Fimmtudagur, 1. janúar 2009
Auðmýktin er í beitningaskúr fyrir Vestan.
Það voru tveir vandræðalegir menn sem fluttu okkur ávarp um þessir áramót. Sammerkt eiga þeir að að skilja í raun ekki um hvað þeir rembdust við að segja - eða telja okkur trú um - og það er AUÐMÝKT.
Ekkert er þessum mönnum fjær.
Skaupið hið seinna var mun slappara en það fyrra. En í skaupinu hinu fyrra var fjallað um innlenda viðburði ársins - með skemmtilegum innskotum - sem voru viðtöl við forystumenn þjóðarinnar og spesíalista á fjármálasviði. Þar komu þeir fram og bulluðu þessi lifandi ósköp og slíkum fábjánaskap að þeir hljóta að þiggja góð laun fyrir - í það minnsta góð eftirlaun.....
Skaupið hið seinna var ekki nema daufur ómur af raunverulegu skaupi þjóðarinnar.
En auðmýktina var að finna í gær.
Hana fann ég í beitningaskúrnum dumbrauða fyrir Vestan. Þar var litið yfir farinn veg og dómur felldur yfir fjölmörgum málefnum.
Óli frá Gjögri var bæði meir og uppfullur af auðmýkt. Hann sagðist aldrei hafa farið með rangt mál - aldrei sagt skemmtisögu um nokkurn mann nema sagan væri kórrétt - og ef svo hefði ekki verið þá væri ekki við hann að sakast - hann hefði bara haft hana eftir öðrum.Hann hefur þó sér til málsbóta að segja alltaf ríflega sannleikann til að sannleikurinn komist örugglega allur til skila - slæmt sé mjög ef eftir verður hluti hans ósagður.
Svo var nú það.
Gleðilegt ár og nú skulum við horfa björtum augum til framtíðar.
Athugasemdir
Var það ekki "auð-mýktin" sem varð Íslandi að falli ?
Sú mýkt kom ekki úr beitingaskúr fyrir vestan.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.