Ég og Björgólfur - við kunnum sko að halda upp á afmæli. Já maður minn. Að vísu í sitthvoru lagi - en hvað um það.

Afmælisveislur íslenskra athafnamanna verða flottari og flottari og er það vel. Verst er þó að ná ekki monnýpeningnum til landsins - veðrið spilar líklegast stóra rullu og svo myndu lúðarnir bara hanga á gægjum og gengi íslensku krónunnar svo óstöðugt að 50 Cent verða að engu áður en fyrsta lagið er hálfnað.

Ég er alinn upp í sömu götu og auðkýfingar þess tíma - þegar ég lék mér á snjóþotu fengu nágrannakrakkarnir vélsleða - svona míní. Þegar ég fék reiðhjól fengu þeir skellinöðru - og þegar ég fékk skellinöðru voru þeir komnir á torfæruhjól. Og hvernig haldið þið að mér hafi liðið? - mér leið bara allveg ágætlega takk fyrir. Auðvitað öfundaðist maður út í að þeir fengu súkkulaði á brauðið á meðan ég fékk gamla góða smjörið og ostinn. Og svo voru það afmælisveislurna - já maður minn - þá var nú glatt á hjalla hjá okkur strákunum í götunni - því auðvitað var okkur boðið. Og bræðurnir niðrá horni - sem ólust upp á frekar ströngu og íhaldssömu heimili en góðu samt - þeir gjörsamlega misstu sig og voru fluttir ælandi og hálf meðvitundarlausir heim sökum ofáts á pylsum með öllu - líka með rauðkáli. Minnir að sá eldri hafi blánað upp og ælt á 14 pylsu með öllu. Þetta voru sko alvöru afmælisveislur - já maður minn.

En ég hélt aldrei upp á afmælið - hætti þegar ég var 6 ára og hélt þeim kúrs þar til ég varð 40 ára í fyrra. En þá bauð ég til veislu - já maður minn. Og frúin borgaði. Ekki var það nú verra. Finnbogi vinur minn Bernódusar marineraði heilan lambskrokk - og lánaði mér svo heimatilbúið grill til að nota til að grilla gripinn. Veislan var nefnilega haldin úti í grasgrænni náttúrunni - þar sem hvorki 50 Cent eða aðrir slíkir hafa komið - ekki einu sinni 10 Cent. Í Grunnavík í Jökulfjörðum. En þar eigum við nefninlega allveg stórkostlega vini, Fiðrik og Sigurrós, sem lánuðu okkur aðstöðuna á Sútarabúð heila helgi. Og ekki nóg með það heldur sótti Kapteinn Friggi Jó afmælisliðið til Bolungarvíkur og sigldi því yfir djúpið - á fleyinu RAMÓNU - gullfallegu skipi sem stórfenglegt er að sigla með á fallegu sumarkvöldi. Tár.

Þetta var sko afmæli í lagi. Og ekki nokkur maður hefur fett fingur út það - enda ekki gefið upp hvað svona herlegheit kosta - uss - rosalegt dæmi. Stella á Hanhól lánaði mér veislutjald - en það er gripur sem allir þurfa að eiga - og sem Stella keypti í Köben og fór með heim - aldrei að vita hvenær þarf að slá upp veislu - eða fundi refaskytta og minkabana - og ég fékk verkfræðing frá Statoil í Noregi til að setja það upp - enda maðurinn sérfræðingur í borpöllum - dugar ekkert minna. Og svo til að lambið fengið sanngjarna meðferð þá fékk ég hreinræktaðann sauðfjárbónda til að sjá um grillið - Framsóknarmann í þokkabót. Frábært - kjötið meyrt líkt og afmælisbarnið.

Já - það er ekki á hvers manns færi að halda uppá afmæli svo vel sé. það veit ég - það eigum við Björgólfur sameiginlegt - að kunna að halda upp á afmæli.

kíkið endilega á http://www.grunnavik.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

'eg hef alltaf sagt, að  þegar varður svo langt milli mannana sem eiga atvinnutækin og þeirra sem stunda iðjuna, að þeir eru hættir að mæta í fermingaveislur hver hjá annars börnum er hætta á ferðum.

ÞEgar tuagin milli ,,stórgrósserana" og sjóararna er orðin það teigð og þanin, að ekkert kemur upp í huga manna annað en aurar, er slitinn friðurinn.

 ÞEtta sagði ég hér í eina tíð, þegar Kratastóðið og Framsóknarliði var að berja landsmenn til undirgefni í Kvíotamálum og Verðtryggingu.

Ég átti kollgátuna.  Þeim líður ekkert illa, sem loka fiskiðjuverum um land allt, því þeir eru ,,fyrir sunnan" eða á ferðinni í sínum fínu þotum, hverjar kváðu ekki einusinni þurfa að sæta tollskoðun, við komu til Rvíkurflugvallar, þó svo réttur og sléttur lýðurinn þurfi að opna sínar töskur og jafnvel hálfhátta sig ef þeir eiga leið að utan og til Rvíkur (grænlands og Færeyjaflug)

Ef þú þekkir ekki þann sem missir vinnuna, veldur það þér engum hugarangri, þeir bara setja upp alvörusvip og tala um ,,nauðsynlegar ráðstafanir" blessaðir mennirnir, þurfa að græða sko.

Kveðjur

Miðbæjaríhaldið

fyrrum Tálknafjarðaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.4.2007 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband