Þriðjudagur, 14. október 2008
Davíð mun aldrei fara úr Seðlabankanum af sjálfsdáðum....bankastjórarnir munu aldrei...
Mér er fyrirmunað að skilja hversvegna fólk kemur með tillögur og hugmyndir - eða sem er ennþá verra - hefur skoðanir. Það er ekki farið eftir neinu - ekki neinu. Við búum í bananalýðveldinu Íslandi - þar sem þar sem sjálfur Halldór Ásgrímsson er farinn að ráðleggja í endurreisn fjármálakerfisins....
- Davíð mun aldrei víkja úr Seðlabankanum af sjálfsdáðum
- Bankastjórarnir munu aldrei viðurkenna mistök
- Hannesarnir Smárasynirnir taka aldrei nokkra ábyrgð
- Almenningur mun alltaf lenda í skítnum
- Ekkert verður gert til að hjálpa þeim sem á þurfa að halda
- Enginn pólitíkus mun taka ábyrgð
- Ekkert mun breytast
- Okkur verður aldrei treyst í erlendu samstarfi
Svo ég veit í raun ekki hvaða tilgang þetta hefur - að skrifa þessar línur - yfir höfuð að hafa skoðun - það er búið að rústa íslensku þjóðfélagi - setja fjölskyldur á hausinn!
Nei - nú þarf að beyta hörku - hreinsa til - ALLSTAÐAR!
Athugasemdir
yes.....mæl þú manna heilastur
Hólmdís Hjartardóttir, 14.10.2008 kl. 22:53
Ég er því miður allt of sammála þér, þetta er ljóta staðan. Hver einasti Hong Kong búi er upplýstur um klúðrið. Ég er farin að stunda æfingar við að liðka dönskuna til að geta a.m.k. gripið í danska hreiminn þegar maður opnar munninn hér. Góðu fréttirnar eru að byggð mun styrkjast á Vestfjörðum og þar verður gott að vera eins sem endranær.
Strúlla (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:59
Þetta er því miður íslenska raunveruleikinn. Það eru ekki bara Íslendingar sem ekki treysta stjórnendur.
Heidi Strand, 14.10.2008 kl. 23:10
Bæta aðeins við upptalninguna þína Þorleifur: Verðtryggingin verður aldrei afnumin og kvótakerfinu verður aldrei breytt
Þórir Kjartansson, 15.10.2008 kl. 07:11
Við þurfum bara að halda áfram að krefjast réttlætis - Davíð í tuktúsið þar sem hann á heima þessi glæpamaður sem er nær búinn að ganga frá þjóðinni í einkarússi sínu. Og engan Geir meir, þetta eru sekir menn.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:07
Það er greinilegt að það mun þurfa jarðýtu til að draga steintröllið út úr Seðlabankanum!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.