Vestfirðir: Ekkert álver....engir Vinstri-Grænir....

Ég gerði smá grín að honum Hlyni Hallssyni, þeim ágæta dreng, í pistli mínum hér um daginn. En nú er mér dauðans alvara - í ljósi þess að mest vaxandi flokkur landsins skuli ekki vera með neina starfsemi á Vestfjörðum svo mark sé takandi á.

Eru þessar áhyggjur mína vegna þess að hér sé náttúruvernd í klessu? Nei, en það má leiða að því líkum að stór flokkur láti til sín taka í byggðamálum sem öðrum málum - og setji íbúa ofar fyrirtækjum - framtíð lands í hendur fólksins og þar fram eftir götunum. Hugsi um hag ALLRA landsmanna og undanskilji ekki Vestfirði. Hér er jú margt grænt - og þegar horft er á landakortið þá eru Vestfirðir svo sannarlega "til vinstri".

Ég spyr því Steingrím - hefur þú engan áhuga á Vestfjörðum? Ertu ekkert á "vestur-leiðinni"...þú ert kannski bara fastur á "há-heiðinni"?

ÞAÐ ÞARF KANNSKI ÁLVER OG VIRKJANIR TIL AÐ STEINGRÍMU FÁI ÁHUGA - LANDSBYGGÐARMÁLIN SNÚAST KANNSKI EKKERT UM FÓLKIÐ?

Ja, maður spyr sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

X

Níels A. Ársælsson., 23.3.2007 kl. 10:04

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þeir voru hér með fundi fyrir fáum dögum.

Níels A. Ársælsson., 23.3.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband