Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Af hundum - ofnæmi og lausnum.
Ég sagði ykkur aðeins frá því í gær þegar Salka gat ekki skitið. Hún skeit í nótt og ekki meira um það að segja. Nema það að hún vakti mig í nótt - bara til að láta vita hver stjórnar.
EN, nú langar mig að ræða annað sem kannski hund(a)eigendur ekki vita - sem er um ofnæmi hjá hundum. Ekki ætla ég að láta eins og vinur minn ónefndur sem á stundum er kallaður prófessör alvitur - nei ekki aldeilis - ég læt Hannes um það. En hvaða hund(a)eigandi kannast ekki við þreytandi einkenni svo sem hárlos eða útferð í augum. það er nefninlega svo að hundar hafa líkt og mannfólkið ofnæmi fyrir ýmsu - bæði innanhús og utan. Og þegar ég var fyrir norðan með hana Sölku um daginn þá fór hún Elfa systir mín og dýralæknir á Akureyri að segja mér frá því að hún tæki orðið blóðprufur úr hundum og sendi til ameríku til ofnæmisgreiningar. Já maður getur fengið dágóðan lista yfir það hvað hundurinn þolir og þolir ekki - bæði umhverfisþætti og fóðurtengt.
Það er nefninlega mikilvægt að þekkja sitt kvkindi - kunna á því skil og bregðast rétt við. Hér á ég við hundinn. Og þetta er nokkuð sem ég ráðlegg öllum betri-hund(a)eigendum að gera - og bregðast við af skynsemi og velvildi - ekki skjóta og spyrja svo. Maður fer ekki með barnið sitt í hlöðu ef það er með heyofnæmi....eða hvað?
Fekari upplýsingar er auðvitað að fá hjá dýralækninum Elfu Ágústsdóttur í Dýraspítalanum í Lögmannshlíð á Akureyri - númerið kann ég ekki enda hringi ég aldrei þangað. Ég hringi bara prívat - enda systir mín. Að vísu má ég ekki hringja úr partýum á nóttunni en það er önnur saga sem ég kannski segi síðar.
Í næstu pistlum hef ég ákveðið í tilefni þess að lax og silungsveiði fer að hefjast - að segja frá líffræði þeirra furðuskepna og lifnaðarháttum. Ef áhugi er fyrir hendi ?
Ekki voru þau orð fleiri.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.