Miđvikudagur, 17. febrúar 2010
Ţá ómađi tónlist um dalinn allan!
Bóndinn á Hanhól gengur sem leiđ liggur upp hjallana og lítur eftir fé - rétt ađ vita hvort skjáturnar séu ekki örugglega međ lömbin.
Ţađ er fariđ ađ bregđa birtu enda ágústmánuđur langt liđinn.
Kvöldin eru dýrđleg í ágúst mánuđi og bóndinn í essinu sínu - fátt skemmtilegra en ađ ganga um hćđir og hjalla innst í Syđridal. Svo sest hann á stein og hvílir lúin bein - nýtur útsýnis út dalinn og sér Grćnuhlíđ bađađa kvöldsól rísa upp úr sjónum í fjarska.
Ţögnin er algjör - fyrir utan jarm í lömbum ađ leita sér spena ađ sjúga - allt ţar til ómur tals berst bóndanum innan úr botni dalsins. Raddirnar hćkka og bóndinn sperrir eyrun - hér fer ekki á milli mála ađ flutningur á ekki ómerkara verki en "Pilti og Stúlku" eftir Jón Thoroddsen er ađ eiga sér stađ og ţađ í botni Syđridals!
Bóndinn hlustar og nýtur heimsbókmenntanna.
Lesturinn berst frá virkjun orkbús Vestfjarđa í dalbotninum. Bensi í virkjuninni í essinu sínu og spilar dalbúum til yndisauka. Ađ vísu má telja ađ bóndinn á Hanhól sé sá eini sem heyri fyrir utan Bensa sjálfan - í ţađ minnsta í mannheimum. En kannski falla slíkar bókmenntir í kramiđ hjá ferfćtlingum - ekki er gott um ţađ ađ segja.
Já Bensi hjá orkubúinu var fyrir ţađ ađ spila tónlist og jafnvel leikrit ef svo lá á honum - og ţá ekki bara fyrir sig sjálfan heldur bauđ hann dalnum öllum upp á slíkar veislur!
Einhverju sinni hafđi Bensi samband viđ bóndann og spurđi hvort hann hefđi eithvađ heyrt í tónlistinni hjá sér - bóndi svarađi ţví til ađ örlítinn óm hefđi hann jú heyrt. Jahá sagđi ţá Bensi - ţađ lagast - ég var ađ fá mér nýjan magnara - ţú muntu heyra mun betur nćst!!
Og svo ómađi tónlistin sem aldrei fyrr og jafnvel fuglarnir tóku sér pásu og hlustuđu á Bach og félaga.
Já ţessi Bensi sem svo var kallađur var eftirlitsmađur orkubúsins í Syđridal og bjó ţar í herbergiskitru. Ţegar línumennirnir fóru skildu ţeir eftir vinnuskúra og ţá vćnkađis hagur Bensa og hann flutti sig í einn vinnuskúrinn. Međ allt til als viđ stöđina ţá fékk hann sér stundum neđan í ţví og spilađi fyrir íbúa dalsins.
Á stundum kallađi hann eftir leigubíl og lét fćra sér flösku. Í einni slíkri ferđ komst leigubíllinn ekki lengra sökum snjóa en ađ Hanhól og var bóndinn fenginn til ađ framlengja ferđina enda vel jeppa búinn. Bensi brást hinn versti viđ - fannst ţetta nú einum of langt gengiđ ađ trufla bóndann si svona - argasta ókurteisi og skammađist út í leigubílstjórann.
Já hann spilađi ekki til ađ hrella hann Bensi - heldur til yndisauka.
Ţrátt fyrir fábreitt líf í virkjun í Syđridal var Bensi enginn hreppsómagi - nei hann var jarđeigandi í Arnarfirđi og ku hafa gefiđ orkubúinu jarđirnar á einhverjum tímapunkti. Ekki fylgir sögunni hversvegna - líklegast til ađ efla starfsemi orkubúsins og leggja sitt af mörkum svo ađ íbúar svćđisins fengju trygga orku um ókomin ár.
Ţađ virđist ţví miđur ekki hafa gengiđ eftir. En á kyrrlátu kvöldi má víst ennţá heyra óminn af klassískri tónlist berast frá virkjunarhúsinu í Syđridal.
Og ţađ löngu eftir brotthvarf Bensa.
Athugasemdir
Ég man vel eftir Bensa frá ţví ég var strákur. Ţađ var eitt hús á milli hans og ömmu og afa úti á Bökkum. Viđ krakkarnir vorum hálf hrćdd viđ ţennan karl sem safnađi miklu af drasli viđ húsiđ sitt, en vafalaust var hann besta skinn. Ég get sagt ţér Tolli ađ hann spilađi líka á Bökkunum svo ómađi út á götu. Seinna var húsiđ hans rifiđ og ný rađhús fyrir ratsjárstofnun byggđ í stađinn.
Ingólfur H Ţorleifsson, 18.2.2010 kl. 11:19
Góđ og vel skrifuđ frásögn.
Níels A. Ársćlsson., 21.2.2010 kl. 21:59
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.