Hver er næstur ...þú?..ég?

Ég skrifaði stundum um hann Kristján vin minn sem barðist við krabbamein. En sorgin er einhvernvegin þannig að hún vill engan einn - nei - hún gerir sig eigi ánægða nema að margir hafi um sárt að binda.

 Og..ég veit að maður byrjar ekki setningar á OG...en ég geri það samt.  Vegna þess (ekki er þetta skárri byrjun) að á mínu hjarta liggur svo margt. En þegar Kristján barðist hetjulega fyrir lífi sínu þá sátum við yfirleitt tveir á sjúkrabeðinu. Ég og góður vinur. Vinir sem tóku þá ákvörðun að standa með vini okkar og gera okkar besta.

En í dag stend ég aftur í sömu sporum. Minn kæri vin er alvarlega veikur - með alvarlegt krabbamein. Maðurinn sem var og er  klettur. Maðurinn sem sagði mér að lífið væri ekkert til að leika sér með. Lífið væri gjöf og gjöfin sú gerði þær kröfur að með hana væri farið af ýtrustu varkárni.

En nú er hann sjálfur upp við vegginn hvar Kristján stóð forðum. 

Mig langar að biðja þig kæri lesandi og vinur að biðja með mér fyrir góðum vin.

takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er nú málið Tolli að engin veit hver er næstur. En eitt vitum við öll, að við förum er okkar tími kemur. En munum það að krabbamein er ekki dauðadómur fyrir alla og margir ná fullum bata. Blessuð sé minning þeirra sem tapað hafa baráttunni.

Ingólfur H Þorleifsson, 11.9.2010 kl. 01:30

2 Smámynd: Ragnheiður

kær kveðja til þín, þetta eru vond spor að standa í.

Ragnheiður , 11.9.2010 kl. 01:55

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég samhryggist þér Þorleifur. Eins og þú bendir á er sorgin er stórtæk og margir kynnast henni. Það hef ég gert líka. Eins og þú átti ég góðan vin sem mér og flestum fannst sterkari og betri en aðrir. Það var mikill missir þegar hann lést kornungur maðurinn en núna nokkrum árum seinna er það blessun að hafa átt svona góðan vin og minningin er dýrmæt gjöf. Þetta hljómar ekki vel á sárustu stundinni en þetta er ekki klisja eins og mér fannst fyrst. Þetta er staðreynd og þú munt komast að því. Ég bið fyrir þér og öllum þeim sem eftir standa í sorg. Með kveðju Kolbrún 

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.9.2010 kl. 11:17

4 identicon

Ég þekki þig ekki en fannst gott að lesa þessa hugleiðingu. Ég er nýlega búin að missa tvo af mínum bestu vinum úr krabba. Ég bið fyrir þínum vini.

kveðja, Elín

Elín (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 13:00

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

eins er með mig ég þekki þig ekki ,en er búinn að ganga þennan veg með krabbamein og vonandi kemst yfir það  en engin veit ,maður biður fyrir þér og þessum vini þinum ekki spurning /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.9.2010 kl. 13:43

6 identicon

Ég bið með þér fyrir vini þínum og þér.Og þeim sem að ykkur standa.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 16:05

7 identicon

Kæri Tolli !Já lifið getur verið miskunnarlaust og manni finnst ósanngjarnt .ekki sist þegar um er að ræða fólk á besta aldri Ég gekk i gegnum þetta þegar ég missti son minn sem náði ekki fimmtugsaldrinum En sem betur fer eru margir sem komast yfir þetta ,og ná bata Vona að vinur þinn verði einn þeirra Kveðja Sigr A

Sigriður Aðalsteins (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband