Þriðjudagur, 20. mars 2007
Lennart er með typpi - má ekki heita Pía.
Óréttlátt segir Lennart. Já það er vandlifað í henni veröld - þar sem laun og önnur mannréttindi stjórnast af því sem yfirleitt er falið innanklæða. Og aumingja Lennart sem eyðir miklum tíma í smink og aðrar álíka aðgerðir á hverjum morgni - klæðir sig í sokkabuxur og kjól fær bara alls ekkert að heita Pía. En Lennart telur það sinn fullkomna rétt að fá að heita Pía - í það minnsta sem millinafn - til þess að femíníska hliðin fá tjáð sig opinberlega. Hann hefur nefninlega kvenlegt innsæi - femíníska hlið og er farinn í skaðabótamál við Sænska ríkið. Pía skal hann heita og ekkert múður.
Og nafnanefndin sænska tekur þetta ekki í mál. Kall getur ekki heitið konunafni - ekki frekar en að epli sé kallað appelsína og Lennart verður bara að bíta í það súra...epli. Nú eru jafnréttissinnar risnir upp á afturfæturnar og segja það sjálfsögð réttindi Lennarts að heita það sem hann vill - hvort sem undir honum hangir typpi eður ei.
Spennandi umræða - hvað gerir Lennart? Erum við Íslendingar heppnir að flest karlmannsnöfn enda á -ur?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.