Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Fyrirtæki %u2013 Menntun %u2013 Háskólasetur: Möguleikar landsbyggðarinnar.
Í mínum huga felst framtíð landsbyggðarinnar í uppbyggingu þeirra fjölmörgu fyrirtækja og rannsóknastofnana sem starfa á landsbyggðinni. Því miður er staðreyndin sú að þessi fyrirtæki og rannsóknastofnanir eiga oft á tíðum erfitt uppdráttar einkum og sér í lagi vegna skorts á hæfu starfsfólki, menntuðu starfsfólki sem fær næga atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. En hér komum við einmitt að merg málsins. Hvernig fáum við þetta unga menntafólk út á landsbyggðina í störf sem henta þeirri menntun sem þau stunda og sem skilar sér í vexti landsbyggðarfyrirtækja óháð því hvort búið sé að þvera fjörð eða bora fjall. En áður en lausnin kemur verðum við að spyrja okkur spurninga:
- Hverjar eru þarfir fyrirtækja á landsbyggðinni?
- Hvernig er hægt að gera landsbyggðina að spennandi kosti fyrir nemendur á háskólastigi?
- Hvernig gerum við menntafólki kleift að fara til starfa út á landsbyggðina?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.