Í minningu um bíóferðir!

Mér finnst gaman að fara í bíó. Fór reyndar ansi oft í bíó í gamladaga. Það var á Akureyri. Á þeim tíma var það ákveðið verkefni að fara í bíó.

Hjá mér var það svona;

"Mamma...ég er að spá í að fara í bíó með Pálma en pabbi er í sveitinni og mig vantar pening". Mamma sótti pening og lét mig hafa - var alltaf að spara og gaf mér bara fyrir bíómiðanum. Mömmur á þessum tíma voru nefnilega í tvöfaldri vinnu - fyrir utan að halda heimili, þvo og eignast börn. Þær annarsvegar sáu um heimilið og hinsvegar sáu um að spara. Pabbarnir voru alltaf í vinnunni og vissu ekkert hvernig heimili störfuðu.

Já...já ok nú vælir einhver. En svona var þetta samt. Mamma og hennar líkar - reyndar ekki allar því sumar fóru beint í hjónaband áður en þær komust í skóla - og enginn kvartaði neitt. þetta var bara svona.

Jæja aftur að mömmu og bíóinu. Auðvitað var það þannig að ég talaði við mömmu í góðan tíma - hafi tíma uppá að hlaupa - áður en bíóið byrjaði og það gæfi pabba séns á að koma heim úr sveitinni - úr vitjun sem er jú í hlutverki héraðsdýralækna.

Og svo kom pabbi heim. Stoppaði Broncoinn á planinu og byrjaði að týna út úr honum töskur og dýralæknadót. Ég beið átekta. Svo segi ég "pabbi.....ég er að fara í bíó en mamma vill ekki leyfa mér að fá nammi í hálfleik"!..já hálfleik..ég sagði það...en á Akureyri hét "hlé" ´...hálfleikur!!!!

Pabbi leit á mig - þreyttur og brosti.  Ég einkasonurinn gat náttúrlega ekki farið í bíó nema með pening með nammi. Og gaukaði að mér mér pening sem dugði sko fyrir meiru en miða!!! jibbíi.

En skammgóður  var varminn.....mamma kom og tók peninginn - rétti mér fyrir poppi og gosi og rak mig af stað.

Ég fór til Pálma glaður í bragði. Sunnudagar voru yndislegir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband