Mánudagur, 30. apríl 2007
Trallalalla la..."Ég er á Vestur leiðinni....að vísu fastur á há heiðinni....."
Ég fór af einhverjum ástæðum að raula fyrir munni mér þennan lagstúf. Að vísu var flugsjoppugrillið í Hvalfirðinum - ekki fyrir Vestan eins og ætla mætti - kannski af því að það keyrir enginn heilvita maður vestur.
En hvað um það. Ég var í 60 ára afmæli um helgina hjá hálfsystur konu minnar - henni Olgu - í hátíðarsalnum í Valhöll - húsi Sjálfstæðismanna - hvað annað. Í veislunni hélt tengdamóðir mín ákaflega skemmtilega ræðu - ég meira að segja neyddist til að hæl'enni fyrir vikið - bara af því að hún átti það skilið - hefði kannski átt að nota tækifærið og setja út á framburð og ræðutækni...en nje. Tengdó var nefnilega dönskukennari minni í den - og allir muna hvernig dönskukennarinn var - ekki orð um það meir. Að vísu sækir alltaf á mig máltækið "þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur" - af því að Nanna dönskukennari er tengdmóðir mín í dag - veit ekki hvort að hún les þetta.
En hvað um það - Í ræðunni segir hún skemmtilega frá því hvernig vegakerfið var á þjóðvegi 1 - fyrir ríflega 30 árum. Málið var nefnilega það að Olga fór eitt sinn keyrandi frá Reykjavík til Akureyrar - og hugðist heimsækja tengdó - og í þeirri ferð sem farin var fyrir ríflega 30 árum lendir hún í hremmingum - hristist og skelfur í bílnum alla leiðina - ömurleg upplifun á hræðilegum vegum. Hún lofaði sér því að keyra aldrei aftur þessa leið - ALDREI.
En svo gerist það fyrir um 3 árum síðan að síminn hringir hjá tengdó á Akureyri - og á hinum enda línunnar er Reykjavíkur Olga - sem býður góðan dag og spyr hvort þær eigi nú ekki að fá sér kaffibolla. Tengdó segist gjarnan vilja fá sér bolla með'enni en líklegast verði nú kaffið orðið kalt þegar hún komi suður! "tja það er engin hætta á því" segir þá Olga - "ég er á Akureyri" - Nú? segir Tengdó og hváir. "Já segir Olga - ég kom keyrandi í gær" - Ha?! segir tengdó - keyrandi? "Já, veistu þetta er bara ekkert mál - þeir eru búnir að malbika alla leið - vissurðu það?" Segir þá Olga og hljómar eins og Hercule Pirot þegar hann afhjúpar kokkinn sem morðingjann.
Já, þeir eru voru búnir að malbika til Akureyrar - og luku því fyrir um 15 árum (fimmtán árum) síðan - (til að koma í veg fyrir kommentum frá verjendum vegaáætlunar þá kalla ég bundið slitlag malbik).
Og á því herrans ári 2007 er EKKI búið að malbika vestur - og við er þar búum erum í sömu sporum og Olga þegar hún fór keyrandi til Akureyrar fyrir 30 árum síðan - og raulum bara lagstúfinn "ég er á Vestur leiðinni - að vísu fastur á háheiðinni...."
Og til gamans vil ég geta þess að á heimasíðu vegagerðarinnar er að finna skemmtilegt kort - en þar má sjá kort með merktum áningarstöðum með græjum - m.a. klósetti (WC) þar sem hægt er að m.a. að hægja sér...já skíta. Og svoleiðis lúxus er bara ekkert að finna á leiðinni Vestur. En auðvitað þurfa Vestfirðingar ekkert á slíkum munaði að halda - þeir skíta bara heima hjá sér!
Já þeir ættu kannski að framleiða "Vestfirska stoma-poka" - hentugir í ferðalögin - fyrir vestan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Facebook
Athugasemdir
Jamm - þetta vegakerfi er þyngra en tárum taki.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.4.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.