Sjómannaafsláttur - undarleg sparnaðaraðgerð!

Margar misgóðar tillögur um sparnað hafa litið dagsins ljós á síðustu vikum. Misgóðar segi ég þó auðvitað sé nauðsynlegt að spara. En það er bara enginn raunverulegur sparnaður fólginn í því að vega að rétti sem löng hefð er fyrir og hefur verið túlkuð sem viðurkenning fyrir erfið og hættuleg störf. Hér á ég við um sjómannaafsláttinn. Mér finnst það nefnilega arfavitlaus hugmynd. Og á sama tíma er róið að því öllum árum að koma okkur í Evrópusambandið - einmitt á þeim tíma sem mér þykir einsýnt að við ættum að hægja á og ígrunda vel alla möguleika. Það er ljóst okkur íslendingum að Bretar og Hollendingar hafa beitt okkur óeðlilegum þrýstingi - og nýtt sér stærð sína og völd í Evrópusambandinu til að ná sínu fram. Kannski væri best að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum.

Og á sama tíma les ég að fyrirhugað sé að leggja niður Sjávarútvegs og Landbúnaðarráðuneytið - þær stofnanir sem halda utan um það sem okkur er dýrmætast! Mikil er sú viska sem þeirri ákvörðun fylgir - eða þannig.

Mér finnst nú réttast í stöðunni að endurhugsa aðeins sparnaðaraðgerðir - og skoða vel allar hliðar áður en vaðið verðu áfram. 

Og ekki verður síður fróðlegt að fylgjast með lífinu á Bessastöðum þegar forsetinn þarf að taka ákvörðun um Icesave - minnug gjárinnar sem hann varaði við !

Hann hlýtur að hlusta á þessar tæplega 30.000 sálir sem óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er ekki sammála þér um þessi mál. Sjónannaafslátturinn er barn síns tíma og það er vinnuveitenda þeirra að bæta þá kjaraskerðingu sem afnám hans veldur. Umsókn um inngöngu í ESB er hárrétt ákvörðum og löngu tímabært að koma okkur í skjól fyrir frjálshyggjutilraunum misvitra pólitíkusa. Að sameina ráðuneyti er líka tímabært og kalla atvinnuvegaráðuneyti. ISESAVE málinu verur að ljúka sem allta fyrst svo hægt sé að snúa sér að uppbyggingu af karfti. Þetta mál hefur ekkert að gera í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2009 kl. 19:18

2 identicon

Sjómenn eru nú komnir dálítið upp að vegg í hörku sinni gegn afnámi sjómannaafsláttar. Í dag heyrði ég að farmanna- og fiskimannasambandið lýsti þungum áhyggjum af öryggi sjómanna vegna þess að í bígerð er að leggja einni af 3 þyrlum Landhelgisgæslunnar í sparnaðarskyni. - Það er samhengi þarna á milli, það er ekki bæði hægt að halda og sleppa. Peningarnir sem fara í rekstur þyrlunnar koma úr sömu kistunni og sjómenn vilja fá sinn skattaafslátt úr, þ.e. ríkissjóði. Ef sjómenn borguðu sína skatta eins og annað fólk væri kannske hægt að nota andvirði sjómannaafsláttarins til að að reka þyrluna.

Eygló (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 19:35

3 Smámynd: Björn Jónsson

Hjartanlega sammála þér Þorleifur.

Björn Jónsson, 7.12.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband