Skattsvikarar í djúpum skít - sagan endurtekur sig...eða þannig.

Nú er ríkisskattstjóri kominn í ham og rannsakar kortafærslur ríka fólksins - af erlendum reikningum væntanlega af óuppgefnum inneignum. Það er vel og vonandi verður þetta unnið á skömmum tíma því íslenska þjóð þyrstir í blóð...blóð...blóð.....peningablóð.

Þetta minnir um margt á meint skattsvik Braga í Bragakaffi - eða þannig.....

Svo var að í þá gömlu góðu daga þegar enn var veidd rækja fyrir Vestan og bátar þurftu viðgerðir og viðhald - þá var oft margt um manninn í smiðju Braga. Þessum mönnum fylgdi auðvitið ýmislegt - sumt gott en annað síðra - sem voru hægðir útgerðarmannanna. Jú, þeir þurftu að ganga örna sinna líkt og flestir dauðlegir  - og klósettið hjá Braga var það eina á höfninni.

En einsog lög gera ráð fyrir þá þarf að þurrka það sem ekki fór af sjálfsdáðum - og þar stóð hnífurinn í kúnni - eða skattstjóranum - því hann sendir Braga skriflega áminningu um yfirvofandi rannsókn á "óeðlilegri notkun salernispappírs"! - Jú, sérfræðingar í framtölum og afföllum reiknuðu út að metrafjöldinn sem færi af salernispappír hjá Braga gæti bara ekki talist eðlilegur - til þess störfuðu of fáir rassar í smiðjunni - jafnvel þó þeir rembdust daginn út og inn tækist þeim aldrei nota slík ógrynni af salernispappír!

Þessari áminningu svaraði Bragi efnislega. Hann útskýrði að hann myndi hefja strangt aðhald - enginn færi með meira en 50 cm nema að fengnu sérstöku leyfi - og nú glumdi í smiðjunni "búinn....notaði bara hálfan meter"!!!

Aldrei heyrðist meira frá Skattstjóranum vegna málsins.

Já nú er öldin önnur - nú skíta þessir menn yfir heila þjóð og láta okkur sjálf um að þurrka restarnar - á okkar kostnað sem ekki er frádráttarbær frá skatti! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Hressandi!

Júlíus Valsson, 23.10.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hún segir margt um Íslenskt samfélag þessi grein hjá þér.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.10.2008 kl. 08:45

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Þetta er það sem ég óttast að Ríkisskattstjóri muni ná einhverjum smá mistökum manna 50 cm +, en þeir sem nota heilu gámana í hvert skipti munu sleppa vegna þess að þeir hafa efni á lögfræðinga gengjum.

Einar Þór Strand, 23.10.2008 kl. 09:09

4 Smámynd: María Richter

Áfram Þorleifur.  Gæti sagt aðra sögu um hann afa minn á Ísafirði, en geymi hana til betri tíma.  Ísfirðingar löngum verið hressandi og dugmikið fólk.

María Richter, 23.10.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband