Skúrkar í skjóli sakleysis.

Ég sá einkar áhugavert viðtal í sjónvarpinu um daginn við hann Sigurjón Árnason - þar sem hann var gripinn glóðvolgur í dómshúsinu. Hann var spurður að því hvort hann teldi sig bera ábyrgð...og svarið "bankinn taldi sig vera að gera rétt....bla bla bla...sukk sukk sukkk...."...bankinn taldi....

Bíðum nú aðeins... 95% eða meira af starfsfólki Landsbankans hafði ekkert með þetta að gera og þetta sama fólk er gjörsamlega saklaust af spillingu og sukki þessara fáu sem þarna tóku afdrífaríkar ákvarðanir.

Þetta þykir mér ömurlegt og óþolandi þegar þessir kónar tala um sig sem hluta af bankanum.....þeir örfáu spilltu kónar tóku ákvörðun í nafni bankans og drógu þjóðina með sér í svaðið. Ekki hvarflar að mér í eina sekúndu að hinn almenni starfsmaður bankans hafi verið spurður...enda á allt of lágum launum til að bera ábyrgð...eða þannig.

En að þeir viðurkenni sukkið og svínaríið....- nei...það er þeim ómögulegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er nú samt að vera þannig að "venjulegur bankamaður" hlýtur að vita hvað hann er að gera hverju sinni.

Finnur Bárðarson, 1.9.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband