Þriðjudagur, 27. mars 2007
Og allir saman nú.....gull...gulllll....guuuullllllll
Það er dálítið kómískt ástand fyrir Vestan - svona sorgleg-kómík. Það eru nefninlega allir að reyna að bjarga Vestfjörðum - menn að stinga saman nefjum hér og þar - jafnt kvölds og morgna. Allt er á fullu og allir taka þátt. Hálfgert gullgrafaraæði og allir, já allir ætla sér að ná sneið af kökunni. Og auðvitað er það vel - ja maður lifandi - allveg hreint stórfínt. En það er bara svo gaman að vita af þessum "grúpperingum". Ég sjálfur hef auðvitað "rætt við menn" og "spjallað við fólk". Og auðvitað hef ég ýmsar lausnir. Líkt og allir aðrir.
En málið er náttúrlega það að allar lausnir KOSTA PENINGA - sumar mikla - aðrar minni. En ALLAR KOSTA ÞÆR PENINGA. Og því spyr maður: "eru þessir peningar til" og afhverju eru þeir til núna en ekki áður allt fór í steik?
Ég tel mikilvægt að ríkið komi til hjálpar - flytji strörf Vestur, störf sem hentar að flytja og geta hæglega unnist fyrir vestan. Ég vil líka að ríkið komi með stuðning við fyrirtækin á svæðinu - það er líklegast ekki vanþörf á.
Og þetta með vegina.....úffffff þetta með vegina. Ég nefninlega keyrði frá Ísafirði til Reykjavíkur í gær - ef keyra er rétta orðið - ég hálf þræddi þessa slóð sem þó eru verst á Ströndum. Meira að segja þokkalega stolt rolla af Ströndum léti ekki bjóða sér svona lagað - nei hún myndi líklegast feta sína leið. En við mannfólkið - þurfum að láta bjóða okkur þetta ár eftir ár - og nú með tvöfaldri áhættu þar sem umferð stórra fluttningabíla er margföld - MARGFÖLD. Sem sagt, holur-skítur og fluttningabílar = uppskrift að vel heppnuðu dauðaslysi. Maður hreinlega skilur ekki hvernig hægt er að komast lifandi suður.
Ekki það að ég vorkenni ekki aumingja borgarbúunum með gatnakerfið þar á bæ - sem þó hópur skipulagsfræðinga vinnur dag og nótt við að útfæra - og góðvinur minn er einn - fór meira að segja til könudu til að stúdera - lærði víst í rangri borg - eða eithvað hlýtur það að vera.....vinstri-græn gatnamót og hægri mislæg, eða hvað þessar útfærslur heita allar...ekki skil ég það - ég er bara aungra manna að norðan. Nei þá kýs ég nú frekar Bolungarvík með ein götuljós - eða götuljósalíki því þau eru alltaf steindauð. Líklegast enginn bíll til að stoppa fyrir gangandi vegfarendum, eða öfugt - en hvað veit ég.....aungra manna að norðan.
En ég er sem sagt búinn að keyra suður eftir drulluslóð með dauðagildrum - aka um borgina í einskonar skipulögðu kaósi og ætla svo keyrandi norður annaðkvöld. Tja, ætli Bjössi lögga bíði mín ekki við Blönduós - úfff...það er vandlifað - í það minnsta undir stýri. Og auðvitað legg ég þetta á mig til að kynnast landi og þjóð af eigin raun. Maður veit náttúrlega ekki nema að maður skelli sér í forsetaframboð - kominn tími til að raunvísindamaður taki við embættinu - aungra manna að norðan.
já ég held það bara - skelli mér í framboð! Búinn að kynnast svo mörgu og mörgum. Konan talar frönsku - ég sænsku og ensku - sem sagt partýhæf í þremur löndum!
Svo er nú það, tja seisei já.
Athugasemdir
Sæll Tolli minn... er fólk kannski ekki að stinga nefum saman til að bjarga "steikinni" annars ertu með skemmtilega lesningu kk. þinn vinur Skafti
Skafti Elíasson, 27.3.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.