Að gefa fórnarlömbum umferðaslysa langt nef.

Mér féllust hendur þegar ég sá umfjöllun í Kastljósi um dreng á Suðurnesjum sem ók á ógnarhraða eftir þröngum malbikuðum vegi. Hugsunarlaus eða í mesta lagi sjálfhverfur. Líkt og honum væri skítsama um allt og alla - auðvitað var ljóst að honum var skítsama um sjálfan sig. Og þetta gerir viðkomandi í umræðunni um fjölgun dauðaslysa í umferðinni - dauðaslysa þar sem fólk á öllum aldri deyr - örkumlast eða missir ástvini. Ég vona svo sannarlega að þessi ungi maður verði tekinn úr umferð - allir umferð - langan tíma.

Ég átti góðan vin - uppeldisfélaga norður á Akureyri sem flutti með foreldrum sínum og bræðrum í Hveragerði. Í dag er hann Gísli dáinn - dó í hörmulegu slysi á Suðurlandsvegi aðeins á 18. ári. Og í dag 20 árum eftir andlát Gísla geta foreldrarnir, Hannes og Sibba, ekkert nema reynt að vekja fólk og stjórnvöld til umhugsunar - sem var gert þegar krossar voru reystir, einn fyrir hvern látinn. En gengur það? Er eithvað gert í málunum? Þá á ég ekki við að það séu bara stjórnvöld sem um er að kenna - nei - hér verða allir að axla ábyrgð - taka þátt.

Ég minnist Gísla oft - ekki síst þegar synir mínir hlaupa um á gamlársköld og safna rakettuprikum - en það gerðum við Gísli svo oft. En aldrei aftur.

Við skuldum þeim sem hafa orðið umferðinni að bráð afsökun og sú afsökun verður að koma sem átak í bættri umferðarmenningu - betri vegum og ábyrgum akstri. Ég mun reyna mitt besta - EN ÞÚ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband