Tannlæknar í Kastljósi - bestir í heimi....langbestir... En hvar er þetta tannsvæði 47...

Það var hringt í mig í dag frá tannlækninum mínum og ég vinsamlegast beðinn að gera upp ógreidda skuld - rúmlega hundrað þúsund kall. Auðvitað veit ég upp á mig skömmina - skulda auðvitað þessa upphæð. Og auðvitað ætla ég að borga - ekki spurning. Nú ég leitaði uppi reikninginn sem fyrir tilviljun lá í hanskahólfinu á bílnum við hliðina á reikning fyrir smurningu á bílnum. Báðar aðgerðir framkvæmdar í sama bæ - sama landi og af fagmönnum - hvor á sínu sviði. Munurinn er bara sá að annan reikninginn skildi ég ósköp vel en hinn skildi ég ekkert enda ótannlæknaskólagenginn - veit ekkert hvað tannsvæði 47 er (veit þó að ég er ekki með 47 tennur í kjaftinum). En semsagt - það rann upp fyrir mér ljós að ég yrði að kanna betur þetta svæði 47 - var meira að segja dálítið spenntur enda kostar helvíti mikið að láta tannlækninn vera að vasast á því svæði - líklega er þetta dýrt svæði - eða hvað veit ég?  Í það minnsta ætlaði ég að kanna þetta.

Ég gúgglaði allskyns leitarorð - en fékk ekkert upp sem gat leiðbeint mér um svæði 47... bara ekkert. Nú þá fór ég að leita að upplýsingum um verð á tannviðgerðum - í það minnsta átti ég von á að fá upp verðlista svo ég gæti fræðst um af hverju tannsvæði 47 er svona dýrt... NEI - ekki orð um hvað kostar að fara til tannlæknis - engir verðlistar - líklegast af því að það er leyndó - þú bara borgar það sem upp er sett - annars nagar Karíus með félaganum Baktusi allt og hrellir þig um ókomna tíð.

En viti menn - allt var löðrandi í upplýsingum um hvað kostar að smyrja bíl - og ekkert flókið að skilja það - bara alls ekkert og maður gat valið úr tilboðum - meira að segja boðið uppá kaffi á meðan beðið er....að vísu erfitt að drekka kaffi með tangir í kjaftinum. En samt - hvar er samkeppnin - er það ekki kurteisi að gefa upp verð - að leyfa að velja og bera saman - líkt og er gert t.d. á vef Sænsku tryggingastofnuninni (http://www.forsakringskassan.se/privatpers/tandvard/priset/priser_lan/v_gotaland/). Ég bara spyr?!

Ég ætla að heimta útlistingu - verst ef tannlæknirinn verður fúll við mig - neitar að gera við í mér og ég þarf að fara annað - sem er svo erfitt - af því að ég á heima fyrir Vestan - í það minnsta má ég ekki fá skemmd að vetri til....alltaf ófært suður og óvíst með næstu ferð...... tja hvað getur maður gert - það er jú dýralæknir á svæðinu og sá hlýtur að eiga græjur.

EN ÞAÐ ÞÝÐIR EKKERT FYRIR ÞESSA ÍSLENSKU TANNLÆKNA AÐ TALA UM AÐ VERA BESTIR Í HEIMI - ÞAÐ ER BARA GAMALDAGS KAUPFÉLAGS STEMNING - VERIÐ FREKAR SANNGJARNASTIR Í HEIMI - ÞAÐ SKIPTIR OKKUR MIKLU MEIRA MÁLI - OG KOMIÐ ÚT ÚR SKÁPNUM MEÐ VERÐIN - HALLÓ INTERNETIÐ BÍÐUR......

ps. Fara ekki flest allir íslenskir tannlæknar í framhaldsnám til útlanda - hvað er það sem þeir læra svona miklu betur en allir aðrir... svo að þeir verða bestir í heimi.....? tja, ekki veit ég.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

Mágur minn fær alltaf tilboð í kjaftinn á sér áður en hann lætur tannlækninn gera við. Ég tel það vera bara nokkuð skynsamlegt.

Skafti Elíasson, 30.5.2007 kl. 20:39

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þú ert líklega einn þeirra íslensku bláeygu ferðamanna sem koma á útimarkað í Marokkó eða Sýrlandi og borga umyrðalaust það sem upp er sett! Ef þú leitar eftir tilboðum hjá nokkrum tannlæknum, þá færðu verkið unnið fyrir e.t.v. 25-40% af taxtaverði.

Hlynur Þór Magnússon, 31.5.2007 kl. 03:45

3 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Marokkó-Sýrland, ja þú segir nokkuð - ég náði nú eitt sinn að prútta um verð í IKEA í Svíþjóð - geri aðrir betur. En markmið með þessu er kannski það að skapa umræðu um málið og krefjast þess að samanburðarverð verði sett upp á netinu. Ekki er um margt að velja hér fyrir Vestan - og kannski borgar sig að fara suður...

Þorleifur Ágústsson, 31.5.2007 kl. 10:19

4 Smámynd: Arfi

Tryggingastofnun er með verðlista á síðunni sinni, með verðskrá heilbrigðismálaráðuneytisins.
Ekki misskilja mig, það er ALLS ekki það sem tannlæknarnir rukka... En ef læknirinn þinn er mun hærri en það sem TR segir, þá myndi ég íhuga það að fara til læknis fyrir sunnan þegar kostur gefst. Því læknarnir eru jafn misdýrir og þeir eru margir.

Og misgóðir, ég hef heyrt hryllingssögur af einum gömlum (líklegast hættur núna) fyrir vestan... *hrollur*

Arfi, 31.5.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband