Frægðin knýr dyra - Bragakaffi er heitasti staðurinn!

Ekki vissi ég hvað var um að vera þegar ég kíkti í kaffi til Braga í dag. Óli frá Gjögri sat glimrandi fínn - í jakka og terlínbuxum og hárið vel brilljantínerað. Bjartur svipur Garðars og glansandi pússuð gleraugun settu bjartan svip á kaffistofuna - minnti um margt á Marlon Brando í Guðföðurnum - enda auðvitað gamall bankamaður - frá tímum Landsbankans - þegar sá banki var og hét - í dag er hann víst orðinn að "nýja Landsbankanum".

En hvað olli þessum stíla á körlunum - hver var ástæðan? Halda mætti að maður væri kominn til Hollywood....

Jú, mér var tjáð að sjálft Morgunblaðið hafi sent mann Vestur í þeim erindisgjörðum að taka viðtöl og myndir! Já - frægðin er á næsta leiti og ljóst að bankahrunið hefur engin áhrif á þá frægð - karlarnir á Bragakaffi verða að mér skilst að minnsta kosti á forsíðu moggans - þó ég viti svo sem ekkert hvað það þýðir!

En við Maggút vorum fjarri góðu gamni - fengum ekkert að vita og engu líkara að við séum úti í kuldanum.

Óli sagði Maggút vera heima að telja peningana sem hann tók út úr Glitni - treystir engum og skv. Óla þá fékk hann peninginn í þúsundköllum sem hann nú telur - seðil fyrir seðil -  og mun það víst taka einhvern tíma - og ekki lýgur Óli frá Gjögri.

Óli málari var hinsvegar mættur - mætir alltaf í fyrrakaffið - nú til að fá fréttir sem hann flytur svo gestum sínum seinnakaffinu - en hann er kominn í harða samkeppni við Braga.

Já það gengur á ýmsu fyrir Vestan. En þá er einmitt mikilvægast að halda andlitinu!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er nú vissara hjá Óla að vera á betri fötunum úr því að málgagnið er að koma vestur. Eins gott að þeir viti ekki að hann er argasti kommúnisti, því þá yrði hann klipptur út af öllum myndum. Maggút telur peningana sína, Óli er búinn að marg segja honum að eini bankinn sem sé öruggur þessa dagana sé Ögurbanki, hvar sem hann nú er.

Ég er eins og þú Tolli í Sódómunni og missi því að öllu fjörinu. Treysti því að hinir minnist nú á okkur félagana þegar svona mikið stendur til. Annað væri skandall.

Ingólfur H Þorleifsson, 17.10.2008 kl. 22:59

2 identicon

Þeir eru flottir þarna í Bragakaffi og fyrir okkur sem erum flutt frá Ísafirði er ekkert skemmtilegra en að heyra fréttir frá þessari ágætu kaffistofu.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband