Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

"Hálfvitana heim"

Ýmislegt hefur á gengið og margt verið rætt. Hér á ég auðvitað við kvótaniðurskurð - mótvægisaðgerðir og störf án staðsetningar.

Verð að viðurkenna að ég skil sumt af þessu ekki. Hvað þýðir þetta "mótvægisaðgerðir"....eða starf án staðsetningar....?

Og svo þetta með fiskifræðingana. Þeim er ýmist úthúðað fyrir heimsku og slæleg vinnubrögð eða þá að þeir fá hrós og klapp á bakið og fræðin sem þeir predíka rómuð.

Allir urðu vitlausir þegar loðnan fannst ekki - fiskifræðingarnir eru bara "hálfvitar" sögðu sumir...... - ráðherra bannaði veiðar - svo fundu þeir loðnuna og þá urðu allir hamingjusamir og meira að segja fiskifræðingarnir fengu hrós - flott hjá ráðherra að fara að þeirra ráðum.....að hlusta á fræðingana...og menn tóku "Ragnar Reykás"...snérust í hringi með skoðanir.

Og nú eru þeir að verða einhver eftirsóttasta starfsstétt landsins - allir vilja fá'ðá þó enginn vilji hlustá´ðá - nema stundum.

Og maður spyr sig - hvert fara þeir...hvar munu þeir enda. Sumir segja Vestur - aðrir segja til Eyja og enn aðrir segja þá verða um kjurrt fyrir sunnan.

Nýjasta útspilið er svo hjá sveitarstýru fyrir Austan - hún vill þá þangað. Og hver eru rökin....? Jú, flestir fiskifræðingarnir eiga ættir að rekja Austur......EIGA ÆTTIR AÐ REKJA AUSTUR. Þeir semsagt eiga að koma heim - römm er sú taug.....átthagafjötrarnir eru vandleystir....já fólk gleymir...

Já - nú setja Austfirðingarnir upp söfnunarbauka sem á stendur "hálfvitana heim".

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband