Laugardagur, 24. febrúar 2007
Marel, ekki bara Marel!
Ég sat og spjallaði við vinnufélaga minn í gær. Sérfræðimenntaðan vinnufélaga sem starfar EKKI hjá Marel en kemur málið svo sannarlega við - þ.e. uppsögn starfsmanna Marels á Ísafirði. Það er nefninlega svo að eiginmaðurinn starfar hjá Marel. Eða eigum við að segja starfaði...það er jú alltaf dálítið sérstakt að vinna á uppsagnarfresti.
Og málið er nefninlega það að þessi gjörningur Marels er ekkert einkamál þess fyrirtækis - þetta hefur mikið meiri áhrif heldur en bara uppsögn starfsmanna fyrirtækisins - önnur fyrirtæki þar sem makarnir starfa sitja líka í súpunni. Ekki ætlast stjórnendur Marels til þess að fólk taki upp búskaparformið "fjarbúð"?
Það er nefninlega svo - bara þessum ágætu mönnum til fróðleiks - að margfeldi áhrif slíks gjörnings eru gríðarleg, ekki síst í sveitarfélögum þar sem birt er forsíðufrétt í bæjarblaðinu þegar nýtt fólk flytur í bæinn.
Og við vorum að kaupa rándýra vog - framleidda hjá Marel á Ísafirði... löbbuðum bara yfir og ræddum kosti og galla vogarinnar áður en við létum slag standa. Nú er það búið. Ætli ég geti skilað voginni? Í það minnsta vona ég að hún bili ekki því það gæti tekið tímana tvenna að senda vogina suður - í það minnsta ef maður metur fjarlægðina á sama hátt og háu herrarnir fyrir sunnan sem stundum tala um Vestfirði "sem hluta af annarri plánetu...þar þarf enginn að búa - það er svo fjandi langt þangað...í það minnsta fyrir okkur hérna fyrir sunnan...."
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.