Ef þú hefur verið í vafa um náttúrufegurð Vestfjarða - skoðaðu þetta.

Ég fór í stórkostlega ferð með Frigga Jó úr Grunnavík í gær - við sigldum hópi Ísraela norður í Hornvík - blíðskapar veður og fegurðin stórbrotin. Sjófuglar í björgum og snjórinn að hörfa - hvönnin farin að gægjast upp. Ég læt myndirnar tala sínu máli - eins skulu þið kíkja á myndbandsbúta hér til hliðar. Skoðið endilega http://www.grunnavik.is

SP_A0118Horft til norðurs - í fjarska er Jörundur og Kálfatindur. SP_A0116Hornbjarg er stórfenglegt.

SP_A0115Hér má sjá Súlnastapa undir Hælavíkurbjargi.

SP_A0113Tignarlegur stendur Súlnastapinn - þétt setinn fugli.

SP_A0105Múkkinn - besti vinur sjómannsins flaug með okkur til halds og trausts.

SP_A0129Kapteinn Friggi - Með Hornbjargið í baksýn - Tveir tignarlegir toppar fyrir Vestan. Patti frá Geirastöðum er skipstjóranum á hægri hönd.

SP_A0097Ekki amalegt myndefni þetta - nóg um það.

SP_A0093Straumnesviti í öllu sínu veldi - í fjarska er Riturinn. SP_A0098Og ekki má gleyma Kögur - þó ílla hafi reynst Álfellsbræðrum að skíra línubát í höfuðið á því.


Að fæðast í röngum líkama - sönn saga úr Vestfirskri sveit.

Nú er það ljóst að hún Salka mín er fædd í röngum líkama - er Border Collie en þolir ekki rollur. Ég lét taka blóðprufu úr henni - sendi til Ameríku og viti menn, Salka er enginn sveitahundur! Nei Salka mín "jú ar nó kántrígörl".

Hvað get ég gert - tíkin þolir ekki rollur - illa hesta og fæstar grastegundir. Hún er týpísk "sittí görl". Já það er ekkert grín að vera smalahundur með ofnæmi fyrir rollum. Ég held að vísu að hún sé sátt við kynið - í það minnsta setur hún sig í gríðarlega flottar stellingar þegar hún kastar af sér vatni - svona hálfgert splitt með þungann á framlöppunum - líklega er til eitthvað fagheiti á þessu sem ég kann ekki að nefna - En hún hefur engan áhuga á staurum eða brunahönum - úff eins gott. Nægileg er niðurlægingin að hnerra í hver skipti sem hún sér rollu - eða tárfella yfir tölthesti. 

Já svona gerist þegar læknavísindin fara að skipta sér af og ég dauðsé eftir því að hafa sent Sölku í blóðprufuna - nú finnst mér ég vera með sjúkling í eftirdragi - Salka mín þetta og Salka mín hitt. Nei maður á ekki að vorkenna hundum - maður á að vera góður við þá - en aldrei vorkenna. það á heldur ekkert að berja þá - en skamma og láta hlýða það er málið - jafnvel hundskamma þá. En núna er Salka auðvitað afsökuð - með ofnæmi fyrir hinu og þessu - rollum og hveiti - kakkalökkum og truntum. Já hún má ekki einu sinni fá sér pizzasneið - og ég sem hélt alltaf að hún fengi bara drullu af pizzunum á Greifanum hjá Palla vini mínum á Akureyri - neibb, hún þolir bara ekki ger.

já það er vandlifað að vera í vitlausum líkama.


Bóndinn - báturinn - vélin - skipstjórinn - heimasætan og heimalingurinn.

Lífið í sveitinni gengur sinn vanagang  - lömbin fæðast eru köruð og ólíkt mannfólkinu eru komin á fæturna innan skamms. En veðrið er engum hliðhollt í dag - norðan kaldi og snjór niður í byggð. Leiðinda tíð - bölvuð ótíð að mér finnst.

SalkaJá - ekki beint grænt túnið við Hanhól - Salka undrandi á þessu rugli - enda óskiljanlegt hvernig gróðurhúsaáhrifin hafa komið öfug út....

 

Ég skrapp í kaffi í morgun til stjórnarandstæðingsins í Bolungarvík - þar er alltaf tekið á móti manni með heitum kaffibolla - spjalli um menn og málefni. Já Jói er að verða "síðasti móhíkaninn" - Framsóknarmaður með stóru effi - hliðhollur Guðna og er líklegast bara sáttur við að Jón hafi tekið pokann og haft sig á brott - veit það svo sem ekki en mér finnst gaman að segja það - það verða þá líklegast líflegar umræður næst þegar ég lít við. Í dag vantaði reynda Arngrím frá Dröngum - hann er sveittur við að taka á móti lömbum - allt ferhyrnt hornstrandakyn sem ku vera það gáfaðasta sem finnst. Kannski veitir ekki af enda Grímur genginn í Frjálslindaflokkinn - þennan sem stofnandinn og forystusauðurinn sagði sig úr.

En hvað um það - nú á að gera gamlan björgunarbát kláran í siglingar - búið að smala bátnum úr túninu og hann kominn heim að skemmu - vélin klár að mestu í skemmunni - og allt að verða klárt.

baturBáturinn sem brátt mun þeysast um Djúpið....

 velOg vélin er klár.... svona að mestu leyti. SABB '72 í fullu fjöri.

Magnea og moliHeimasætan Magnea með Mola litla í fanginu - já stelpurnar á Hanhól eru mikil náttúrbörn - og nú er ein í viðbót komin í hópinn eins og má sjá á blogginu hennar Salvöru.

Já - þó veðrið sé leiðinlegt - er lífið skemmtilegt.


Að forgangsraða rétt - setja lífið í fyrsta sæti.

Það var heldur einmanalegt í gufunni í kvöld - hann Stjáni vinur minn er farinn suður aftur - nýtt mein fannst og ný geislameðferð að byrja. Auðvitað verður þetta tæklað - að sjálfsögðu er ekkert annað i boði - já maður getur ekki annað en dáðst að styrk þessa manns - góður maður búinn mikilli sálar ró - maður sem gott er að eiga sem vin.

Ef þú lesandi góður mátt vera að - sendu Stjána hlýjar hugarkveðjur - hann er búinn að forgangsraða og setur lífið númer eitt. Það mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar.

Ég ætla að reyna að gera það líka.


Borðeyri - miðstöð vafasamra viðskipta og dóp-bæli....?

Það er alveg mögnuð frétt á bb.is í dag - ég bara verð að deila henni með ykkur. Og ekki er síðra kommentið sem skrifað er af Sigurði Atlasyni -

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=101145

Já það er ekki með öllu hættulaust að aka um þjóðvegi landsins - og Borðeyri er því miður að fá á sig stimpil sem "dóp-bæli"..... LoL

 


Gosið meira virði en genin.

Já gosið er meira virði en genin - það er hér með staðfest. Búið er að dæma kóla-gengi í fangelsi fyrir að stela uppskriftinni að kók og reyna að selja þeim pepsí mönnum - 8 ár þeinkjú verrý möts. En sjálfur Heilagur Jesús (Jesus Saint) fékk bara óskilorðsbundinn mánuð eða svo og einhverjar krónur fyrir að stela genum úr heilli þjóð - að vísu lítilli þjóð - en uppskriftin hjá kók er alveg eins fyrir litla kók eins og 2ja lítra....

Jebb - líklegast hefði Kári átt að skíra kompaníið deCoke.

 http://www.aftonbladet.se/vss/nyheter/story/0,2789,1077501,00.html


Lalli Johns og Eiður Smári - báðir gera út á "skorið" - annar má en hinn ekki.

Mikið óskaplega hafa auglýsingarnar með honum Lalla farið fyrir brjóstið á fólki - en öllum er skítsama um hvort Eiður Smári auglýsi - þó er það ljóst að báðir byggja á eigin reynslu, þekkingu og getu - eða getuleysi - allt eftir því hvernig litið er á málið. Ég er hinsvegar viss um að færa megi rök fyrir því að Lalli hafi "skorað" meira en Eiður og sé síst minni fagmaður. Hann hefur í það minnsta átt langan karríer - og er ennþá í eldlínunni þó auðvitað séu "meiðslin" farin að segja til sín.

Leyfum Lalla að njóta þess að vilja vinna heiðarlega vinnu - rekum ekki Lalla út í óreglu og afbrot. Lalli á fullan rétt á sér - fótógen fagmaður sem veit hvað hann syngur.

 það er mín skoðun.


Olíu-aðal með aðstoðarmenn fyrir Vestan. Kenndi Dressmann klæddum lágmenningarlýðnum að meika monný.

Ég gerðist laumufarþegi fljótandi um á olíufati - hlustaði á framtíðina og heyrði hvernig gullið svarta hló og lofaði framtíð engri lík. Olíu-aðal bar af - var með einkatúlk - í klæðskerasaumuðu með Rólex og gullkeðju. Eitthvað annað en Dressmann liðið að Vestan sem sat hinu megin borðsins. Jebb - hann kann að meika bisness - "bínn ðer dönn ðat and bot ðe tísjört" - talaði ensku með Texas hreim - Djei Arr mættur. Ég var stjarfur - seikó tölvuúrið mitt stoppaði og saumsprettan á kakíbuxunum virtist stækka. Úff. Ég fór út. Aungramanna að norðan hefur ekkert að gera á svona fundi - enda var mér ekkert boðið - ég laumaðist inn.

En auðvitað er þetta spennandi - múltíbisness með pótensíal og afleidd störf. Mér finnst við að við eigum að skoða þetta. En því miður...... - við eigum að borga fyrir að skoða þetta - úr eigin vasa - eða skildi ég þetta ekki rétt þegar olíu-aðal sagði: "jú peifor the umhverfismat and sei jess - and ðenn ví vill meik ðe moný". Já - þeir ætla sér nefnilega að sleppa við að borga fyrir matið - á umhverfinu. Þeir eru engir Landsvirkjun - þeir eru bisnessmenn með pótesíal - með kontakta út um allt - alltaf í bisness.

það er í mínum huga algjört skilyrði fyrir svona framkvæmdum að alvöru umhverfismat verði framkvæmt - og að þessum köllum verði gert það ljóst að slík vinna kostar og þar sem þeir eru að predíka bisness með múltíbilljón pótensíal þá geta 150 milljóns æslendic varla verið mikið - nokkrar tunnur af olíu - eða svo. Dropi í svartahafið.

Já - skoðum málið fyrir 150 milljónir - metum stöðuna og gefum þeim svar. Náttúrustofa Vestfjarða mun sjá um málið - það er ég viss um og í góðu samstarfi við sérfræðinga á sviðinu. Fyrr getur þetta ekki komist á umræðustig.

Það er mín skoðun.


Að vera negldur í höfuðborginni - mjög sársaukafullt og skilur eftir sig ör - í veskinu...

Þegar ég vaknaði í morgun og leit út um gluggann varð mér ljóst að ég hefði valkost - valkost um að vera heima eða fara suður og verða negldur af manni, mönnum eða jafnvel konu eða konum - í úníform.

Ég ætlaði nefnilega suður með fjölskylduna á morgun - keyrandi. En eins og allir sem hér búa og líklegast víðar á landsbyggðinni vita - þá hafði snjóað hressilega í nótt - og spáin er eins fram að helgi. Ég kemst því ekkert suður. Flugið er svo dýrt að það er ekki valkostur - og bíllinn er á sumardekkjum og því er það ekki valkostur að keyra suður. Ég á að vísu nagladekk á felgum - tilbúin til notkunar - en úniformin í höfuðborginni fá kikk út úr því að sekta saklausan landsbyggðarlýðinn - hef ég heyrt.

Svo að nú sitjum við heima - í snjónum og förum hvergi. Lífið gengur sinn vanagang fyrir sunnan geri ég ráð fyrir - án okkar.

Ég vona bara að eigendur Kambs á Flateyri séu á nagladekkjum þegar þeir fara suður með milljarðana.....því ég er viss um að starfsfólkið á ekki til skiptanna og hvað þá fyrir sektinni ef svo væri.


Á Akureyri er foss - sem sökum leirburðar er ekki hægt að virkja. Fossinn heitir Tungufoss.

Akureyringar eiga sér áhugamál - áhugamál sem þeir sinna framar öllum öðrum - en það er halda til haga upplýsingum um náungann - upplýsingum sem engum nýtast nema þá sem viðbit í kaffiboðum og á vinnustöðum. Og það er einmitt vinnustaður á Akureyri sem því miður er þekktur fyrir slíkt upplýsingarstreymi - er uppspretta mikils upplýsingaflæðis sem síðan fellur yfir almúgann sem fossinn frussandi - Tungufoss - öllum til ama og leiðinda - sorgar og sárinda. Já þeim er vorkunn sem á þessum vinnustað starfa og vilja ekki taka þátt í leirburðinum - en stjórnendurnir eru ákveðnir og vaxtarlagið sýnir að þeir kunna að safna í sarpinn - sögum og sögnum - færðum í stílinn eftir kúnstarinnar reglum.

Mikil auðlynd held ég að fælist í virkjun þessa foss - og umhverfisáhrifin jákvæð. En því miður held ég að staðreyndin sé sú að leirburðurinn sé slíkur að virkjunarmöguleikar séu hverfandi.

Ég varð nefnilega óþægilega var við þetta þegar ég hitti gamla skólafélaga á 20 ára stúdentsafmæli. Ég á nefnilega góða vinkonu á Akureyri sem þurft hefur að upplifa þetta ásamt sínum manni - öndvegis fólk í alla staði - en fossinn eyrir engum sem fyrir verður.

En sem betur fer þá er það svo að þetta fólk á góða vini sem vita betur og vita líka að Tungufossinn fyrir norðan mun á endanum þorna upp og hverfa - og eftir stendur minningin um foss sem alltaf var litaður af leirburði. Það er ömurleg minning - en áunnin.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband