað eða að lífvænlegar byggðir fari í eyði.Byggðastofnun heyrir undir iðnaðarráðherra sem skipar sjö menn í stjórn stofnunarinnar til eins árs í senn"
Undirstrikanir eru mínar. En hvað segir svo þegar heimasíðan er skoðuð? jú (http://www.byggdastofnun.is/default/page/fjarmognun_verkefna):
Fjármögnun verkefna Fjármögnun verkefna er þríþætt; lán, styrkir og hlutafé. Hvorki eru veittir styrkir né hlutafé á árinu 2007.
Já svei mér þá - mikið er nú gott að vita af þessari ágætu stofnun. Er ekki kominn tími til að ríkið taki sig saman í andlitinu og veiti þessari stofnun það fjárhagsumhverfi sem þarf til að það geti sinnt sínu hlutverki.
það er mín skoðun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki hægt að benda á stofnunina sem slíka heldur miklu frekar stjórnvöld og þá sérstaklega ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem ráðið hefur ferðinni í undirstöðuatvinnugreinum landsbyggðirnar um áratuga skeið.
Sigurjón Þórðarson, 10.7.2007 kl. 00:27
Rétt er það Sigurjón - enda geri ég það ekki - henni er bara gert ómögulegt að starfa skv. lögum. Fjárgelding.
Þorleifur Ágústsson, 10.7.2007 kl. 17:23
Varla við öðru að búast en að pólitískur geldfénaður ráði yfir geldum stofnunum.
Árni Gunnarsson, 12.7.2007 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.