Föstudagur, 29. júní 2007
Glæfralegur akstur bíls frá STRANDAFRAKT í Hólmavík veldur stórtjóni og setur fólk í lífshættu. Gefum svona kónum "time out".
Í gær las ég það í fréttum að Sniglarnir hafi rekið einn af sínum félögum fyrir glæfraakstur. Það er vel. Nú gerist það í dag að eigandi og bílstjóri Strandafraktar í Hólmavík ekur flutningabíl sínum með þeim hætti að hann setur bílstjóra í tveim bílum í bráða lífshættu og veldur milljóna tjóni á bifreiðum. Já og til að bæta gráu ofan á svart þá stakk hann af - líkt og ótýndur glæpamaður sem flýr af vettvangi.
Já þetta var ömurlegur endir á stuttu ferðalagi foreldra minna - fólks sem komið er á eftirlaun og hafði notið veðurblíðunnar á suðurlandi í fellihýsinu sínu - sem þau hafa yndi af að draga landshorna á milli.
Á norðurleiðinni óku þau sem leið lá Borgarfjörðinn - þó nokkur umferð var enda föstudagur. Skyndilega taka þau eftir því að upp að hlið þeirra mjakast flutningabíll með tengivagn sem þrátt fyrir að foreldrar mínir væru á um 80 km hraða taldi sig þurfa að komast fram úr - algjört dómgreindarleysi og hálfvitaskapur - það er ljóst. Auðvitað mátti búast við bifreið á móti - sem og gerðist því skyndilega sveigir flutningabíllinn fyrir foreldra mína og þvingar þau út í vegkantinn. Með snarræði nær móðir mín að koma bílnum upp á veg aftur en með þeim afleiðingum að fellihýsið snýst á veginum og bifreið úr gagnstæðri átt lendir auðvitað á fellihýsinu. Mikil mildi varð að ekki varð slys á fólki en bíll og fellihýsi gjöreyðilögðust.
En bílstjóri flutningabílsins lét sig hverfa.
Af þessum ósköpum voru vitni sem gefið hafa skýrslu til lögreglu. En bifreiðastjórinn hafði leikið þann leik skömmu áður að fara glæfralega fram úr fólksbifreiðum á leið sinni til Hólmavíkur - væntanlega.
ER EKKI NÓG KOMIÐ AF SLÍKUM LÚÐUM Á VEGUM LANDSINS - ER EKKI KOMINN TÍMI Á AÐ FETA Í FÓTSPOR SNIGLANNA OG REKA ÞESSA MENN ÚR FÉLAGSSKAPNUM. SNIÐGÖNGUM FYRIRTÆKI AF ÞESSARI TEGUND SEM ERU LÍFSHÆTTULEGIR Í UMFERÐINNI.
ÞAÐ MUN ÉG GERA - OG SEM MEIRA ER ÉG MUN AÐ SJÁLFSÖGÐU FYLGJAST MEÐ NIÐURSTÖÐU ÞESSA MÁLS OG GERA MITT TIL AÐ ÖKUMAÐURINN FÁ "TIME OUT".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að hvetja fólk til að draga úr hraðanum - var sjálf að leggja orð í belg um þetta í gær...
Guðrún Helgadóttir, 29.6.2007 kl. 16:29
þvílíkur LÚÐI! og að stinga af er bara .....
halkatla, 29.6.2007 kl. 16:46
Þú átt væntanlega við þetta:
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1277550
Hlynur Þór Magnússon, 29.6.2007 kl. 17:20
Aðeins smá athugasemd, ég veit ekki hvernig manninum datt í hug að "stinga af" en af því að maðurinn ætti að vera fullorðinn skulum við láta okkur detta í hug að speglunum hafi báðum verið stolið þar sem hann stoppaði síðast, en 80 er of hægt á þessum stað það er bara þannig og þarna áttu báðir aðilar hlut að máli, gömmlu hjónin ætluðu greinilega bara ekkert hraðar (mega það náttúrulega ekki með vagninn) og áttu því að vera búin að hleypa bílnum fyrir aftan sig framúr sér þar sem best var að gera slíkt, það hefur verið orðið nokkuð ljóst einhverju áður að hann var að flýta sér meira en þau (þó svo að hann hafi heldur ekki mátt fara hraðar) og ekki þeirra að passa að hann færi ekki hraðar en hann mátti og samkvæmt lýsingunni hjá þér Þorleifur þá skyndilega sáu þau stóra bílinn, var speglunum þeirra líka stolið eða gleymdist, í fríiunu, að fylgjst með umferðinni fyrir aftan sig? Ég ætla ekki að dæma neinn en held nú samt að ég sjái svona nokkurn vegin hvað hefur verið í gangi þarna og þó svo að ökumaður flutningabílsins hafi verið orðinn eitthvað pirraður fyrir aftan þau "gömmlu" þá leyfist honum ekki svona framkoma, hvorki við framúraksturinn sjálfann né eftir hann. Ég vona bara að allir sem lentu í þessu jafni sig sem fyrst, þykist vita að þetta hefur verið vont.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.6.2007 kl. 21:06
Árni, hafi þau verið á 80 þarna þá segir það sig sjálft að fulllestaður flutningabíll er ekki allt í einu fyrir aftan þau, þá hefði hann þurft að vera búinn að vera á um og yfir 110, nú eða þau á um 65 km/klst. það er bara þannig. Ég veit alveg hvað stóri bíllinn má fara hratt enda kom ég inn á það áðan, það er 80 km/klst þyrfti að vera hærri fyrir báða þessa bíla það er bara svoleiðis. Ég er alls ekki að réttlæta neitt sem flutningabílstjórinn gerði þarna, en af talsvert langri reynslu tel ég að einmitt svona óhöpp eigi ekki að þurfa að gerast og ætla hvorugann að saka eða sýkna og hvorki ætla ég að kenna veginum um eða sleppa honum alveg því að hann er allt allt of mjór og þarna getur hann verið mikklu beinni.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.6.2007 kl. 22:26
Hrafnkell, ég veit alveg hvað stóri bíllinn má fara hratt ég sagði það áðan (ég taldi að stóri bíllinn hafi verið að flýta sér meira en þau þó og ég veit líka að bíll með kerru má ekki fara yfir sama hraða og ég veit líka að að öllu jöfnu eru stóru bílarnir ekki insiglaðir fyrr en í seinni tíð, nú man ég ekki hvort það var eftir 2002 eða 2004 svo þeir eru nú aldeilis ekki allir insiglaðir. Það breytir ekki því að ef að við munum eftir því, bæði við sem erum á stóru bílunum og við sem erum á litlu bílunum að við erum mörg samferða og það á misjöfnum forsendum og af mismikilli getu og ekki síður að vegirnir eru eins og þeir eru þó svo að við viljum annað, þá er þetta nú ekki svo mikið mál. Árni það er mjög svo einfallt að hleypa framúr sér fyrir neðan Svignaskarð og breytir þar engu um hvað mér eða öðrum finnst. Ég tek aftur fram að hvorugann er ég að dæma sekann eða síður að ég sýkni annan og enn og aftur alls ekki ætla ég að réttlæta framkomu flutningabílstjórans.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.6.2007 kl. 22:37
Árni, ég veit vel að fleiri en ég hafa reynslu af umferðinni, þú spurðir hvernig ég vissi að flutningabíllinn hafi ekki verið nýkominn í skottið á þeim og ég útskýrði það hvernig ég álykta að svo hafi ekki verið, við erum að tala um ákveðinn stað og ákveðið tilfelli og ég tel að sjaldan sé alveg öðrum um að kenna þegar svona gerist eins og sjá má af mörgum dómum um árekstra þá er æði oft sem að sá sem "var í rétti" er dæmdur allt uppí 50% órétt. Nei það sem ég er að velta upp er hvort þetta hafi endilega verið eitthvað einfallt dæmi ég veit það ekki og ég er alls ekki að verja neitt bara að velta þesum möguleika upp. Ég ætla aðeins að minna á hér hvað við getum verið fljót að dæma, eins og þú veist varð mjög leiðinlegt atvik á Akureyri nýverið þar sem hundur var myrtur að því er virðist en það eru ansi margir búnir að dæma ungann mann til dauða áður en nokkuð er búið að taka skýrslur eða rétta í málinu í dómskerfinu. S.s. við missum okkur stundum í fljótfærni eða sárindum til að dæma og hafandi engar upplýsingar nema þá frásagnir og stundum frá jafnvel 3. eða 4. aðila. Svo er líka að mér er mjög hugleikið að við öll förum að rteyna að keyra eins og við séum samferða í umferðinni en ekki í stíði, Árni ekki taka þetta síðasta eins og ég sé að meina ég telji að nákvæmlega þarna hafi verið einhverskonar stríð í gangi.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.6.2007 kl. 23:00
Sæl öll og takk fyrir ágætt inlegg. Þetta er að sjálfsögðu ávalt erfitt og ekki auðvelt að meta. En skv. þeim er gáfu vitni og skv. því sem fjallað var um á mbl.is í dag þá var um mjög ógætilega akstur að ræða - svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Það er ljóst að íslenskir vegir eru ekki auðveldir - og það er líka ljóst að fellihýsi eru breið. En hér snýst málið einfaldlega um það að aka eftir aðstæðum - ekki að taka sénsa líkt og átti sér stað í dag. Auðvelt er að bæta tjón á hlutum en mannslíf eru verðmæt. Unga stúlkan sem kom akandi í suðurátt og lenti á fellihýsinu má þakka fyrir það - hún væri líklegast ekki til frásagnar ef flutningabíllinn hefði ekki kosið að sveigja í veg fyrir foreldra mína. Í þetta skiptið slasaðist enginn - en hvað verður næst? Vegirnir eru einfaldlega ofhlaðnir fluttningabílum - og því miður valda ekki allir þeirri ábyrgð að aka slíkum tækjum.
Þorleifur Ágústsson, 29.6.2007 kl. 23:04
Ég tek alveg heils hugar undir það sem þú ert að segja Þorleifur og eins og ég áður sagði vona ég allir jafni sig alveg, en það er ekkert gefið eftir svona lífsreynslu og það er alveg rétt að það valda ekki allir þessari ábyrgð hvorki á stóru bílunum né á minni bílunum svoleiðis er þetta og úr því að maðurinn gat ekki farið framúr neðar í Borgafirðinum átti hann alls ekki að láta einhvern pirring valda því að sýna þetta mikkla dómgreindarleysi að reyna framúraksturinn þarna því að ekkert löngu norðar hefði mátt reyna það. Við skulum líka þakka fyrir að ekki urðu slys því að þarna hefði getað orðið mjög alvarlegt slys og sýnist mér að allir nema flutningabílstjórinn hafi gert þetta rétt hvernig sem þau fóru að því því að þetta gerist hratt, en það er sjálfsagt að taka smá umræðu þegar svona gerist í von um að eitthvað sé hægt að læra, ekki til að rægja einn eða neinn, ég efast ekkert um það að þessi ökumaður fær "orð í eyra" þú leyfir okkur kanski að fylgjast með því.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.6.2007 kl. 23:19
Ég þakka ykkur Árni og Hrafkell fyrir góðar umræður um þetta mál þetta stækkar í það minnsta mynn sjóndeildarhring að fá athugasemdir við mínar hugmyndir, en ég hef mikinn áhuga fyrir bættri umferðarmennigu hjá okkur og auknu umburðarlyndi til hvers annars.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.6.2007 kl. 23:36
Fyrirgrfðu Hrafnkell auðvitað átti þetta að vera Hrafnkell en ekki Hrafkell.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.6.2007 kl. 23:51
Segðu mér Þorleifur, þýðir kúlaður Steinbítur eitthvað og ertu eitthvað við Þorskeldi?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.6.2007 kl. 23:56
Varðandi spurningu Högna: Þorleifur er allur í fiskinum eins og Vestfirðingi sæmir, t.d. kemur fram að hann er á móti lúðum á vegum landsins ...
Hlynur Þór Magnússon, 30.6.2007 kl. 00:12
kúlaður Steinbítur er líklegast bara heitið á verkunaraðferð á Steinbít. Ljósmyndin sýnir slíkt fyrirbæri í hjalli á Ísafirði. Ég stunda rannsóknir í þorskeldi og starfa hjá Matís ohf. Er reyndar ekki Vestfirðingur og erum við fjölskyldan tiltölulega nýflutt hingað. Er þó alinn upp við sjóinn - en eitt sinn var Akureyri ekki ósvipaður bær og Ísafjörður.
Þorleifur Ágústsson, 30.6.2007 kl. 00:35
Veistu þá hvernig mönnum gengur að framleiða seiði, eru menn farnir að kreysta þorskinn og er orðinn mælanlegur árangur af þeirri aðferð, eru menn td. búnir að læra rétta tímastningu á kreystingu og gengur start þorskseiða vel þe. eru afföll í klaki og starti ásættanleg?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.6.2007 kl. 00:43
Ég hafði bæði gott og gaman af þesum samræðum okkar, ég vissi ekki að það væri búið að innsigla gömmlu bílana enda nokkuð liðið síðan ég hætti að keyra, þetta með að hringja á lögguna er það sem að við eigum að gera, ég held reyndar að þeir séu að verða soldið leiðir á mér þar, því að það eru merkingar við framkvædir, það eru blikkljós vinnuvéla sem eru að vinna á og við vegi, laus hross og fé við vegi ofl.ofl. sem ég hef verið að láta vita af, en ég veit ekki hvað á að gera gagnvart miðlínunögurunum (gott orð Hrafnkell) eða línum bara yfirleitt þær eru annsi skrautlegar stundum.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.6.2007 kl. 12:14
Mest um vert að ekki urðu slys á fólki, en akstur er dauðans alvara. Ég gleðst yfir því að ekki fór verr og að Auður systir mín og Ágúst eru enn ofar moldu. Vegna vinnu minnar er ég á ferðinni daglega milli Selfoss og Reykjavíkur og ég fullyrði að þar eru menn á ferðinni á flutningabílum, aðallega malarflutningabílum, sem eru langt yfir leyfilegum hámarkshraða. Auðvitað á maður að hringja og láta vita, það er borgaraleg skylda, og það læðist að manni sá grunur að eitthvar hafi verið fiktað við hraðainnsiglun þessara bíla.
Áslaug frænka
Áslaug Ólafsdóttir, 2.7.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.