Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 19. september 2008
Maður hefur mök við glænýjan Toyota jeppa!
Margt er brasað í henni veröld - og ekki allt gáfulegt. Nú nýlega keypti maður sér nýjan jeppa af fínustu gerð - skrapp í bæinn og lagði bílnum eins og lög gera ráð fyrir.
En viti menn - þegar hann kom til baka varð hann vitni að því að ölvaður maður var með buxurnar á hælunum og hugðist hafa mök við bílinn.....og það að framanverðu!!
Já alveg ótrúlegt!
Ég hafði samband við sérfræðing hjá Toyota og spurði út í hvort að þetta væri ekki undarlegt? Jú, svaraði maðurinn - en hafði skýringu á því hversvegna maðurinn nýtti sér ekki púströrið - það væri jú eini lógíski staðurinn að sting'onum inn..... - nýjustu bílarni væru nefnilega með "bakk-skynjara" sem gerði þeim kleift að nema svona aftaníhossa.
Já ekki er nú öll vitleysan eins.
http://www.expressen.se/Nyheter/1.1305654/berusad-man-hade-sex-med-bil
Bloggar | Breytt 20.9.2008 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. september 2008
Samkeppnin harðnar á markaðnum - yfirtökuskilda handan við hornið!
Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni að markaðurinn er í molum - heimsþekkt fyrirtæki leggjast á hliðina - þá hægri segja sumir en þá vinstri aðrir. Svo dæmir hver fyrir sig. Þetta ku vera kreppa.
Við hér fyrir Vestan höfum ekki farið varhluta af þessu ástandi - kreppunni á markaði.
Á kaffistofumarkaðnum!
Það er nefnilega svo að ein helsta kaffistofa bæjarins hefur verið við það að leggjast á hliðina - stjórinn sigldur og í fá hús að vernda fyrir "hásetana".
Og svo þegar ég leit við á kaffistofunni í gær þá sátu þar tvær hræður - þögular og þungbrýndar. Kaffi var á könnunni - ílla uppáhelt og enginn til taka við skömmunum - því ekkert betra var í boði - stemningin var svo dauf að það hefði mátt heyra saumnál detta - í félagsskapnum þar sem venjulega hefði ekki mátt heyra saumavél detta! já slík var þögnin.....
Ekki var ég búinn að dvelja lengi þegar gest bar að garði - já og þá gerist það - í ljós kemur að óvæntur samkeppnisaðili nýtir sér fákeppnina og býður til veislu - ekkert kex drasl - nei gúmmorren - alvöru kökur!
Já svona harðnar samkeppnin á markaðnum - og nú varð okkur ljóst sem mættir vorum á Bragakaffi að með þessu væri Óli málari að reyna að ýta Braga út - kom'onum út í kuldan - ná í kallana - ná yfirhöndinni á markaðnum!
Að vísu brugðust þeir tveir sem sátu á Bragakaffi harkalega við - þeir Maggút og Óli á Gjögri - en hvað má maður við margnum - tja ég spyr?!
Og miðað við lýsingar Sævars á kræsingunum hjá Óla málara og viðtökunum þá má ætla að hann sé kominn með yfirtökuskyldu!!
Já ég held að Bragi sigli ekki aftur - í það minnsta ekki án þess að taka kallana með!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Fallegt gamalt hús með sál til sölu í fallegri götu í fallegum vestfirskum bæ.
Þegar við fluttum hingað til Ísafjarðar þá var mér sett það skilyrði að finna hús - gamalt hús og fallegt. Ekki yrði um annað að ræða en að upplifa þægilega tilfinningu að búa í húsi með sögu. Og það gerðum við - keyptum ákaflega fallegt hús í Tangagötunni - hús með sögu og sál.
Að upplifa það að fólk banki uppá til að fá að skoða æskustöðvar eða híbýli ættmenna - jafnvel fæðingarstaðinn er til að kóróna notalegheitin!
Já og nú er ætlum við að selja - ekki að flytja í burtu - nei aðeins að stækka við okkur. En Tangagötu 23 verður sárt saknað - enda yndislegt hús í fallegri götu.
Hefur þú áhuga? tja, láttu mig vita....ég skal senda myndir...
Upplýsingar er að fá í síma 8585140 eða 8616789
Bloggar | Breytt 12.9.2008 kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 10. september 2008
Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur?
Já máltækið góða á svo sannarlega við hér - svo ekki sé meira sagt!
Lögreglan kölluð út vegna hvals í Þernuvík?!... þeir hafa væntanlega farið þangað í "forgangsakstri"....
Og hverfa svo á braut með skottið á milli lappanna.....ÁN ÞESS AÐ GERA HÚSRANNSÓKN HJÁ KONNA EGGERTS!!
Hnúfubakurinn í Þernuvík lifandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 4. september 2008
"Soddan konur kosta nokkuð" var sagt um Grasa-Guddu...en Breiðavíkurdrengirnir kosta varla krónu....
Titillinn er tilvitnun í ummæli Sigurðar á Dal þegar hann dáist að henni Grasa-Guddu, sem gat sko tínt grösin.
Og tilefnið - jú, þannig var að ég sat ákaflega áhugaverðan fund í hádeginu í dag og sem fjallaði um jafnréttismál. Margt var skrafað og ýmislegt áhugavert. Að vísu fannst einni samstarfskonu minni frekar skrítið að sjá mig þarna - líkti því við að hitta talibana í kirkju....hvað veit ég - en hinu skal til haga haldið að ég er alinn upp með systrum mínum fjórum!! Já og hún mamma passaði sko uppá að ég lifði það af - varð mig með "kjafti og klóm".....hún passaði sinn prins!
En nóg um það - þó svo að maður hafi nú kannski ekki alltaf rokið til og þvegið upp eða strokið yfir gólf....ég meina stelpurnar voru "hvort eð er að því....".
En þetta með jafnréttið. Mér fannst ákaflega merkilegt að búið er að sýna fram á að í þeim fyrirtækjum sem konur eru við stjórn - eða í stjórn - þar er framlegð meiri og andinn betri. Af hverju eru þessar niðurstöður ekki notaðar og eftir þeim farið? Tja maður spyr sig.....kannski af því að þá þarf að stokka upp og breyta til - losa sig við "félagana" og setja konur í stöðurnar?
Og fyrst maður er á annað borð farinn að verðleggja fólk - þá get ég ekki sleppt því að hneykslast á verðlagningu þeirra Breiðavíkurdrengja sem svo eru nefndir. Ódýrari menn hef ég ekki séð - kosta nánast ekkert - miklu minna en t.d. ein Kínaferð ráðamanns......eða svona um það bil dagpeningarnir sem greiddir voru í Kínaferðinni.......sé farið eftir verðlagningu ríkisstjórnarinnar! En við hverju er að búast - ég bara spyr?! Ekki bjóst fólk við að þeim yrðu greiddar mannsæmandi bætur!
Nei - víða er pottur brotinn. En verst er þó þegar "pottasmiðurinn sjálfur brýtur þá" - það er hneisa. Ég held að ráðamenn þjóðarinnar ættu að verðleggja mannslífin meira - mannslífin sem forverar þeirra tóku og eru yfirvöldum til ævarandi skammar.
það er mín skoðun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 3. september 2008
Fullkomið tillitsleysi - Bragi bregður sér frá!
Það ríkir ófremdarástand hér á Ísafirði. Ástæðan er einföld - Bragi bregður sér frá - fer bara sisona í skemmtisiglingu og skilur "kaffigestina" eftir úti í kuldanum!
Og Magnús er brjálaður - lemur sér á brjóst - baðar út öllum öngum og hrópar í bræði "ég veit´ða....Steinþór kann ekki að hella uppá - það verður ekkert kaffi.....lengi".
já, nú er ástandið slæmt. Mjög slæmt. Haustið sækir að og varla orðið sitjandi á bekknum við guðshúsið nema stundum - ekkert að gera - ekkert kaffi og ekkert spjall.
Já - síðustu kaffitímarnir í Bragakaffi hafa verið þrungnir spennu - svona eins og beðið væri eftir endalokunum - eftir að Bragi brygði sér frá. Langar þagnir og fussað og sveiað.
Og svo er það hann Óli í Gjögri - ekkert fréttist af honum. Sögur eru rifjaður upp og Magnús er ennþá að bera til baka söguna um augun....trúir því ekki ennþá - ekki satt.
Og þá rifjast upp sagan af því þegar Óli fann njósnabaujuna rússnesku - í róðri og tók hana í tog heim. Þegar heim var komið var baujan opnuð - innvolsið skoðað og það hirt sem nýtilegt þótti. Svo lá bara baujan þarna og Óli vissi ekkert hvað ætti að gera við hana. Kannski ekki gott að láta'na liggja svona á glámbekk. Að vísu kom hún í góðar þarfir þegar Óli var í tiltekt í skúrnum og gat losað sig við uppsópið af gólfinu - stakk því í baujuna og skrúfaði lokið á. En nú eru góð ráð dýr - hvurn fjandann skal gera við bauju helvítið. Ráðið væri auðvitað að draga hana út á sjó aftur - skil'enni. Og það gerir Óli og prísar sig sælan að losna við baujuna.
Svo gerist það að bátur siglir fram á baujuna og gerir landhelgisgæslunni viðvart. Sérfræðingur er sendur norður - sérfræðingur í baujum og sprengjum - enda veit enginn hvað svona baujur hafa að geyma - nema náttúrlega Óli. Sérfræðingurinn ræðir við annan sérfræðing og saman taka þeir sérfræðilega ákvörðun - ráðið sé að hafa samband við herinn í Keflavík. Rússarnir eru kannski að hlera - héldu þeir og því rétt að kaninn kanni málið. Stór herþyrla er send norður á Gjögur að sækja baujuna - best að flytjana suður til rannsóknar eða eyðslu. Óli fylgist með á hlaðinu - þegar baujan er hífð uppundir þyrluna - sem flýgur svo tignarlega í burtu með baujuna hangandi neðanundir - og hverfur yfir fjallgarðinn. Baujunni verður að farga - gæti innihaldið hættulegan farm - njósnatæki eða þaðan af verra.
Já þetta var tignarleg sjón þegar herinn sótti ruslið á Gjögur. Óli kímir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Hvaða endemis kjaftæði er þetta eiginlega?
Mér finnst vera eitthvað svo mikið kjaftæði á ferðinni þessa dagana.
Að nokkrir þingmenn sofi upp við Elliðavatn frekar en heima hjá sér - ekki svo að maður fagni ekki fyrir hönd makanna sem væntanlega hafa verið guðslifandi fegin að vera laus við þá þó ekki væri nema yfir blánóttina. Guð minn góður - hver vill yfir höfuð sofa hjá til dæmis nöfnunum Árna og Árna....
Að menntamálaráðherra taki sér dagpeninga í skemmtiferð til Kína og lendi í hreint farsakenndum aðstæðum í athyglisbaráttu við forsetafrúna sem lét mynda sig við að nudda leikmann landsliðsins!
Að einhver kaupi svitastorkna íþróttatreyju af Ólafi Stefáns fyrir milljón - já til að, ekki klára, heldur hefja byggingu á skóla í Jemen - þegar augljóst er að peningunum væri betur varið í að aðstoða fátæka á Íslandi.
Að sumir MS sjúklingar fái lyf sem ku vera mjög gott - ekki allir - nei bara sumir!
Að forsetafrúnni skuli vera fyrirmunað um að læra íslensku - og sé nú með Kína leiknum stimpluð sem "krúttleg".
Að það skuli vera fréttnæmt að Björgólfur Thor skuli fljúga með "almennu" flugfélagi til Kína - líkt og að hann skuli vera með eitthvað öðruvísi rassgat en aðrir íslendingar!
Já og þetta með golfið - mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvernig stendur á því að ekki sé hannaður "dræver" sem slær beint.....hvaða kjaftæði er það eiginlega?
Og hvaða andskoti fór að spyrja spurninga sem þurfti að svara: "stöndum við undir allri þessari fjárfestingu..þessari útrás....þessum kaupum...." - og kom kreppunni af stað - hverslags fáránlegar spurningar eru þetta eiginlega.....þetta kallar maður að spyrja í hugsanaleysi.....???
tja maður spyr sig.....
Nei ég er mest undrandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Styrkjum íþróttahreyfinguna "til árangurs" ekki "fyrir árangur"!
Auðvitað er það gott og gilt að styrkja landsliðið - og kalla það verðlaun fyrir frábæran árangur. En væri ekki ráð að styrkja Íþróttahreyfinguna "til árangurs" en ekki "fyrir árangur"?!
Réttast væri að fara nú yfir stöðuna - hvar skóinn kreppir - hvar eru möguleikar til árangurs - og styrkja svo um munar - gera 5 ára plan og meta svo stöðuna!
Og svo auðvitað að nota tækifærið og gera ungum íþróttamönnum af landsbyggðinni kleift að sækja stór íþróttamót á höfuðborgarsvæðinu með því að:
- Bæta vegasamband....
- Efla Íþróttir og aðstöðu á landsbyggðinni....
- Niðurgreiða ferðalög ungra íþróttamanna....
- Efla Íþróttakennslu og fræðslu almennt....
HSÍ fær 50 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Fórnarlömb sýrunnar - ógeðslegar afleiðingar afbrýðisamra eiginmanna og feðra.
Í Pakistan og Bangladesh er ætandi sýra notað sem vopn. Ekki í stríði - heldur til þess að valda skaða og niðurlægingu hjá konum. Og það sem verra er - mennirnir þurfa ekki að gjalda fyrir fólskuverkin!
Þetta er gríðarlegt vandamál í þessum löndum og hefur Amnesty International miklar áhyggjur af málinu.
Og hvað hafa konurnar gert til að þurfa að þola slík fólskuverk mannanna?
Irum Saeed, 30 ára var á leið á markað að kaupa mat þegar helt var yfir andlit hennar ætandi sýru. Ástæðan var afbrýðisamur maður sem hún hafði nokkrum árum áður neitað að giftast.
Najaf Sultana, 16. ára fæddist sem stúlka - það þoldi pabbi hennar ekki!! Mann fjandinn helti yfir hana eldfimum vökva og kveikti í. Atburðurinn átti sér stað þegar stúlkan var fimm ára og til að fullkomna mannvonskuna henti hann barninu út. Nú býr hún hjá frændfólki og hefur farið í fimmtán aðgerðir til að laga andlitið.
Sabira Sultana, 30 ára var gift og ófrísk. En maður hennar var vonsvikinn með lítinn heimamund sem hann fékk frá foreldrum stúlkunnar. Eftir tuttugu aðgerðir þorir loks Sabira að horfa í spegil - en ætandi sýra veldur gríðarlegu tjóni á vefjum og skilur eftir ljót ör.
Saira Liagats, 26 ára. Hún átti sér draum um að ljúka námi - það þoldi eiginmaður hennar ekki. Eiginmaðurinn sem keypt hafði stúlkuna og gifst henni 15 ára helti ætandi sýru yfir andlit stúlkunnar.
Já mannskepnan er á tímum óskiljanleg - óvægin og hreint út sagt ógeðsleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Að kaupa kýr.
Það eru uppi hugmyndir um að leyfa frjálsan innflutning á kjöti. Mér er tjáð að það gerist nú strax í haust. Ekki ætla ég sérstaklega að ræða það eða úttala mig um mína skoðun á slíku - en ljóst er að við Íslendingar lifum í samfélagi við aðrar þjóðir og verðum líklegast að sætta okkur við þá staðreynd.
Hvort að frjáls innflutningur muni hafa áhrif á bændur og afkomu þeirra skal ósagt látið - þó auðvitað eigi maður von á því. En hitt er ljóst að við búum við ákaflega sérstakar aðstæður hér á íslandi - við eigum gömlu landnámsrollurnar óbreyttar og það sama má segja um kýrnar. Sem hafa eiginleika sem ekki finnast í öðrum tegundum. Svo er spurningin hvort að við viljum yfir höfuð varðveita þessa stofna - varðveita sérkenni okkar íslensku kinda - okkar íslensku kúa ?
En það sem eftirvill er merkilegt í allri þessar umræðu - eða kannski ekki - er hve lítil nýliðun er í greininni - ungt fólk vill ekki gerast bændur - sér ekki hag í því og treystir ekki framtíð greinarinnar. Þetta er mér sagt.
En hvað er hægt að gera? Á að efla ríkisstyrki til greinarinnar - eða taka þá af með öllu? Á að opna landið fyrir innflutningi á nýju kúakyni - sem er stærra og mjólkar meira? Á að leyfa óhindrað að flytja inn allt það kjöt sem hugurinn girnist? Láta markaðsöflin ráða?
En eitt sinn þótti spennandi að vera bóndi. Ég man eftir því að ungur maður úr Reykjavík flutti norður í land og keypti jörð - ætlaði að verða kúabóndi. Hann hafði samband við föður minn, héraðsdýralækni og fékk aðstoð við val á hentugum kúm í fjósið. Bændur í nágrenninu brugðust vel við og seldu honum gripi - kýr á ýmsum aldri. Nú var það svo að bændurnir höfðu misjafnar skoðanir á hvernig besta samsetningin ætti að vera á bústofninum og mikið var skrafað og skeggrætt. Sá að sunnan var ekki alltaf með á nótunum og treysti á að bændurnir vissu hvað honum væri fyrir bestu. En svo kom að því að hann stóð á gati - kallaði á dýralækninn föður minn - tekur hann afsíðis og segir "segðu mér, hvað er þetta Kvíga sem bændurnir vilja endilega selja mér"??
Já, að hefja búskap er ekki einfalt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)