Þegar siðleysið fékk sér andlit.

Og það birtist í kastljósþætti kvöldsins. Að vísu hefur siðleysið borið samsett nafn að undanförnu: JónBjörgólfurSigurðurBjarniHannesMagnúsSigurjón Samsonarson Guðmávitahvaðanþeirkomueðahvaðþeirheitaallir.

Stundum er talað um að menn hafi hugrekki að horfa framan í myndavélarnar - biðjast afsökunar og iðrast. Viðurkenna mistök og vera tilbúinn til að gera sitt. En ekki hann Hreiðar Már. Neibb - hann er svo gjörsamlega siðlaus og siðblindur að sá ekki rassinn á Sigurði Einarssyni þó hausinn væri þar á kafi.

Segja má þó að hann hafi gert okkur greiða. Hann sýndi sig og nú verður auðveldara að þekkja hann á götu - nú til að benda og kasta fúleggi ef maður skildi vera með slíkt í vasanum.

Mér finnst reyndar að smala ætti þessum mönnum saman og sjá hvort ekki vær hægt að nota þá í eitthvað gáfulegt - svo sem að fylla upp í grunninn þar sem eitt sinn átti að rísa minnismerki Björgólfs - tónlistarhús.

Ég man vel þegar ég sat og spjallaði við "bisnessgúrú" á Kastrupflugvelli. Já ég sjálfur. Þá kemur hópur manna með Sigurjón Árnason í fararbroddi - hann er jú svo helvíti feitur að gott er að fylgja í kjölfarið - en hvað um það - bisnessmaðurinn heilsar þeim og segir; "núnú...bara landsliðið á ferðinni"...svo taka þeir tal saman. Þegar þeir fara þá segir bisnessmaðurinn...."uss Sigurjón kann ekki bissness....en hann er helvíti flinkur bankamaður".

Já - svona líka flinkur!!

Æi hvað ég er heppinn að hafa hvorki vit á svona "bisness" eða "bankamálum".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þau eru mörg mistökin sem gerð hafa verið hér á landi undanfarin ár. Við verðum samt að festast ekki svo í að einblína á þau að við þorum ekki að horfa fram. Ég er ekki að bera blak af einum eða neinum, heldur að hugsa um heilsu almennings í landinu.

Hvort þessi eða hinn biðst afsökunar eða ekki, verður bara að hafa sinn gang. Ég ætla fyrir mitt leiti að láta sérstakann saksóknara og hans fólk, með Evu Joly sem sérstakann ráðgjafa, um að taka á málum þeirra sem brotið hafa lög. Fyrir okkur hin er mikilvægast að finna okkur einhver verkefni til að skapa gjaldeyrir fyrir landið okkar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.8.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það dugar hvergi að láta sérstakan saksóknara einann um málið. Almenningur verður að sýna tennurnar og láta í sér heyra. Það má kalla það dómstól götunnar mín vegna.

Finnur Bárðarson, 20.8.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband