Ódýrt rafmagn - sem enginn veit um nema ÁLRISAR.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig standi á því að það virðast bara vera álver - eða álrisar - sem hafa áhuga á ódýra rafmagninu okkar? Ef við erum virkilega að framleiða svona ódýrt rafmagn - afhverju flykkjast ekki hingað fyrirtæki sem eru að leyta eftir ódýru rafmagni?

Er eithvað annað í fyrirtækjaumhverfinu sem er fráhrindandi. Eða fá fyrirtæki á Íslandi ekki að kaupa orku á sama verði og hinar umdeildu álbræðslur? Er kannski þessi græna orka sem Landsvirkjun talar um kannski ekkert svo græn? Hvað er málið - hvar eru fyrirtækin?

Í Svíþjóð glíma lítil bæjar og sveitarfélög við vanda eins og við hér. Verið er að "hagræða" og flytja störf - ýmist á milli svæða innanlands eða til útlanda. Nú stendur til að flytja 150 störf til Suður-Afríku og það vegna þess hve rafmagn er dýrt í Svíþjóð. Um er að ræða fyrirtæki sem er í pappírsframleiðslu - og þarf mikið og ódýrt rafmagn. Og ég stóð í þeirri trú að rafmagn væri ódýrt á íslandi - fyrir alla.

En hvernig stendur á því að nágrannaþjóðirnar vita ekkert af þessu græna og ódýra rafmagni. Getur verið að stefnan sé sú að fá hingað "RISA".... svo ekki fari mikill tími í að semja við marga smærri aðila - tja, ekki veit ég. En mér er skapi næst að setja bara auglýsingu í dagblöðin í nágrannalöndunum og auglýsa þessa ódýru raforku - já, segja bara öllum sem heyra vilja frá þeim kostaboðum sem hér virðast vera í gangi. ÓDÝRT RAFMAGN Á ÍSLANDI - NÓG TIL - OG HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR - ALLAR SPRÆNUR AÐ VERÐA VIRKJAÐAR.....

 ...eða er maður bara svona mikill hálfviti að skilja þetta ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband