Fimmtudagur, 9. október 2008
Góður framburður tungumáls skiptir öllu máli!
Já nú held ég að eitthvað hljóti að hafa skolast til í framburði Árna. Kannski er það ekki skrítið þar sem hann lærði jú í Skotlandi - og ekki eru Skotarnir sjálfir auðskiljanlegir - hvað þá há-norræn-skoska í öllu sínu veldi!
En þetta undirstrikar það sem ég lærði í Barnaskóla Íslands á Akureyri - hjá honum Björgvini Jörgens heitnum. En hann lagði ofuráherslu á að við töluðum rétt - fallega og rétt. Hann sagði okkur eftirfarandi sögu því til stuðnings: Eitt sinn vann hann sem ungur maður í byggingaiðnaði - var við steypuvinnu. Svo gerist það eitt sinni að Björgvin lendir undir fallandi járnfötu fullri af steypu. Höggið var gríðarlegt og hreinlega klauf höfuð Björgvins - sem þó hélt lífi og var fluttur þungt haldinn á spítala og fluttur með flugi til Kaupmannahafnar.
Og þá segist honum svo frá: "nú, þarna ligg ég með opið höfuðið aftur í sjúkrabílnum sem átti að hraða sér með mig á militær hospitalet" - "eftir skamma hríð spyr bílstjórinn konu mína hvert hafi nú aftur átt að fara með mig....og hún svarar á mjög bjagaðri dönsku - Nú, ég er þarna liggjandi með opið höfuðið en sé nú samt að bílstjórinn er að fara einhverja bölvaða vitleysu - og því reysi ég mig upp og segi á fullkominni dönsku unskyld....jæg skal paa miltær hospitalet!! og þá auðvitað rataði bílstjórinn rétta leið - og það varð mér til lífs...!
já svona skiptir nú framburðurinn miklu máli!!"
Já - Árni hefði betur æft sig í enskunni!!
Samtal við Árna réð úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er aumingja Árni örugglega orðinn símalaus, Geir H Haarde hefur örugglega tekið af honum gemsann!
Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 9.10.2008 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.