Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

William Wallace endurborinn - hinn sanni ICEHEART!

Það er að renna betur og betur upp fyrir mér að við Íslendingar erum að upplifa það sem frændur okkar Skotar upplifðu margt fyrir löngu. Og sem var tilefni til fallegs minnisvarða við bæinn Stirling. Hér á ég við Braveheart sjálfan - hann William Wallace sem barði á Bretum.

Hver sá er skoðar myndina hér að neðan hlýtur að sjá að hér er auðvitað William endurfæddur sem steingímur - svo líkir eru þeir - og svo ekki sé minnst á aðal áhugamálið sem er að bjarga löndum sínum úr klóm Breta.....

200px-william_wallace.jpg


Sem betur fer var um Jón forseta að ræða....

Því ef hann hefði heitið Ólafur forseti Ragnar þá hefði hann farið á bólakaf .....

 


mbl.is Hrönn ÍS sökk í Ísafjarðarhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kenningarnar og kerfið í góðu lagi - en fólkið brást!

Mikil er sú speki sem frá Valhöll kemur. Maður fellur nánast á kné og langar að ákalla sjálfstæðisguðinn.  Og niðurstaða mikill bollalegginga - höfðanna sem legið hafa í bleyti - að kerfið og kenningarnar séu í fínu lagi - en bansett mannskepnan brást.

Er þetta ekki einmitt vandamálið - við erum þau sem bjuggum til kenningarnar - settum leikreglur og smíðuðum kerfið. Svo að auðvitað brugðumst við. Fyrst var það kommúnisminn sem hrundi til grunna - gekk ekki - og þá hlakkaði í kapítalistunum sem vissu betur - þangað til að kerfið þeirra hrundi. En þá er það útskýrt með því að mannskepnurnar sem höfðu töglin og hagldirnar brugðust. 

Guðfaðirinn í Valhöll - sjálfur Davíðinn - hann brást. Fylgdi ekki eigin kenningum og leikreglum og því hrundi allt til grunna. 

Hvað er það sem gerir að við mannfólkið erum svo gjörsamlega laus við að geta á nokkurn hátt stundað sjálfsgagnrýni? Og að halda því fram að kenningar og kerfi virki - vitandi það að eina forsendan fyrir því er að við virkum - hvort sem við erum kommar eða kapítalistar. 

Ekki ósvipað og spurningin um hvort samkynhneigð gangi í erfðir? - og svarið við því er auðvitað það að samkynhneigð gengur ekki erfðir sé hún stunduð eingöngu!

Eins er það með kenningarnar - reglurnar og kerfið: Það gengur ekki upp nema að leikreglum sé fylgt - af einhug og vilja.


Veitti Guðni Ágústsson landbúnaðinum náðarhöggið?

Eitt af því vitlausara sem Guðni Ágústsson gerði var að sameina Rannsóknastofnun Landbúnaðarins Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.

Það vita allir sem til þekkja að á RALA hafa um áratugaskeið verið unnar mikilvægar rannsóknir í íslenskum landbúnaði - rannsóknir sem iðnaðurinn hefur styrkt og notið góðs af. Hugmyndin var líklegast sú að efla menntun á sviði landbúnaðar - að með því móti væri náminu bjargað á kostnað rannsókna. Það er jú staðreynd að kennsla er dýr og því myndi sá hluti taka sinn skerf af fjármagni - sem annars myndi nýtast í rannsóknir.

Og hver er staðan í dag? Jú, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri er í fjárhagskröggum - talað um að sameina við Háskólann á Hólum...Hí eða hvorutveggja .... og hvað gerist þá....Jú, landbúnaðurinn á ekki lengur neina rannsóknastöð - engar rannsóknir sem landbúnaðurinn hefur yfir að ráða!

Já - segja má að Guðni hafi veitt landbúnaðinum afar þungt högg og nú er að sjá hvort íslenskur landbúnaður er búinn að vera.

Í það minnsta hefur íslenskur landbúnaður ekki lengur rannsóknarstofnun á sínum snærum - og það er ákaflega alvarlegt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband