Listaverð....hvað er það?

Mér finnst gaman að skoða auglýsingar - sérstaklega bílaauglýsingar. En á Íslandi er til ógnarfjöldi af flottum bílum sem maður kemst næst því að eiga með því að klippa út úr auglýsingu og hafa í veskinu....

En það er þetta með "listaverð".... hvað er það?

Tökum dæmi: Ásett verð er 5,2 milljónir - en "listaverðið" er 6,8 milljónir....og bíllinn fæst hugsanlega á ennþá betra staðgreiðsluverði.....og jú auðvitað....lán getur fylgt.....!

Nú skil ég ekkert. Hvers virði er helvítis bíllinn? Lánið sem var 4,5 milljónir....komið í 7,3 milljónir....bíllinn selst ekki og staðgreiðsluverðið komið í ennþá betra....og ásetta lækkað í 4,5 milljónir.....

Þetta er nefnilega ekki svo einfalt. En bankarnir þeir lánuðu eins og ekkert væri. Miðuðu við eitthvað "listaverð" - svo lendir bíllinn í tjóni og eigandinn á að fá greitt úr tryggingu - þá allt í einu er þetta "listaverð" bara eitthvað "listaverð" og allt í einu er miðað við markaðsverð....sem er auðvitað ekki til fyrir þennan bíl sem er handónýtur......sem þýðir að bílasali úti í bæ ákveður verðið og eigandinn skít tapar.....eða græðir allt eftir því hvaða verð bílasalinn setur á bílinn.....og maður spyr sig...er hann hlutlaus í málinu?

En hvað er þetta "listaverð"....sem allir miða við en enginn fer eftir!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband