Enginn er ómissandi! Veikt fólk á að taka sér frí frá vinnu - sinna sér og vera með fjölskyldunni. Snúa svo til baka þegar það getur tekist á við verkefnin af fullum krafti. Líka Ingibjörg og Geir.

Hörður Torfason hljóp á sig og orðaði hugsanir sínar klaufalega svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Hinsvegar er ljóst að Hörður ætlaði sér ekki á nokkurn hátt að ráðast á forsætisráðherrann persónulega - heldur sýndist mér hann í raun vera að gera tilraun til aðskilja persónuna Geir og opinberu persónuna forsætisráðherrann.

Og þetta er vandinn á Íslandi. Í þessu litla landi þá er erfitt að skilja þessa hluti að. Og í reynd er það svo að stjórnmálamenn nýta sér hluta af hvoru tveggja sér til framdráttar.

Maður getur nefnilega spurt sig að því hversvega Ingibjörg Sólrún er sendandi skilaboð og skipanir af sjúkrabeði sínu í Svíþjóð? Hefði ekki verið nær fyrir hana að taka sér veikindaleyfi - líkt og allir venjulegir launþegar hefðu gert? Málið er ekkert flóknara en það að hún hefur ekki þrek til að sinna starfi sínu svo vel sé - og það er áhyggjuefni ef enginn annar í flokknum getur tekið við....mjög alvarlegt.

Davíð gerði þetta á sínum tíma - flutti sig úr utanríkisráðuneytinu. Vegna veikinda og bágrar heilsu.

Hér liggur hundur grafinn. Hér þarfa að skerpa á vinnureglum. Það er nefnilega svo að ráðherraembætti er fullt starf - sem ekki má vanrækja. Þjóðin krefst þess af ráðherrum sínum að sinna því eftir bestu getu - ekki eftir besta vilja.

Ég segi því, Ingibjörg og Geir - takið ykkur time-out - náið heilsu og látið ekki bágt heilsufar bitna á stöfum ykkar fyrir þjóðina. Þið eruð ekki ómissandi - það er enginn ómissandi.

Áfram Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tala fyrst og hugsa svo,mikið leitoga efni Höddi.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.1.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Alveg sammála. Og það á þessum tíma. Þurfum fullfrískt fólk.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 24.1.2009 kl. 20:46

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar að er gætt er þetta skiljanlegt frá þeirra sjónarhóli. Þeirra málflutningur hefur frá fyrsta degi verið sá að það væri óverjandi ábyrgðarleysi af þeim að láta undan þeim kröfum fólksins að víkja. "Við þessar aðstæður!" Að eigin dómi eru þau ómissandi.

Árni Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 01:05

4 identicon

Ég næ bara alls ekki þessu örvæntingarfulla dauðataki sem þau halda í völdin.  Er þeim svona annt um okkur, skrílinn, að þau verði að bjarga okkur?  Ef það er saga glæstrar stjórnartíðar þeirra sem þau eru að vernda, þá væru þau nú í góðri "I told you so" stöðu, í æviminingum gætu þau reifað á ævintýralegan hátt hversu þjóðin hefði farið betur úr hremmingunum ef þau hefðu verið við stjórnvöldinn.

Þetta er mjög annarlegt, hvernig allir hanga í valdastöðum og enginn er látinn fara.  Kannski er þetta eins og hjá gjaldkeranum hirðusama, hann gat varla farið úr vinnunni einn einasta dag, því það var svo mikið verk að fela slóð glæpaverka.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 10:17

5 identicon

Ég hef þá skoðun að það sem Hörður er að berjast fyrir er fyrst og fremst mistök. Mistök sem stjórnmálamenn og aðrir í okkar samfélgi hafa gert og hann er að krefjast réttlætis og afsagnar þessara manna fyrir mistök.

Ef Hörður ætti að vera samkvæmur sjálfum sér hefði hann átt að stíga fram á mótmælafundinum í gær og segja sig lausann frá þeim á þeim forsendum að hann hefur þegar gert ein mistök sem leiðtogi og ætti þar af leiðandi að fylgja eigin sannfæringu.

Ég bið til Guðs eða Allah eða Buddha á hverjum degi að svona menn komist ekki að til stjórna því sem menn ætla að kalla Nýja  Ísland. 

En góðu fréttirnar eru þær að Björgvin G er búinn að segja af sér  og Fjármálaeftirlitið líka og sjálfsagt segir öll stjórnin af sér í kjölfarið. 

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband