Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Skúrkar í skjóli sakleysis.

Ég sá einkar áhugavert viðtal í sjónvarpinu um daginn við hann Sigurjón Árnason - þar sem hann var gripinn glóðvolgur í dómshúsinu. Hann var spurður að því hvort hann teldi sig bera ábyrgð...og svarið "bankinn taldi sig vera að gera rétt....bla bla bla...sukk sukk sukkk...."...bankinn taldi....

Bíðum nú aðeins... 95% eða meira af starfsfólki Landsbankans hafði ekkert með þetta að gera og þetta sama fólk er gjörsamlega saklaust af spillingu og sukki þessara fáu sem þarna tóku afdrífaríkar ákvarðanir.

Þetta þykir mér ömurlegt og óþolandi þegar þessir kónar tala um sig sem hluta af bankanum.....þeir örfáu spilltu kónar tóku ákvörðun í nafni bankans og drógu þjóðina með sér í svaðið. Ekki hvarflar að mér í eina sekúndu að hinn almenni starfsmaður bankans hafi verið spurður...enda á allt of lágum launum til að bera ábyrgð...eða þannig.

En að þeir viðurkenni sukkið og svínaríið....- nei...það er þeim ómögulegt.

 


Ömurlegur dagur í lífi þjóðar - ógeðslegar aðfarir að íslenskri alþýðu.

Ekki ætla ég að hafa mörg orð um þennan óskapnað sem þetta Icesave mál er. En mikil skömm er að því að ekki skuli vera búið að gera í því að ganga að þeim aðilum sem stofnuðu til þessa!

Og á ekkert að gera það?

Búið að neyða þessu upp á Íslenskan almenning - við látin borga. En Samsonarnir sjást hvergi og eru bara með talsmann eins og fínir menn....

Ömurlegur dagur í sögu lítillar þjóðar með ofvaxið sjálfsálit.

Nú vil ég fá að vita - hvað kostaði að senda þessa Icesave nefnd út...hvað fékk hún greitt....og hvað stendur eftir af þessum samning sem sú nefnd átti að gera - en sem reyndist fáránlegur þegar til kom.

Hvað fékk Svavar Gestson greitt...og hinir...ég bara spyr...af forvitni!!?


Það var þá - þetta er núna - eða kannski á morgun.

Það er drungalegur haustdagur og laufin fallin af trjánum. Vindurinn gnauðar um ókláruð húsin og málningarslettur þekja ryðgaða range rover jeppa og hummera. Engin börn hafa sést í hverfinu frá því fyrir mörgum áratugum þegar allt lék í lyndi og mikil uppsveifla var. Í dag er allt tómt. Þau fáu hús sem voru kláruð standa tóm.

Það er skrítið að koma á þennan stað sem eitt sinn var höfuðborg landsins. Í dag búa hér nokkrar hræður sem hafa það að atvinnu að vakta hús í eigu Evrópusambandsins sem nýtt eru sem sumardvalarstaður fyrir fyrirmenn í sambandinu.

Ísland er aftur komið með höfuðborg í fjarlægu landi.

Við þessi sem ekki bjuggum í Reykjavík þegar allt hrundi endalega höfðum það ágætt um langt skeið. Mikil gróska var á landsbyggðinni og eðlilegt jafnvægi komst á.

En eftir að Jóhanna skrifaði undir og Össur fór ekki með bréfið í póst heldur fór sjálfur með það til sambandsins datt botninn úr flest öllum atvinnugreinum sem kallaðar voru grunn atvinnugreinar. Við fórum frá sjálfstæði yfir í að vera styrkþegar. Botninn datt botninn úr landbúnaðinum þegar Evrópusambandið flutti hingað til landsins belgískar ofurkýr, svokallaðar risakýr eða Belgina blue, sem leysa áttu þær íslensku af hólmi. En smitsjúkdómar sem íslenska kúa kynið réð ekki við drap þær íslensku og kuldinn þær belgísku. Eftir stendur að nokkur býli eru með norskar kýr sem framleiða mjólk til sölu fyrir ferðamenn auk geita til að búa til ost. Norðurárdalur heitir í dag Guðbrandsdalur hinn nyrðri og þarf er framleiddur geitaostur.

Íslenska sauðkindin er horfin. Talið er  þó að nokkrar haldist við í nálægð við Herðubreið en það eru sögusagnir sem enginn fær staðfest. Í dag rækta menn ísraelskt sauðfjárkyn sem gefur af sér mjólk en óætt kjöt. Það þykir ferðamönnum spennandi kostur á Íslandi og aldrei áður hafa fleiri ferðamenn frá miðausturlöndum heimsótt landið. Þær eru sagðar gæfar en afskaplega heimskar.

Já, það hefur margt breyst í byggðum landsins. Ísland er orðið fjölþjóðlegt þar sem erlendar þjóðir hafa fjárfest mikið og byggt upp atvinnu víða. Á Siglufirði hafa Norðmenn byggt upp nýtískulega síldarsöltunarverksmiðju og á Reyðarfirði er að segja má ekki nokkur Íslendingur lengur - enda ráða Svissnesk fyrirtæki þar lögum og lofum. Þar er töluð franska og þýska.

Akureyri er orðinn Danskur bær að nýju og eru þar fleiri sem tala dönsku en íslensku. Menn fá sér bolsíur og krakkarnir nota viskaleður í skólanum. Svona eins og þegar ég var ungur.

Já margt hefur breyst eftir að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Joð gengu með okkur í Evrópusambandið. En afkomendur þeirra búa í Noregi og Svíþjóð þó svo að auðvitað eigi þau sumarbústaði við Þingvallavatn og á Bakka norðan Húsavíkur.

Þetta þótti hið eina rétta á sínum tíma. Gaman hefði verið að vita hvort að við hefðum getað lifað áfram sem íslensk þjóð?


Það er magnað með þetta kvenfólk og undarlegt minni þeirra!

Alveg er það með ólíkindum hvernig minnið getur leikið konur með aldrinum. Allar nema mömmu sem man allt svo vel og svo rétt.

Þegar ég var að alast upp með fjórum systrum þá þekktist ekki að ofbeldi á börnum væri bannað - í það minnsta var þeim systrum mínum sem eldri voru frjálst að níðast á mér og skilja mig útundan.

Í dag væri slíkt lögreglumál.

Ég var sagður óþolandi, frekur og skemmdavargur sem sliti í sundur dúkkur og klíndi út augnskugga og aðra málningarvöru.

Sem er náttúrlega kolrangt.

En ég man þetta allt saman eins og það hefði gerst í gær. Og mamma líka. Það kom nefnilega upp úr dúrnum þegar við systkinin hittumst um daginn í Grunnavík í Jökulfjörðum ásamt mömmu og pabba - að þær voru búnar að steingleyma þessu.

Við skoðuðum myndir frá gamalli tíð og mikið var hlegið. Ekki var minnst á hina réttu mynd - af þeim að níðast á mér ræflinum. Það var gleymt.

Ekki hjá mér - en þeim. Og mömmu - henni get ég alltaf treyst.

Sjálfsagt er þetta einhverskonar kvenna og systra heilkenni sem beinist aðeins að yngri bræðrum og karlmönnum.

En svo gerast þær mæður og þá allt í einu elska þær syni sína og mega ekki til þess hugsa að á þeim sé níðst - af neinum.

Konan mín er með þetta heilkenni eins og systur mínar. Hún til að mynda er farin að halda því fram við þá sem heyra vilja að ég hafi elt hana á röndum með grasið í skónum hér um árið.

Sem er kolrangt.

Að ég hafi nöldrað og elt hana heim. Ekki látið hana í friði og að lokum hafi hún séð aumur á mér og verið mér góð.

Sem er líka alveg kolrangt.

Ég man þetta allt saman og auðvitað var þetta þveröfugt. Það var ég sem fékk ekki frið. Það var ég sem var eltur. Það var ég sem var góður - eins og alltaf.

Þetta veit ég. Og hún mamma sem alltaf er mér góð og trú.

Mikið vildi ég að þessar konur væru eins og hún mamma. Bara skil þetta ekki.

Pabbi er heppinn maður.

 


Nú er tækifæri.....

Til að prufa Murr kattamat.... en KRÓNAN er með Murr á frábærum kynningarafslætti.

BÓNUSer auðvitað með Murr - sem og SAMKAUP, NETTÓ, 10/11, HAGKAUP og fleiri aðilar...

Kíkið á Murr heimasíðuna til að kynna ykkur þetta.


Fróðleikur um ketti með kveðju frá Murr!

Murr kattamaturMurr kattamatur er ákaflega heilnæmur enda unninn úr íslensku kjöti og sláturafurðum. Hráefnið sem er notað  í framleiðsluna er sérvalið með þarfir kattarins að leiðarljósi. Aðeins er notað hráefni sem uppfyllir ströngustu kröfur um dýraheilbrigði enda á kötturinn þinn aðeins það besta skilið.

Athugið að vatnsmagn í  Murr kattamat er það sama og í þeim náttúrulegu afurðum sem notaðar eru og er mun minna en í flestum innfluttum tegundum af blautfóðri.  Kolvetnainnihald í Murr kattamat er líka lágt, Eingöngu er um að ræða hlutlaust tréni og sterkju til að efla heilbrigði meltingarvegarins, en ekki ódýrt uppfyllingarefni. Murr kattamatur er því mjög næringarríkur. Hvert einasta atriði í samsetningu Murr er hugsað með heilbrigði kattarins að leiðarljósi.

Murr ehf. sérhæfir sig í því að framleiða hágæða fóður úr íslensku kjöti og sláturafurðum. En hvers vegna blautfóður?Með því móti getum við valið saman mörg mismunandi hráefni og þannig uppfyllt þarfir kattarins fyrir öll hin fjölbreytilegu næringarefni án þess að þurfa að nota flóknar tilbúnar forblöndur. Þetta er ekki mögulegt með þurrfóðri. Murr kattamatur er því eins náttúrulegur og hægt er. Náttúrulegt fóður katta, yfirleitt fuglar og lítil nagdýr, inniheldur um 10-13% prótein, 7-10% fitu og aðeins 4-5% kolvetni. Meltingarfæri og efnaskipti katta hafa þróast í samræmi við þessa efnasamsetningu. Kettir hafa ekki aðlagast kolvetnaríkri fæðu. Hátt hlutfall kolvetna í fóðri eykur líkur á að kettir fitni um of, fái sykursýki með aldrinum og lífslíkur þeirra minnki.Auðvelt aðgengi og verðlag hefur hins vegar ýtt undir notkun kolvetnaríkra korntegunda í kattafóðri, sérstaklega þurrfóðri, frekar en ekki hollusta.

Murr kattamatur inniheldur 13% prótein, 7,5% fitu og um 3% kolvetni. Að auki er mjög mikilvægt fyrir fólk að athuga að Murr inniheldur 75% vatn - meðan flestar aðrar innfluttar blautfóðurtegundir innihalda 82% vatn.  Þetta þýðir að minna þarf að gefa kettinum af Murr kattamat á dag eða aðeins tvo poka fyrir 4 kg kött borið saman við 3-4 poka af flestum innfluttum tegundum.
Við hjá Murr erum því ekki að selja vatn!
Murr kattamatur er náttúruleg leið til að tryggja kisu rétta næringarsamsetningu, rétt holdafar og góða heilsu.

Húskötturinn.Húskötturinn er sjálfstæður persónuleiki og má rekja þann eiginleika til villikattarins. Hann er gæludýr á flestum heimilum og hefur því misst að mestu þá hæfni til að bjarga sér sjálfur úti í náttúrunni og treystir því á manninn að veita sér húsaskjól og mat.Ef kötturinn hefur ekki tækifæri á að veiða mýs eða fugla er nauðsynlegt að maðurinn gefi kettinum rétt samsetta fæðu sem inniheldur sömu næringarefni og er í þessum dýrum.Þar sem eðli kattarins er að éta lítil spendýr og smáfugla, er það hin rétta næringarblanda sem inniheldur öll nauðsynleg næringarefni, prótein, fitu, steinefni og vítamín. Því ætti húskötturinn að fá fóður sem líkist mest bráð úr náttúrunni eða með öðrum orðum Murr kattamat! Saga kattarinsTalið er að fyrstu fulltrúar kattadýra séu sverðkettir sem komu fram á sjónarviðið fyrir um tveimur milljónum ára og dóu út í lok ísaldar fyrir tíu þúsund árum. Síðan þá hefur kattardýrið þróast mikið og eru nú til um 40 kattategundir í heiminum.

Kattardýr eru mjög sérhæfð sem rándýr og eru kjötætur. Fæðuöflun þeirra fer yfirleitt fram með veiðum á öðrum litlum spendýrum, smáfuglum og skriðdýrum. Ein af þessum 40 kattategundum er húskötturinn, hann er afkomandi villikattarins og er eina kattardýrið sem hefur tekist að fulltemja.

Óljóst er hvenær kötturinn gerðist húsdýr en hægt er að rekja það til Egyptalands til forna. Talið er að samband manns og kattar hafi orðið til um það leyti sem akuryrkja varð mikilvægur þáttur í lífi mannsins, en stórar korngeymslur í Egyptalandi löðuðu að sér fjöldan allan af meindýrum og því varð þar greiður aðgangur fyrir villiketti að æti. Djarfir kettir uppskáru að launum hlutdeild í meindýraveiðinni og maðurinn fékk örugga meindýraeyðingu án alls kostnaðar. Kötturinn varð fljótlega vinsæll meindýraeyðir á heimilum og í skipum og breiddist hann hratt úr eftir hinum ýmsu verslunarleiðum. Talið er að hann hafi borist til Íslands í kringum árið 1100.



 


Þegar siðleysið fékk sér andlit.

Og það birtist í kastljósþætti kvöldsins. Að vísu hefur siðleysið borið samsett nafn að undanförnu: JónBjörgólfurSigurðurBjarniHannesMagnúsSigurjón Samsonarson Guðmávitahvaðanþeirkomueðahvaðþeirheitaallir.

Stundum er talað um að menn hafi hugrekki að horfa framan í myndavélarnar - biðjast afsökunar og iðrast. Viðurkenna mistök og vera tilbúinn til að gera sitt. En ekki hann Hreiðar Már. Neibb - hann er svo gjörsamlega siðlaus og siðblindur að sá ekki rassinn á Sigurði Einarssyni þó hausinn væri þar á kafi.

Segja má þó að hann hafi gert okkur greiða. Hann sýndi sig og nú verður auðveldara að þekkja hann á götu - nú til að benda og kasta fúleggi ef maður skildi vera með slíkt í vasanum.

Mér finnst reyndar að smala ætti þessum mönnum saman og sjá hvort ekki vær hægt að nota þá í eitthvað gáfulegt - svo sem að fylla upp í grunninn þar sem eitt sinn átti að rísa minnismerki Björgólfs - tónlistarhús.

Ég man vel þegar ég sat og spjallaði við "bisnessgúrú" á Kastrupflugvelli. Já ég sjálfur. Þá kemur hópur manna með Sigurjón Árnason í fararbroddi - hann er jú svo helvíti feitur að gott er að fylgja í kjölfarið - en hvað um það - bisnessmaðurinn heilsar þeim og segir; "núnú...bara landsliðið á ferðinni"...svo taka þeir tal saman. Þegar þeir fara þá segir bisnessmaðurinn...."uss Sigurjón kann ekki bissness....en hann er helvíti flinkur bankamaður".

Já - svona líka flinkur!!

Æi hvað ég er heppinn að hafa hvorki vit á svona "bisness" eða "bankamálum".


Leyndardómar Sundhallarinnar á Ísafirði.

Mikil mistík - dulúð - er umvafin Sundhöllina á Ísafirði - og fer stigmagnandi. Fáir sundpollar bera eins stórt nafn. Og fáar sundlaugar eru eins torsóttar. Það er nefnilega ekki heiglum hent að komast í sund á Ísafirði - ekki fyrir lifandi almenning. Að vísu eru ágætar sundlaugar í nágrannabæjum og þeim til sóma. En sjálf Sundhöllin með sínu ágæta starfsfólki er torsóttari.

Oftar en ekki lokuð. Viðgerðir. Málningarvinna. Sundæfingar. Skólasund. Guð má vita hvað.

Og það nýjasta. Lokað vegna viðhalds. Ekki er farið nánar út í það. Ekki sagt hver stakk af með viðhaldinu eða hvort bara allir stungu af og skildu laugina eftir mannlausa.

Maður náttúrlega spyr sig hvernig farið er að í öðrum bæjarfélögum - á öðrum sundstöðum sem bera óæðra nafn. Þar er alltaf opið. Ekkert viðhald. Ekkert vesen. Bara opið.

Bara opið fyrir þá sem vilja synda - baða sig og stunda gufuböð.

En á Ísafirði. Nei. Þennan stutta tíma sem laugin er opin allan daginn fyrir almenning - þessa ríflega tvo mánuði á sumri - opin fyrir gesti og gangandi - ferðamenn og aðra - þá loka þeir í heilan mánuð. Vegna viðhalds. Og það ekker skilgreint frekar. Allt slökkt - enginn að gera við - enginn sjáanlegur venjulegu fólki.

Heitir þetta ekki bara rugl á íslensku?


Kynningarafsláttur á Murr kattamat í Bónus - 20% afsláttur!

Murr kattamatur fæst í öllum verslunum Bónus á þessum kynningarafslætti.

Kíkið á heimasíðu Murr.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband