Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Norskir brjálaðir út í Óla forseta - Maggút brjálaður út í Óla frá Gjögri...hvar endar þetta eiginlega?
Er ekki best að þessir Vestfirsku Ólar þegi?
Annar Ólinn tekur frændur vora svoleiðis í gegn að norski sendiherrann fór skælandi heim. Klagaði í Konna kóng sem hringdi í norska moggann og allt varð vitlaust. Óli búinn að lána keflavíkurvöllinn. Rússarnir koma og Pútín hertekur bláa lónið. Gamanið búið og Ísland orðið Gúlag.
Hinn Ólinn slær því fram á kaffistofunni að þeir gömlu kallarnir sem eiga nóga peninga skuli bara borga skuldirnar - hafi ekkert annað með peninginn að gera. Maggút brjálaður - harðneitar að borga og segir Óla vera djöfuls asna. Rýkur út. Nú beitir hann táknmáli á Óla þegar hann mætir honum - hægri hnefi á loft en vinstri höndin sleikir hálsinn líkt og hnífur. Óli skilur sendinguna og Maggút kemur ekki í kaffi. Drekkur ekki kaffi með "helvítinu honum Óla frá Gjögri". Ástandið hroðalegt. Einsog í Gúlaginu.
Er ekki best að þessir Ólar þegi?
Það höldum við Maggút.
Athugasemdir
Það væri ráð að senda báða Ólana í Gamla og á sér Napólíköku þeim finnst þær góðar og þegja kannski á meðan.
Rannveig H, 12.11.2008 kl. 21:19
fá sér.
Rannveig H, 12.11.2008 kl. 21:20
Talandi um gamla, geri mér ferð til Ísafjarðar helst ekki sjaldnar en einu sinni á ári til að kaupa kaffi og Napóleonsköku í Gamla. UMMMMMMM - dýrlegt bakkelsi og á hvergi sinn líka hér á landi! Þeir sælkerar, sem ekki hafa komið í Gamla, eiga bara að drífa sig og það strax!
Bóbó (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 07:42
Þetta eru hálfgerðir sultar-Ólar. Þetta er annars orðinn þvílíkur farsi að ég stóð mig að því að fara að hlægja eins og vitleysingur við lestur morgunfréttanna, þrátt fyrir graf alvarlegt innihald. Vonandi komumst við út úr þessu. Þá getum við kanski ornað okkur við gamanleiki og harmleiki byggða á þessu öllu um langa framtíð.
Óla vantar bara eitthvað að gera til að drepa tímann. Hann gæti til dæmis rofið þing. Hann hefur leyfi til þess. Er ekki viss um umboð hans til að dissa fólk fyrir að fíla okkur ekki. Hann er að setja valdajafnvægi veraldarinnar á hliðina í þessu eirðaleysi sínu.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 08:28
Segi eins og Rannveig sendum Ólana í gamla. Haltu áfram að koma með svona skemmtileg comment. Fæ stundum heimþrá þegar ég les bloggið þitt
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.