Föstudagur, 23. febrúar 2007
klám.. Marel.. Köben.. í þessari röð.
Ekki er nú öll vitleysan eins.
Ég settist niður í gærkveldi eftir langan vinnudag og ætlaði að horfa á fréttir á Ruv'inu. Og viti menn, fyrsta fréttin var af klámráðstefnunni sem þó varð ekki þökk sé Bændasamtökunum sem gripu í taumana og stöðvuðu þennan ósóma. En hvað er málið í raun - það átti semsagt að banna eithvað sem ekki var ljóst hvort yrði ólöglegt - bara af því að á íslandi gerir maður ekki svoleiðis.
Ég er allveg sammála því að klám á ekkert heima hér - ekki nema þá bara þetta löglega sem fólk stundar og skv. lögum hefur rétt á - bara að það fari ekki "úr böndunum" einsog stundum getur gerst. En að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir "af því bara" er varla vænlegur kostur....hvað verður næst?
.....síðan komu fleiri fréttir. En loks kom frétt, frétt númer 8, sem virkilega skipti máli og hefur raunveruleg áhrif á heilu fjölskyldurnar og sveitarfélagið sem það býr í. Jú hið stórkostlega fyrirtæki sem við höfum hampað fyrir tækni og vísindi reynist vera nákvæmlega einsog öll önnur stórfyrirtæki. Þeir ætla að loka starfstöðinni á Ísafirði. Þetta er jú bara starfstöð, tja líklega einsog sú á fjórðu hæðinni fyrir sunnan - þar sem strákarnir sitja - þarna lengst inni á ganginum......
Nei ekki aldeilis - þetta eru störf - ATVINNA - fjölmargra aðila sem eiga sér fjölskyldur og búa á stað þar sem maður hleypur ekki yfir götuna til að vinna hjá einhverjum öðrum. Hér erum við að tala um ábyrgð. Og þetta viku eftir stórglæsilega árshátíð fyrirtækisins þar sem yfirmennirnir höfðu ekki undan við að hæla Vestfirsku undirmönnunum! Hvað er eiginlega að gerast í þessu þjóðfélagi - mér þætti gaman að vita hvað veldur - eru það samgöngurnar? Almenn leti starfsmanna fyrir Vestan eða er málið kannski það að þetta hafi alltaf verið ætlunin eftir að Marel keypti rótgróið fjölskyldufyrirtæki...Póls? Ja maður spyr sig. Líklegast fara þeir að skipta yfir í Evruna.
Og svo var það ENN EINN Kastljós þátturinn þar sem fjallað var um landeyðuna hann Harald í Köben. Sem er þannig af guði gerður að honum finnst flott og kúl að vera aumingi í Köben. Í það minnsta skil ég þannig þessa annars gjörsamlega tilgangslausu umfjöllun um þennan bjálfa. Hvað varðar það okkur hér heima þó að hann langi að búa (athugið LANGI ekki ÞURFI) á götunni í Köben? Mér gjörsamlega óskiljanlegt. PENINGA OG TÍMAEYÐSLA að fjalla um mál þessa ræfils drengs.
Væri ekki nær að fjalla um það sem virkilega skiptir máli: Svo sem Að Marel segi upp 20 fjölskyldum á Ísafirði. Að fórnarlömb Birgisins fá ekki þá hjálp sem þau þurfa. Að drengirnir í Breiðuvík fá ekki þá hjálp sem þeir þurfa. Slæma stöðu aldraðra og sjúkra á Íslandi....og svo má lengi telja.
Gefum kláminu sem aldrei kom og Haraldi í köben frí.
það er mín skoðun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.