Margrét og Stuðið en Ómar stiklar í Umhverfisráðuneytinu.

Ég hef haft tröllatrúa á þeirri dugmiklu konu henni Margréti Sverrisdóttur. Og auðvitað er alkunna að Ómar er orðinn talsmaður náttúruverndar. Sem er gott - af náttúrvernd er ekki of mikið á Íslandi.

En það sem mér reyndar hefur fundist verst um náttúruverndina hans Ómars er hve seint hún sprettur upp - í það minnsta af þeim krafti og núna. En hvað um það - mér er alltaf minnistætt þegar hann ráðlagði að gamlar steinhleðslur í útihúsum að Knarrareyri í fjörunni á Flateyjardal skyldu varðveittar - til marks um mikið starf kotbóndans á Íslandi - en það var ekki gert og þegar ég heimsótti staðinn fyrir nokkrum árum þá voru þær nánast horfnar. En hvað er það þegar við erum að tala um heilu landsvæðin sem eru að hverfa undir vatn - farin og koma aldrei aftur.

En hér komum við nefninlega að kjarna málsins. Mér finnst skorta svo mikið á "for-náttúruvernd" - þessa sem gerir eitthvað áður en farið er af stað. Það er nefninlega eitthvað svo mikið púður farið í þetta sem þegar er komið - og verður.

Ómar þekkir landið betur en flestir - og hví ekki setja hann í umhverfisráðuneytið - sem ráðherra umhverfismála - sama hvaða flokkur sigrar kosningar. Það er jú þegar byrjað að sækja "hæfa" menn úr atvinnulífinu og gera að ráðherrum - og stundum borgarstjórum. Afhverju er Ómar ekki bara utan-pólítíkus-ráðherra. Með einlægan áhuga á náttúruvernd - og óhlutdræga matshæfileika.

En aftur að Margréti. Hvað er það sem gerir að Margrét finnur sig ekki í öðrum flokkum - tja, ekki veit ég. En því miður er ég bara svo hræddur um að kraftar hennar nýtist ílla í þessu "einka" framboði - ekki síst þar sem mér sýnist hún ætla að vera með "stuðmanninn" í eftirdragi. Ég hélt reyndar að það stuð væri nú nánast búið - komið á aldur - útbrunnið - gúddbæ. Nei, stuðið er ennþá að berjast við að komast á þing og minnir um margt á rjúpuna við staurinn og refinn sem aldrei náði vínberjunum.

Ég segi því - gangi þér allt í haginn Margrét og ég veit að margir hér fyrir Vestan bera til þín traust - enda munt þú ekki gleyma Vestfirðingunum og þessum 20.000 þorskígildistonnum sem Ólafur Halldórsson minnti á í ræðunni í Hömrum hér um daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband