Bljúgir eru auðmenn horfandi í baksýnisspegilinn!

Markaðurinn í morgun. Siggi kúl í London - hver væri það ekki ....ef maður ætti tvöþúsundmilljónakróna íbúð....

En mikið var hann bljúgur - og talaði svo dásamlega rólega - svona ólíkt fyrri viðtölum þegar manni fannst á köflum að texta þyrfti kallinn. Að vísu virtist þetta vera eitthvað bissnessmannatalsmáti - þeir töluðu allir eins þessir kallar - hratt og óskýrt - svona einsog það tæki því ekki að tala - hefðu ekki tíma - þeir væru svo rosalega að bissnessisera!

En nú eru þeir bljúgir. Lítandi til baka og hefðu kannski ekki átt að vaða svona áfram. En þetta var bara svo gaman - svo rosalegur bissness. Í rauninni hinum að kenna sem ekki gátu fylgt með.

Allt svo öðrum að kenna. Allir eitthvað svo í London - orðnir svo júníversal.

Þeir hefðu átt að biðja um leyfi - ekki bara vaða svona áfram. Hafa samráð og leggja á ráðin. Plana og undirbúa.

Ekki ósvipað því þegar einn Bragakaffigesta var boðið í kvöldmatarboð hjá dóttur sinni og tengdasyni. Tengdasonurinn tók á móti honum í dyrunum - glerfínn. Gesturinn hváði - spurði um ástæðu sparifatanna - svarið var að þau væru gift! bara sisvona. Hann væri versigú búinn að giftast dóttur hans!! Og nú átti að fíra með veislumat. Auðvitað kunni tengdapabbinn nýbakaði og óundirbúni ekkert við að hleypa upp boðinu - var þó undrandi yfir hinum óvænta ráðahagi. Hafði svo sem ekkert á móti tengdasyninum - en þetta bara bar svo brátt að.... þó var dóttirin ekkert unglamb lengur - löngu flutt að heiman. En samt!

Á leiðinni út notaði gesturinn tækifærið - stoppar hjá tengdasyninum nýbakaða og laumar að honum "þú hefðir nú getað beðið mig um leyfi"!

Já - bankastjórarnir og tengdasonurinn hefðu vel getað beðið um leyfi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Þetta er skemmtilegt innlegg í umræðuna.

Jóhann G. Frímann, 8.11.2008 kl. 23:17

2 identicon

Já þetta er eins og barnið sem tók sleikjó án þess að byðja um það áður og að sjálfsögðu kenndi það mömmu um hún átti að passa barnið. En við skulum muna að þessir útrásarkallar eru engin börn. Góð sagan með tengdasoninn og ég held að sé sönn, þekki kauða vel

Guðrún (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband