Engum dettur í hug að rétta nýfæddu barninu skærin til að klippa á naflastrenginn!

Og álíka gáfulegt er að halda að Geir Haarde muni víkja Davíð út úr Seðlabankanum!

Og það að Samfylkingin sé að koma með ályktun er álíka gáfulegt og að dópsalinn sem segist ekki bera á byrgð á notkun eiturlyfjanna sem hann selur!!

Samfylkingin er í ríkisstjórn - Samfylking fór væntanlega ekki í ríkisstjórn til uppfyllingar - til að fylla í tómu stólana?

Ástandið er grafalvarlegt. Allir á Alþingi bera ábyrgð í ljósi þess að þetta fólk var kosið til að gæta hagsmuna okkar - líka Steingrímur J. sem setið hefur manna lengst á Alþingi!

En við megum ekki gleyma því að við verðum að breyta til frambúðar - ekki rjúka til og vera með nornaveiðar eða "hreinsanir" - við eigum til fullt af hæfileika fólki - það þarf að sjá til þess að það fólk komi að málum - allt þarf að undirbúa vel og tryggja að um raunverulegar breytingar verði að ræða!!

Í guðanna bænum leitum ekki lausna til þeirra sem bera ábyrgðina í ríkustum mæli. Það er álíka gáfulegt og þegar Markaðurinn fær Hannes Smárason til að tala um ástandið.....hvílík fásinna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sammála, tjáði mig ekkert ósvipað um daginn. Það eru allir jólasveinarnir á alþingi sem bera ábyrgðina

Huld S. Ringsted, 2.11.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Góð færsla hjá þér og hittir beint í mark!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband