Færsluflokkur: Bloggar

Kolruglaður Tom Cruise.....blaðrandi um vísindakirkjuna....

Hér er myndband með Tom Cruise blaðrandi um vísindakirkjuna - og sá er haugruglaður!!

 


Góður vinur minn Bobby Fischer látinn. En við látum ekki deigan síga - tökum fleiri uppá arminn!

Vinskapur okkar Bobbís var nú líklega eins og vinskapur hans við þorra Íslendinga - svona bara í aðra áttina. Hann þekkti mig ekki neitt og vissi ekkert að ég væri til en ég þekkti hann - hann var Íslandsvinur.

Við Íslendingar höfum verið nokkuð duglegir að taka okkur vini og koma á þá íslenskum ríkisborgararétti.

En út frá viðskiptalegu sjónarhorni er þetta auðvitað taprekstur. Við fáum ekkert í staðinn - dúndrandi gjaldþrot.

Ég get nefnt dæmi úr íþróttaheiminum: Dúrananó sem kom frá kúbu - Alfreð Gísla fékka'nn til KA og í landsliðið - þar lék hann nokkra áhugaverða leiki, þakkaði fyrir sig og er horfinn. Týndur sonur. Gufaður upp.

Ég get nefnt dæmi úr menntaheiminum "hjálpum til náms..": Tengdadóttir ráðherra fær ríkisborgararétt á mettíma til að komast í nám í útlöndum. Búmm. Horfin.

Hingað og ekki lengra segi ég.

Förum út í alvöru bisness - græðum á þessari "góðmennsku" og rukkum fyrir greiðann. Seljum ríkisborgararéttinn dýrum dómum til þeirra sem nenna ekki að bíða og eiga monnípening.

Og ekki er úr vegi að slá tvær flugur í einu höggi - taka við liði sem aðrir vilja losna við - t.d. gamla einræðisherra.......OJ Simpson er víst á lausu - hann gæti innleitt "amerískan fótbolta".....

nú eða....handboltamenn sem eitthvað geta og endast nokkrar keppnir..... það gerðu Spánverjar með góðum árangri.

 


”Oprah sparkar dr Phil” - búin að fóg af bullinu.....

 philoprah_518510w

Já kellingin er búin að fá nóg af þvaðrinu í Dr. Phil - sem til að reyna að hífa upp áhorfendatölur tók á það sjúka ráð að reyna að plata Britney Spears í þáttinn. Hann ku nefnilega ekki vera neitt rosa vinsæll í USA...þó svo að kellingarnar hér sitji stjarfar yfir honum.....

Þá var miss diet nóg boðið - og ætlar að reka hann sjálf!!

Jamm ekkert múður við kerlinguna atarna.

http://www.aftonbladet.se/nojesliv/article1644950.ab


"Sýnd veiði ekki gefin" sagði Alfreð og montaði sig af "leynivopni" gegn Svíum.......

Já - það hefur aldrei vantað yfirlýsingarnar.....

 


mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getuleysið á heimsmælikvarða - Alfreð Gíslason greinilega með liðið á "réttri" leið...

Ég hugga mig við að vera fluttur heim frá Svíþjóð og þurfa ekki að sitja undir háðsglósum í kaffinu á morgun!!

Alfreð minn...við hvað vinnur þú nákvæmlega?

.....eitthvað allt annað en handboltaþjálfun hlýtur að vera......

 

 


Fullkomið æðruleysi - fræknar frænkur mínar tvær.

Síminn hringdi hjá mér í gær og var það móðir mín að segja mér frá því að viðtal yrði við frænkur mínar tvær sem fengið hafa það hlutskipti í lífinu að berjast við óþekktan sjúkdóm sem veldur alvarlegum skaða á vöðvakerfi líkamans. Lömun. Auðvitað hefur fjölskyldan fylgst með þessari baráttu í gegnum árin - ég meira í fjarlægð þó svo að ég og pabbi þeirra systra, Snædísar og Áslaugar séum mikið skyldir - systra synir.

previewOg í gærkveldi sat ég með tárin í augunum og horfði á kastljósið - og tárin áttu ýmist upptök sín í sorg, stolti eða aðdáun - slík var upplifunin. Æðruleysi systranna var með eindæmum.

Ég vil benda þeim sem ekki sáu kastljósið í gær að skoða það hér á netinu - það er öllum hollt að sjá hvernig ungar systur takast á við hreint óskiljanlega erfiðleika - en gera það af slíkum dug að ég hef aldrei vitað annað eins.

Loks fannst mér umræðan snúast um eitthvað sem skiptir máli - ekki pólitískt argaþras eða um spillingu í viðskiptum - nei, í gær fjallaði Kastljósið um það sem okkur öllum finnst svo sjálfsagt en sumir þurfa að hafa svo mikið fyrir - lífið sjálft.

 

 


Að fyllast þjóðarstolti.

Íslenska landsliðið er víst að fara að keppa á EM í handbolta. Yfir því á maður líklegast gleðjast - fyllast þjóðarstolti. Enda með eindæmum hvað íslenska landsliðið getur sýnt á slíkum mótum - ýmist skíttapað eða unnið ótrúlega sigra. Eiginlega magnað alveg.

Ég á þó ekki von á verðlaunasæti. Ekki núna og reyndar bara aldrei. En af þjóðarstolti mun ég fyllast - yfir því að við hreinlega spilum handbolta við þá bestu. Ég verð haugfullur af þjóðarstolti.

Ég fylltist líka af þjóðarstolti í Bónus í dag. Á meðan konan raðaði í körfu stóð ég og las Séð og Heyrt. Þar á forsíðunni mátti sjá fyrirsögn um nafngreinda stúlku sem fór í sleik við Tarantino - leikstjórann fræga. Stórkostleg frétt. Þær voru víst fleiri sem reyndu og kannski fengu. Og þarna stóð ég stoltur og las.

Já það eru uppgangstímar í almannatengslum okkar íslendinga.

Áfram Ísland!!


Af "eignasöfnum".....

Mikið er gaman að heyra fjárfestana tala um "eignasöfnin" sín. Ég auðvitað ákvað í byrjun nýs árs að gera hið sama - sagði við konuna að ég þyrfti að skreppa niður í kjallara að fara yfir "eignasafnið".

Fór svo niður í kjallara.

Og eignasafnið - já, það var nú kannski af öðrum toga en margrædd "eignasöfn" auðkýfinganna - reiðhjól, skór, verkfæri og ýmislegt sem safnast á mann og yfirleitt endar í kjallaranum......enda fór ég þangað þegar ég ætlaði að fara yfir "eignasafnið".

En því miður endaði stór hluti í ruslapokum og líklegast löngu brunnið í logum Funa fyrir Vestan. Eignasafnið hefur rýrnað - brunnið upp líkt og hlutabréfin. En ég á samt hjólið og verkfærin og eitthvað af skóm......Errm

Já, svo er nú það.


Hverra manna ertu þú vinur?

Ég er Akureyringur í húð og hár þó ættir eigi ég að rekja í Svarfaðardal og austur á land. Og þegar ég var að alast upp á Akureyri og mætti manni sem tók mig tali þá hófust viðræðurnar ávalt á þessum orðum:"hverra manna ert þú vinur".

Þetta þótti ekkert tiltökumál enda eðlilegt að vita hverra manna menn eru. Enginn áfellisdómur - nema kannski ef maður var ekki "af réttum ættum" að mati viðmælanda. En ekki spurði maður til baka...."en þú"... nei það bara var ekkert svoleiðis.

Og ég man líka vel eftir því þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í atvinnulífinu - þ.e. sem sumarstarfsmaður með skóla - varla stærri eða merkilegri en brunahani í götukanti - nú, þá hafði pabbi samband við kennidíana og ég var settur sem aðstoðarmaður Geirsa í Tryggvabrautinni - dældi bensíni á bíla og ýmislegt sem til féll. Það þótti bara allt í lagi að pabbi reddaði mér þeirri vinnu - enda bjó jú einn kennidíinn í götunni heima og var ágætis kunningi pabba. Það var bara svoleiðis.

Nú hin síðari ár - sérstaklega eftir að ég menntaði mig - þá hef ég lítt getað beitt pabba fyrir mig - enda karlinn kominn á eftirlaun og hefur engin ítök - og kennidíarnir búnir að selja. Ég hef því þurft að telja upp á pappír allt sem ég hef lært og gert og sem ég tel skipta máli í það og það skipti. Og stundum hefur það bara ekki dugað til - ég ekki passað fyrir viðkomandi starf - þótt hæfur - en bara annar sem var hæfari - út af betri menntun og meiri reynslu. Ég hef auðvitað tekið því enda engin ástæða til annars.

En það er þetta með hæfnina. Mér virðist nefnilega hæfni vera svo merkileg. Það sem einum finnst gott - þykir öðrum slæmt. En auðvitað er mikilvægt að hæfnin sé tengd því sem verið er að leita í fari umsækjenda. Ekki er til dæmis gott að ráða dýralækni sem mannalækni þó auðvitað megi fullyrða að sumir sjúklinganna séu "bölvaðar skepnur" og sumir lítt skyni bornir. En það bara passar ekki. Frekar en að ráð glæpamann sem lögfræðing - jafnvel þó að sá hinn sami hafi áralanga reynslu og margoft komist í kast við lögin.

Maður getur nefnilega verið hæfur þó annar sé kannski bara miklu hæfari. Sama hverra manna maður er.

En á Akureyri gilda greinilega ennþá sömu gömlu gildin og spurningin "hverra manna ertu" hljómar líklegast enn.

Nóg um það.


Á láréttu skriði um Ísafjarðarbæ.

Ég átti erindi í verslun í miðbæ Ísafjarðar. Ekkert er merkilegt við það en hinsvegar þurfti ég að beita nánast óhefðbundnum aðferðum við að komast í búðina. Í það minnsta óhefðbundnum miðað við tíma dags og það að vera blá edrú.

Ég fór um að mestu láréttur -

En á Ísafirði er bæjarstjórnin að virðist svo "snyrtileg" að ekki er borinn "skítugur sandur" á gangstéttar bæjarins. Í það minnsta ekki á Eyrinni. Kannski eru aðrar aðstæður eru innar í firðinum þar sem "stjórinn" býr...hvur veit - ekki ég enda legg ég ekki láréttur leið mína lengra en þurfa þykir.

En auðvitað sér maður bæinn í nýju ljósi þegar maður fer svona láréttur á milli staða - sérstaklega á eyrinni. Þá kemur í ljós hve herfilegt ástand er á götum bæjarins - þær eru hræðilega ósléttar og malbikið götótt. Ekki nóg með að það sé vont yfir höfuð að detta og liggja láréttur í hálkunni - það bætir ekki úr skák að vera hálfur ofan í holu og komast vart upp - bara hreint verulega óþægilegt og sjálfsagt stórhættulegt til lengdar.

Já ég held að nú verði eitthvað að gera - þetta er ekki fólki bjóðandi sem vill á venjulegum degi komast á milli staða standandi í lappirnar.

Og hana nú!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband