Eru Vestfirðingar sjálfum sér verstir - Gerum Vestfirði að sexý valkosti.

Það er ekki laust við að maður velti fyrir sér hvers vegna Vestfirðingar almennt skuli ekki berja sér á brjóst og tala um möguleika frekar en það sem farið er. Auðvitað skil ég ósköp vel alvarleika horfins kvóta og minnkandi atvinnu - en  hitt er þó alvarlegra þegar í boði er góð atvinna og það fyrir menntað fólk - að enginn utan Vestfjarða skuli sækja um. Nýjasta dæmið er auglýst staða Skólameistara MÍ - um þá stöðu sótti bara innanbúðarfólk. Ekki það að ég sé að segja að það hafi ekki verið hæft fólk - það er bara áhyggjuefni að enginn sýni því áhuga að flytja Vestur og takast á við mjög svo spennandi starf.

Nú er staðan sú að við hjá Matís erum að leita að fólki - höfum upp á að bjóða 3 spennandi og vel launaðar stöður - stöður sem hæfa fólki með ýmsa menntun - fólki sem vill takast á við ný verkefni og starfa í spennandi umhverfi. En því miður erum við í stökustu vandræðum með að finna það fólk - fólk sem af einhverju ástæðum virðist hræðast það að búa fyrir Vestan - þar sem náttúran er perla -  fólkið er gott og börnin njóta meira frelsis en þekkist í Reykjavík.

Já Vestfirðir hafa upp á margt að bjóða - sem því miður er að drukkna í bölmóði vestfirðinga sjálfra.

Ég segi því - tökum höndum saman um að gera Vestfirði að spennandi kosti - sýnum öllum að hér viljum við búa - og það af því að hér sé gott að vera - ekki af því að við þorum ekki annað.

Lifi Vestfirðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

Þetta er einfaldlega það sem ég hef verið að benda á,  þetta er eins og að reyna að prútta út afslátt á bílinn sem þú varst að kaupa af því að það er allt svo ómögulegt við hann.  Við höfum allt sem við getum óskað okkur,, þá meina ég frá náttúrunar hendi, þó að það megi deila um skiptingar ofl. 

Skafti Elíasson, 10.5.2007 kl. 23:49

2 Smámynd: Baldur Smári Einarsson

Það er ekki annað hægt en að taka undir með þér. Það að Vestfirðingar skuli vera uppteknir af því að segja að hér sé allt að fara til fjandans skapar Vestfjörðum slæma ímynd. Slíkt laðar ekki nýtt fólk að svæðinu.

Baldur Smári Einarsson, 11.5.2007 kl. 18:37

3 Smámynd: Arna Lára Jónsdóttir

Það er tvennt ólíkt að horfa á stöðuna raunhæft og vera með bölmóð. Þar geri ég greinarmun á. Ég vona svo sannarlega að Matís nái að finna hæfa einstaklinga í störfin. Við þurfum að koma Vestfjörðum á aftur kortið. Bestu kveðjur og ég vona að við fáum blogg frá mekka tískunar... og já ég fíla Gucci. 

Arna Lára Jónsdóttir, 11.5.2007 kl. 22:39

4 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Tja - aldrei að vita nema ég bloggi frá Varese  Var að hugsa um hve næs það verður að sitja fundi í 30 stiga hita.....

Þorleifur Ágústsson, 12.5.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband