Ömurlegur dagur í lífi þjóðar - ógeðslegar aðfarir að íslenskri alþýðu.

Ekki ætla ég að hafa mörg orð um þennan óskapnað sem þetta Icesave mál er. En mikil skömm er að því að ekki skuli vera búið að gera í því að ganga að þeim aðilum sem stofnuðu til þessa!

Og á ekkert að gera það?

Búið að neyða þessu upp á Íslenskan almenning - við látin borga. En Samsonarnir sjást hvergi og eru bara með talsmann eins og fínir menn....

Ömurlegur dagur í sögu lítillar þjóðar með ofvaxið sjálfsálit.

Nú vil ég fá að vita - hvað kostaði að senda þessa Icesave nefnd út...hvað fékk hún greitt....og hvað stendur eftir af þessum samning sem sú nefnd átti að gera - en sem reyndist fáránlegur þegar til kom.

Hvað fékk Svavar Gestson greitt...og hinir...ég bara spyr...af forvitni!!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Von að þú spyrjir.  Ætli það standi nú ekki lítið eftir af þessum "glæsilega samningi" að sögn Steingríms. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2009 kl. 16:30

2 Smámynd:

Þetta er hið hroðalegasta mál. Það virðist sem ríkisstjórnir Íslands hafi það að markmiði að ganga gegn vilja þjóðarinnar og helst af öllu leggja hana niður. Er þá sama hvort um er að ræða "hægri" stjórn eða "vinstri" stjórn. Um leið og menn hafa umboð til stjórnarmyndunar mynda þeir "óstjórn". Ég vil fá Evu Joly til að vera einræðisherra um eins og eins árs tíma - bara ráða hana í þá stöðu.

, 28.8.2009 kl. 20:47

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kjósa.is

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband